Lýðskrumið í umræðunni í kjölfar þess að viðskiptabankarnir þrír hafa tilkynnt um afkomu sína á árinu 2021 er með ólíkindum. Meira að segja viðskiptaráðherra, sem ætti að vita betur, og stjörnuhagfræðingur Samfylkingarinnar, sem sömuleiðis ætti að skilja þessi mál miðað við fyrri störf, ráða ekki við sig.
Byrjum á því að greina það sem kallað er „ofurhagnaður“. Hagnaður bankanna þriggja á starfsárinu 2021 er sem hér segir:
Afkoma allra bankanna litast meðal annars af því að verið er að færa til baka virðisrýrnun á lánasöfnum þar sem það er mat bankanna að líklegt útlánatap vegna neikvæðra afleiðinga COVID faraldursins verði minna en áður var talið. Bankarnir færðu með öðrum orðum hærra framlag í varúð gegn mögulegu útlánatapi þegar faraldurinn skall á og telja nú ástæðu til að leiðrétta fyrir því. Þetta myndar einskiptis hagnað sem bankarnir munu tæplega geta endurtekið næstu árin miðað við óbreyttan rekstur. Þessi einskiptis hagnaður bankanna þriggja var sem hér segir:
Það ber að varast að lesa of mikið í þessar upphæðir, því þær endurspegla bæði stærð og samsetningu viðkomandi eignasafna, hversu mikið bankarnir settu í varúð á sínum tíma og hversu mikið tap hefur raungerst eða er að þeirra mati líklegt til að raungerast á næstu misserum. Í hefðbundnu ári þurfa bankar yfirleitt að gjaldfæra eitthvað vegna útlánataps. Það má því með réttu segja að einskiptisáhrif þessara bakfærslna séu meiri en nemur ofangreindum upphæðum.
Lýðskrumið í umræðunni í kjölfar þess að viðskiptabankarnir þrír hafa tilkynnt um afkomu sína á árinu 2021 er með ólíkindum.
Á árinu 2021 mældist verðbólga í landinu 5,1 prósent. Ef afkoma bankanna er umreiknuð að frádregnum þessum einskiptis breytingum á virðisrýrnun og að teknu tilliti til verðbólgu mælist raunávöxtun eiginfjár bankanna sem hér segir:
Það að hagfræðimenntað fólk kalli slíka afkomu „ofurhagnað“ er merki um algjört dómgreindarleysi.
Það er svo annar kapítuli í lýðskrumi að kalla eftir hækkun bankaskatts vegna þessa, skatts sem að lokum verður fyrst og fremst greiddur af sparifjáreigendum í formi lakari innlánsvaxta og lántakendum í formi hærri útlánavaxta. Eða bullið að tala um að „nota þennan ofurhagnað til að greiða niður vexti fólksins í landinu.“ Verðum við ekki að ætlast til þess að viðskiptaráðherra viti að raunvextir í landinu eru í dag neikvæðir, þannig að nú á sér stað stórfelld yfirfærsla verðmæta frá sparifjáreigendum til lántakenda.
Slíkar aðgerðir myndu fyrst og fremst neyða Seðlabankann til þess að hækka vexti enn meira en annars væri þörf á. Það getur tæplega verið markmiðið.
Óháð afkomu bankanna, þá er varhugavert að kalla eftir opinberum aðgerðum til þess að draga úr áhrifum af vaxtahækkun Seðlabankans, sem ætlað er að slá á ósjálfbæra þenslu í hagkerfinu. Hvort sem sú krafa er sett fram af viðskiptaráðherra, þingmönnum stjórnarandstöðu eða verkalýðsleiðtogum, þá myndu slíkar aðgerðir fyrst og fremst neyða Seðlabankann til þess að hækka vexti enn meira en annars væri þörf á. Það getur tæplega verið markmið þessara aðila.
Höfundur er fjárfestir.