Segir skelfilega stöðu komna upp Snorri Másson skrifar 13. febrúar 2022 16:04 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er uggandi vegna stöðunnar. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir það skelfilega þróun að skotárásir séu orðnar eins tíðar og raunin hefur verið að undanförnu. Hann telur að bæta þurfi rannsóknarheimildir lögreglu til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. Grófum ofbeldisverkum er að fjölga á Íslandi - átök á milli hópa og gengja eru í auknum mæli gerð upp með skotbardögum. Í dag er nákvæmlega ár frá morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði. Síðar á árinu í júní var skotið á mann við kaffistofu Samhjálpar og á Egilsstöðum í ágúst. Þá hefur verið sagt frá ítrekuðum skotum á hús í Kópavogi og skotum á bíl eða skrifstofur stjórnmálamanna. Nú síðast voru tvær skotárásir í sömu viku, önnur þeirra í miðbæ Reykjavíkur í nótt. „Mér er bara brugðið, eins og öðrum, verulega brugðið. Ég mun ræða þetta á næstunni við lögregluna og fara yfir þessa stöðu með þeim. Ég veit að menn eru þar mjög vakandi yfir þessu,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. „Þetta er auðvitað bara alveg skelfileg staða og þróun og verulegt áhyggjuefni.“ Áhyggjur yfirvalda beinast að auknum vopnaburði, hvort sem er í skotvopnum eða eggvopnum. Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 300 útköll á síðasta ári þar sem vopn komu við sögu. Fjallað var um það á Stöð 2 í sumar, að sprenging hefði orðið í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Árið 2016 og 17 voru engin sjálfvirk skotvopn flutt til landsins, 19 árið 2019 og 252 árið 2020. Þá eru 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi - en sjö var stolið á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Vopnin ganga líka kaupum og sölu, meðal annars í forritum eins og Telegram. Á skjáskotum má sjá úrval skotvopna auglýst á íslenskum hópum. „Við sjáum að þetta er vaxandi vandamál og við þessu verðum við að reyna að bregðast og erum að reyna að bregðast við.“ Þar vísar ráðherra til aukinna rannsóknarheimilda, en aðspurður segist hann ekki fylgjandi almennum vopnaburði lögreglu, enda sjái sérsveitin um þann þátt mála. Skotvopn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Tengdar fréttir „Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37 Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29 Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Grófum ofbeldisverkum er að fjölga á Íslandi - átök á milli hópa og gengja eru í auknum mæli gerð upp með skotbardögum. Í dag er nákvæmlega ár frá morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði. Síðar á árinu í júní var skotið á mann við kaffistofu Samhjálpar og á Egilsstöðum í ágúst. Þá hefur verið sagt frá ítrekuðum skotum á hús í Kópavogi og skotum á bíl eða skrifstofur stjórnmálamanna. Nú síðast voru tvær skotárásir í sömu viku, önnur þeirra í miðbæ Reykjavíkur í nótt. „Mér er bara brugðið, eins og öðrum, verulega brugðið. Ég mun ræða þetta á næstunni við lögregluna og fara yfir þessa stöðu með þeim. Ég veit að menn eru þar mjög vakandi yfir þessu,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. „Þetta er auðvitað bara alveg skelfileg staða og þróun og verulegt áhyggjuefni.“ Áhyggjur yfirvalda beinast að auknum vopnaburði, hvort sem er í skotvopnum eða eggvopnum. Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 300 útköll á síðasta ári þar sem vopn komu við sögu. Fjallað var um það á Stöð 2 í sumar, að sprenging hefði orðið í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Árið 2016 og 17 voru engin sjálfvirk skotvopn flutt til landsins, 19 árið 2019 og 252 árið 2020. Þá eru 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi - en sjö var stolið á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Vopnin ganga líka kaupum og sölu, meðal annars í forritum eins og Telegram. Á skjáskotum má sjá úrval skotvopna auglýst á íslenskum hópum. „Við sjáum að þetta er vaxandi vandamál og við þessu verðum við að reyna að bregðast og erum að reyna að bregðast við.“ Þar vísar ráðherra til aukinna rannsóknarheimilda, en aðspurður segist hann ekki fylgjandi almennum vopnaburði lögreglu, enda sjái sérsveitin um þann þátt mála.
Skotvopn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Tengdar fréttir „Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37 Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29 Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
„Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37
Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29
Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26