„Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2022 23:31 Strákunum í Subway Körfuboltakvöldi þykir Ragnar Örn Bragason hafa bætt sig mikið sem varnarmaður á seinustu árum. Vísir/Bára Dröfn „Við ætlum að kíkja á Ragnar Örn Bragason, Breiðhyltinginn knáa sem er búinn að búa sér til heimili í Þorlákshöfn,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson í seinasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi, en Ragnar átti stórgóðan leik í öruggum sigri Þórsara gegn Keflvíkingum í gærkvöldi. „Ragnar var kannski ekki þekktur fyrr varnarleik en við sáum það í úrslitunum í fyrra, þar sem hann var mikið til settur á Hörð Axel, að hann getur vel haldið sínu þar,“ bætti Sigurður Orri, stjórnandi þáttarins, við. Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson voru með Sigurði í settinu og þeir höfðu einnig ýmislegt um þennan ágæta leikmann að segja. „Hann er líka með hæð og er „athletic“ eins og þú segir,“ sagði Teitur. „Hann var mikið gagnrýndur fyrir varnarleikinn fyrir nokkrum árum en mér finnst hann búinn að bæta varnarleikinn mjög mikið. Hann er líka bara búinn að vera hjá góðum þjálfurum.“ Sævar tók undir það sem kollegi sinn var að segja og bætti við að Ragnar hafi greinilega lagt mikið á sig til að verða betri varnarmaður. „Ég man þegar hann var hjá Keflavík þá voru hann og Ágúst Orrason saman í því liði og þeir þóttu of líkir. Frábærar skyttur, en hvorugur kannski frábær varnarmaður.“ „En Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður. Hann er kannski ekki einn af topp varnarmönnunum í deildinni, en hann er klárlega leikmaður sem getur stoppað sinn mann og sýnir metnað í að halda manninum sínum í fáum stigum.“ Teitur greip þá boltann aftur á lofti og sagði að honum þætti Ragnar skynsamur í sínum varnaraðgerðum. „Mér finnst hann líka svona skynsamur varnarmaður. Við sem að horfum mikið á NBA sjáum að hann kann að gefa villur. Þegar hann lendir í „mismatch“ og svoleiðis þá hefur hann vit á því að gefa villur frekar en að gefa lay-up.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Ragnar Örn Bragason Körfuboltakvöld Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
„Ragnar var kannski ekki þekktur fyrr varnarleik en við sáum það í úrslitunum í fyrra, þar sem hann var mikið til settur á Hörð Axel, að hann getur vel haldið sínu þar,“ bætti Sigurður Orri, stjórnandi þáttarins, við. Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson voru með Sigurði í settinu og þeir höfðu einnig ýmislegt um þennan ágæta leikmann að segja. „Hann er líka með hæð og er „athletic“ eins og þú segir,“ sagði Teitur. „Hann var mikið gagnrýndur fyrir varnarleikinn fyrir nokkrum árum en mér finnst hann búinn að bæta varnarleikinn mjög mikið. Hann er líka bara búinn að vera hjá góðum þjálfurum.“ Sævar tók undir það sem kollegi sinn var að segja og bætti við að Ragnar hafi greinilega lagt mikið á sig til að verða betri varnarmaður. „Ég man þegar hann var hjá Keflavík þá voru hann og Ágúst Orrason saman í því liði og þeir þóttu of líkir. Frábærar skyttur, en hvorugur kannski frábær varnarmaður.“ „En Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður. Hann er kannski ekki einn af topp varnarmönnunum í deildinni, en hann er klárlega leikmaður sem getur stoppað sinn mann og sýnir metnað í að halda manninum sínum í fáum stigum.“ Teitur greip þá boltann aftur á lofti og sagði að honum þætti Ragnar skynsamur í sínum varnaraðgerðum. „Mér finnst hann líka svona skynsamur varnarmaður. Við sem að horfum mikið á NBA sjáum að hann kann að gefa villur. Þegar hann lendir í „mismatch“ og svoleiðis þá hefur hann vit á því að gefa villur frekar en að gefa lay-up.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Ragnar Örn Bragason
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira