Enski boltinn

Bolton heldur áfram að klífa upp töfluna eftir komu Jóns Daða

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson og félagar hans í Bolton eru á miklu skriði í ensku C-deildinni.
Jón Daði Böðvarsson og félagar hans í Bolton eru á miklu skriði í ensku C-deildinni. Dave Howarth - CameraSport via Getty Images

Jón Daði Böðvarsson kom inn af varamannabekknum í enn einum sigri Bolton eftir að íslenski landsliðsmaðurinn gekk í raðir liðsins. Bolton vann 3-2 útisigur gegn Oxford í ensku C-deildinni eftir að hafa lent undir í tvígang.

Billy Bodin kom heimamönnum í Oxford yfir strax á níundu mínútu leiksins, en Declan John jafnaði metin aðeins mínútu síðar.

Billy Bodin var aftur á ferðinni fyrir Oxford eftir rúmlega hálftíma leik, en aftur jöfnuðu gestirnir í Bolton. Í þetta skipti var það Marlon Fossey stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 2-2 þegar gengið var til búningsherbergja.

Jón Daði Böðvarsson kom inn af varamannabekknum á 78. mínútu, en sigurmark Bolton skoraði Amadou Bakayoko tæpum fimm mínútum fyrir leikslok.

Niðurstaðan varð því 3-2 sigur Jóns Daða og félaga, en liðið hefur ekki tapað leik síðan að landsliðsmaðurinn gekk til liðs við félagið. Bolton situr nú í tíunda sæti deildarinnar með 45 stig eftir 31 leik, átta stigum á eftir Oxford sem situr í sjöunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×