„Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2022 23:31 Strákunum í Subway Körfuboltakvöldi þykir Ragnar Örn Bragason hafa bætt sig mikið sem varnarmaður á seinustu árum. Vísir/Bára Dröfn „Við ætlum að kíkja á Ragnar Örn Bragason, Breiðhyltinginn knáa sem er búinn að búa sér til heimili í Þorlákshöfn,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson í seinasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi, en Ragnar átti stórgóðan leik í öruggum sigri Þórsara gegn Keflvíkingum í gærkvöldi. „Ragnar var kannski ekki þekktur fyrr varnarleik en við sáum það í úrslitunum í fyrra, þar sem hann var mikið til settur á Hörð Axel, að hann getur vel haldið sínu þar,“ bætti Sigurður Orri, stjórnandi þáttarins, við. Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson voru með Sigurði í settinu og þeir höfðu einnig ýmislegt um þennan ágæta leikmann að segja. „Hann er líka með hæð og er „athletic“ eins og þú segir,“ sagði Teitur. „Hann var mikið gagnrýndur fyrir varnarleikinn fyrir nokkrum árum en mér finnst hann búinn að bæta varnarleikinn mjög mikið. Hann er líka bara búinn að vera hjá góðum þjálfurum.“ Sævar tók undir það sem kollegi sinn var að segja og bætti við að Ragnar hafi greinilega lagt mikið á sig til að verða betri varnarmaður. „Ég man þegar hann var hjá Keflavík þá voru hann og Ágúst Orrason saman í því liði og þeir þóttu of líkir. Frábærar skyttur, en hvorugur kannski frábær varnarmaður.“ „En Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður. Hann er kannski ekki einn af topp varnarmönnunum í deildinni, en hann er klárlega leikmaður sem getur stoppað sinn mann og sýnir metnað í að halda manninum sínum í fáum stigum.“ Teitur greip þá boltann aftur á lofti og sagði að honum þætti Ragnar skynsamur í sínum varnaraðgerðum. „Mér finnst hann líka svona skynsamur varnarmaður. Við sem að horfum mikið á NBA sjáum að hann kann að gefa villur. Þegar hann lendir í „mismatch“ og svoleiðis þá hefur hann vit á því að gefa villur frekar en að gefa lay-up.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Ragnar Örn Bragason Körfuboltakvöld Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Sjá meira
„Ragnar var kannski ekki þekktur fyrr varnarleik en við sáum það í úrslitunum í fyrra, þar sem hann var mikið til settur á Hörð Axel, að hann getur vel haldið sínu þar,“ bætti Sigurður Orri, stjórnandi þáttarins, við. Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson voru með Sigurði í settinu og þeir höfðu einnig ýmislegt um þennan ágæta leikmann að segja. „Hann er líka með hæð og er „athletic“ eins og þú segir,“ sagði Teitur. „Hann var mikið gagnrýndur fyrir varnarleikinn fyrir nokkrum árum en mér finnst hann búinn að bæta varnarleikinn mjög mikið. Hann er líka bara búinn að vera hjá góðum þjálfurum.“ Sævar tók undir það sem kollegi sinn var að segja og bætti við að Ragnar hafi greinilega lagt mikið á sig til að verða betri varnarmaður. „Ég man þegar hann var hjá Keflavík þá voru hann og Ágúst Orrason saman í því liði og þeir þóttu of líkir. Frábærar skyttur, en hvorugur kannski frábær varnarmaður.“ „En Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður. Hann er kannski ekki einn af topp varnarmönnunum í deildinni, en hann er klárlega leikmaður sem getur stoppað sinn mann og sýnir metnað í að halda manninum sínum í fáum stigum.“ Teitur greip þá boltann aftur á lofti og sagði að honum þætti Ragnar skynsamur í sínum varnaraðgerðum. „Mér finnst hann líka svona skynsamur varnarmaður. Við sem að horfum mikið á NBA sjáum að hann kann að gefa villur. Þegar hann lendir í „mismatch“ og svoleiðis þá hefur hann vit á því að gefa villur frekar en að gefa lay-up.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Ragnar Örn Bragason
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti