Innlent

Mikil ölvun og læti í borginni í nótt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Töluverður erill var í borginni í nótt.
Töluverður erill var í borginni í nótt. Vísir/Vilhelm

Töluverður erill var í höfuðborginni í gærkvöld og í nótt og þá sérstaklega í miðborginni þar sem fólk var úti að skemmta sér. Sjö gistu fangageymslur í nótt. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem segir að í vesturborginni hafi verið mikið um hávaðatilkynningar og mál tengd ölvun. Til dæmis hafi tveir verið handteknir fyrir ölvun við akstur og hafði annar ökumannanna tekið bílinn ófrjálsri hendi.

Tilkynnt var um umferðaróhapp í nótt en annar ökumannanna stakk af áður en lögregla kom á vettvang. Þá var nokkuð um líkamsárásir í Breiðholti og Kópavogi í nótt og einn farþegi stakk af úr leigubíl áður en hann greiddi farið.

Þá barst lögreglu tilkynning um hvítan reyk sem bærist frá húsnæði í efri byggðum. Lögregla og sjúkralið fór á staðinn en við nánari skoðun kom í ljós að loftræstiblásari olli reyknum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×