Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Snorri Másson skrifar 13. febrúar 2022 11:29 Aðsend mynd Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. Íbúi í Ingólfsstræti var að spila tölvuleik á heimili sínu eftir miðnætti í gærkvöldi, þegar hann heyrði háa hvelli fyrir utan. „Þetta eru um fimm eða sex skot sem ég heyri. Þá hleyp ég út í glugga og sé mann halda á þessari vélbyssu eða þessari stóru byssu. Hleyp og næ í símann og fer aftur út um gluggann og þá er hann horfinn. Ég hringi bara strax í lögguna, tilkynni þeim þetta og það verður bara allt blátt,“ segir íbúinn í samtali við fréttastofu. „Ég er náttúrulega bara skelkaður. Maður er ekki vanur að sjá mann með byssu, en þú veist hann hélt á byssu eins og sérsveitarmennirnir voru með. Þetta var MP5 eða einhver svoleiðis vélbyssa. Var eitthvað að læðast þarna í kring. Þetta er þegar djammið er að klárast fólk er úti um allt hérna í kring og hann þarna í skjóli nætur með þessa byssu sína,“ segir íbúi. „Maður hefur séð barsmíðar og innbrot og læti en þetta var pínu öðruvísi. Ég var alveg frekar hræddur. Það væri örugglega fínt að hlusta á upptökuna á símtalinu til lögreglunnar, hvernig maður skelfur í símann,“ segir íbúi. Fréttastofa hefur öruggar heimildir fyrir því að skotvopnið sem um ræðir var ekki skammbyssa heldur hefur það í það minnsta útlit stærra og öflugra skotvopns. Þrír voru handteknir nálægt bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti og Skólavörðustíg eftir árásina. Sérsveitin var að fram eftir nóttu við að koma böndum á aðstæður í bílastæðahúsinu og á myndefni sem fréttastofa hefur undir höndum má sjá að vettvangur glæpsins hefur verið afmarkaður með gulu límbandi. Sá sem varð fyrir skotinu gekkst undir aðgerð eftir að hann kom á sjúkrahús og er kominn úr bráðri hættu. Allir hlutaðeigandi eru karlmenn með íslenska kennitölu og sumir hafa komið áður við sögu lögreglu. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsóknina á frumstigi en að lögreglan taki málið alvarlega. „Við höfum áhyggjur af þessum vopnaburði. Ég veit ekki hversu miklum mæli það er en það farið að aukast, það fer ekki á milli mála. Og það sem er líka að aukast er að menn virðast vera tilbúnari til að beita þessu,“ segir Margeir. Reykjavík Skotárás við Bergstaðastræti Tengdar fréttir Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Íbúi í Ingólfsstræti var að spila tölvuleik á heimili sínu eftir miðnætti í gærkvöldi, þegar hann heyrði háa hvelli fyrir utan. „Þetta eru um fimm eða sex skot sem ég heyri. Þá hleyp ég út í glugga og sé mann halda á þessari vélbyssu eða þessari stóru byssu. Hleyp og næ í símann og fer aftur út um gluggann og þá er hann horfinn. Ég hringi bara strax í lögguna, tilkynni þeim þetta og það verður bara allt blátt,“ segir íbúinn í samtali við fréttastofu. „Ég er náttúrulega bara skelkaður. Maður er ekki vanur að sjá mann með byssu, en þú veist hann hélt á byssu eins og sérsveitarmennirnir voru með. Þetta var MP5 eða einhver svoleiðis vélbyssa. Var eitthvað að læðast þarna í kring. Þetta er þegar djammið er að klárast fólk er úti um allt hérna í kring og hann þarna í skjóli nætur með þessa byssu sína,“ segir íbúi. „Maður hefur séð barsmíðar og innbrot og læti en þetta var pínu öðruvísi. Ég var alveg frekar hræddur. Það væri örugglega fínt að hlusta á upptökuna á símtalinu til lögreglunnar, hvernig maður skelfur í símann,“ segir íbúi. Fréttastofa hefur öruggar heimildir fyrir því að skotvopnið sem um ræðir var ekki skammbyssa heldur hefur það í það minnsta útlit stærra og öflugra skotvopns. Þrír voru handteknir nálægt bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti og Skólavörðustíg eftir árásina. Sérsveitin var að fram eftir nóttu við að koma böndum á aðstæður í bílastæðahúsinu og á myndefni sem fréttastofa hefur undir höndum má sjá að vettvangur glæpsins hefur verið afmarkaður með gulu límbandi. Sá sem varð fyrir skotinu gekkst undir aðgerð eftir að hann kom á sjúkrahús og er kominn úr bráðri hættu. Allir hlutaðeigandi eru karlmenn með íslenska kennitölu og sumir hafa komið áður við sögu lögreglu. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsóknina á frumstigi en að lögreglan taki málið alvarlega. „Við höfum áhyggjur af þessum vopnaburði. Ég veit ekki hversu miklum mæli það er en það farið að aukast, það fer ekki á milli mála. Og það sem er líka að aukast er að menn virðast vera tilbúnari til að beita þessu,“ segir Margeir.
Reykjavík Skotárás við Bergstaðastræti Tengdar fréttir Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26
Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30