Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Snorri Másson skrifar 13. febrúar 2022 19:10 Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. Laust fyrir klukkan eitt í nótt mátti heyra fimm til sex háværa hvelli við bílastæðahúsið Bergstaði í miðbæ Reykjavíkur. Þessir hvellir reyndust vera byssuskot og eitt þeirra hæfði íslenskan karlmann beint í brjóstið. Hinn særði var fluttur á sjúkrahús til aðgerðar en er talinn vera kominn úr bráðri hættu. Viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var verulegur og á tímapunkti höfðu um og yfir tíu almennir lögregluþjónir vopnast vegna aðstæðna. Þrír íslenskir karlmenn voru að lokum handteknir eftir umfangsmiklar aðgerðir sérsveitar. Þeir eru fæddir á árunum 2002 og 2003, sem sagt enginn eldri en tvítugur. „Við lítum þannig á að þegar við rannsökum mál þar sem skotvopni er beint að annarri manneskju er það tilraun til manndráps. Við lítum á það þannig.Við það að hafa handtekið þessa menn og lagt hald á skotvopn teljum við okkur vera búin að ná töluvert utan um þetta mál,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. Grímur segir að ekki sé um að ræða hríðskotabyssu, en að ljóst sé að það sé ekki þægilegt fyrir fólk að hrökkva upp við menn með alvæpni fyrir utan heimili sín. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir lögregluna taka málið alvarlega.vísir/arnar „Það er þannig að þegar það eru tvær skotárásir á örfáum dögum er ekkert óeðlilegt að fólk velti vöngum yfir því og hafi áhyggjur. Við teljum að í báðum þessum tilvikum hafi verið á ferðinni atburður þar sem skotvopni er beint að öðrum sem fólkið þekkir. Þannig að hvort við þurfum að hafa áhyggjur af því að það sé verið að fara að skjóta á almenning, það teljum við ekki,“ segir Grímur. Skalf í símann Sjónarvottur sem býr við vettvang glæpsins og fylgdist með árásarmanninum kveðst hafa séð ýmislegt á næturþeli í miðbænum en ekkert þessu líkt. „Þetta eru um fimm eða sex skot sem ég heyri. Þá hleyp ég út í glugga og sé mann halda á þessari vélbyssu eða þessari stóru byssu. Hleyp og næ í símann og fer aftur út um gluggann og þá er hann horfinn. Ég hringi bara strax í lögguna, tilkynni þeim þetta og það verður bara allt blátt. Ég er náttúrulega bara skelkaður. Maður er ekki vanur að sjá mann með byssu, en þú veist hann hélt á byssu eins og sérsveitarmennirnir voru með. Þetta var MP5 eða einhver svoleiðis vélbyssa. Var eitthvað að læðast þarna í kring. Þetta er þegar djammið er að klárast fólk er úti um allt hérna í kring og hann þarna í skjóli nætur með þessa byssu sína. Maður hefur séð barsmíðar og innbrot og læti en þetta var pínu öðruvísi. Ég var alveg frekar hræddur. Það væri örugglega fínt að hlusta á upptökuna á símtalinu til lögreglunnar, hvernig maður skelfur í símann,“ segir íbúinn. Verulegt áhyggjuefni Dómsmálaráðherra segir það skelfilega þróun að skotárásir séu orðnar eins tíðar og raunin hefur verið að undanförnu. Hann telur að bæta þurfi rannsóknarheimildir lögreglu til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. Grófum ofbeldisverkum er að fjölga á Íslandi - átök á milli hópa og gengja eru í auknum mæli gerð upp með skotbardögum. Í dag er nákvæmlega ár frá morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði. Síðar á árinu í júní var skotið á mann við kaffistofu Samhjálpar og á Egilsstöðum í ágúst. Þá hefur verið sagt frá ítrekuðum skotum á hús í Kópavogi og skotum á bíl eða skrifstofur stjórnmálamanna. Nú síðast voru tvær skotárásir í sömu viku. „Mér er bara brugðið, eins og öðrum, verulega brugðið. Ég mun ræða þetta á næstunni við lögregluna og fara yfir þessa stöðu með þeim. Ég veit að menn eru þar mjög vakandi yfir þessu. Þetta er auðvitað bara alveg skelfileg staða og þróun og verulegt áhyggjuefni,“ segir Jón. Áhyggjur yfirvalda beinast að auknum vopnaburði, hvort sem er í skotvopnum eða eggvopnum. Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 300 útköll á síðasta ári þar sem vopn komu við sögu. Fjallað var um það á Stöð 2 í sumar, að sprenging hefði orðið í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Árið 2016 og 17 voru engin sjálfvirk skotvopn flutt til landsins, 19 árið 2019 og 252 árið 2020. Þá eru 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi - en sjö var stolið á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Vopnin ganga líka kaupum og sölu, meðal annars í forritum eins og Telegram. Á skjáskotum í myndbandinu að neðan má sjá úrval skotvopna auglýst á íslenskum hópum. „Við sjáum að þetta er vaxandi vandamál og við þessu verðum við að reyna að bregðast og erum að reyna að bregðast,“ segir Jón. Þar vísar ráðherra til aukinna rannsóknarheimilda, en aðspurður segist hann ekki fylgjandi almennum vopnaburði lögreglu, enda sjái sérsveitin um þann þátt mála. Reykjavík Lögreglumál Skotárás við Bergstaðastræti Tengdar fréttir Vakinn við það að sérsveitin bankaði upp á: „Þeir báðust síðan bara afsökunar og fóru“ Halldór Ingi Sævarsson var vakinn með áhugaverðum hætti í morgun þegar sérsveitin bankaði óvænt upp á en þeir höfðu þá farið íbúðarvillt. 13. febrúar 2022 17:58 Segir skelfilega stöðu komna upp Dómsmálaráðherra segir það skelfilega þróun að skotárásir séu orðnar eins tíðar og raunin hefur verið að undanförnu. Hann telur að bæta þurfi rannsóknarheimildir lögreglu til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. 13. febrúar 2022 16:04 Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Laust fyrir klukkan eitt í nótt mátti heyra fimm til sex háværa hvelli við bílastæðahúsið Bergstaði í miðbæ Reykjavíkur. Þessir hvellir reyndust vera byssuskot og eitt þeirra hæfði íslenskan karlmann beint í brjóstið. Hinn særði var fluttur á sjúkrahús til aðgerðar en er talinn vera kominn úr bráðri hættu. Viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var verulegur og á tímapunkti höfðu um og yfir tíu almennir lögregluþjónir vopnast vegna aðstæðna. Þrír íslenskir karlmenn voru að lokum handteknir eftir umfangsmiklar aðgerðir sérsveitar. Þeir eru fæddir á árunum 2002 og 2003, sem sagt enginn eldri en tvítugur. „Við lítum þannig á að þegar við rannsökum mál þar sem skotvopni er beint að annarri manneskju er það tilraun til manndráps. Við lítum á það þannig.Við það að hafa handtekið þessa menn og lagt hald á skotvopn teljum við okkur vera búin að ná töluvert utan um þetta mál,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. Grímur segir að ekki sé um að ræða hríðskotabyssu, en að ljóst sé að það sé ekki þægilegt fyrir fólk að hrökkva upp við menn með alvæpni fyrir utan heimili sín. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir lögregluna taka málið alvarlega.vísir/arnar „Það er þannig að þegar það eru tvær skotárásir á örfáum dögum er ekkert óeðlilegt að fólk velti vöngum yfir því og hafi áhyggjur. Við teljum að í báðum þessum tilvikum hafi verið á ferðinni atburður þar sem skotvopni er beint að öðrum sem fólkið þekkir. Þannig að hvort við þurfum að hafa áhyggjur af því að það sé verið að fara að skjóta á almenning, það teljum við ekki,“ segir Grímur. Skalf í símann Sjónarvottur sem býr við vettvang glæpsins og fylgdist með árásarmanninum kveðst hafa séð ýmislegt á næturþeli í miðbænum en ekkert þessu líkt. „Þetta eru um fimm eða sex skot sem ég heyri. Þá hleyp ég út í glugga og sé mann halda á þessari vélbyssu eða þessari stóru byssu. Hleyp og næ í símann og fer aftur út um gluggann og þá er hann horfinn. Ég hringi bara strax í lögguna, tilkynni þeim þetta og það verður bara allt blátt. Ég er náttúrulega bara skelkaður. Maður er ekki vanur að sjá mann með byssu, en þú veist hann hélt á byssu eins og sérsveitarmennirnir voru með. Þetta var MP5 eða einhver svoleiðis vélbyssa. Var eitthvað að læðast þarna í kring. Þetta er þegar djammið er að klárast fólk er úti um allt hérna í kring og hann þarna í skjóli nætur með þessa byssu sína. Maður hefur séð barsmíðar og innbrot og læti en þetta var pínu öðruvísi. Ég var alveg frekar hræddur. Það væri örugglega fínt að hlusta á upptökuna á símtalinu til lögreglunnar, hvernig maður skelfur í símann,“ segir íbúinn. Verulegt áhyggjuefni Dómsmálaráðherra segir það skelfilega þróun að skotárásir séu orðnar eins tíðar og raunin hefur verið að undanförnu. Hann telur að bæta þurfi rannsóknarheimildir lögreglu til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. Grófum ofbeldisverkum er að fjölga á Íslandi - átök á milli hópa og gengja eru í auknum mæli gerð upp með skotbardögum. Í dag er nákvæmlega ár frá morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði. Síðar á árinu í júní var skotið á mann við kaffistofu Samhjálpar og á Egilsstöðum í ágúst. Þá hefur verið sagt frá ítrekuðum skotum á hús í Kópavogi og skotum á bíl eða skrifstofur stjórnmálamanna. Nú síðast voru tvær skotárásir í sömu viku. „Mér er bara brugðið, eins og öðrum, verulega brugðið. Ég mun ræða þetta á næstunni við lögregluna og fara yfir þessa stöðu með þeim. Ég veit að menn eru þar mjög vakandi yfir þessu. Þetta er auðvitað bara alveg skelfileg staða og þróun og verulegt áhyggjuefni,“ segir Jón. Áhyggjur yfirvalda beinast að auknum vopnaburði, hvort sem er í skotvopnum eða eggvopnum. Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 300 útköll á síðasta ári þar sem vopn komu við sögu. Fjallað var um það á Stöð 2 í sumar, að sprenging hefði orðið í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Árið 2016 og 17 voru engin sjálfvirk skotvopn flutt til landsins, 19 árið 2019 og 252 árið 2020. Þá eru 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi - en sjö var stolið á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Vopnin ganga líka kaupum og sölu, meðal annars í forritum eins og Telegram. Á skjáskotum í myndbandinu að neðan má sjá úrval skotvopna auglýst á íslenskum hópum. „Við sjáum að þetta er vaxandi vandamál og við þessu verðum við að reyna að bregðast og erum að reyna að bregðast,“ segir Jón. Þar vísar ráðherra til aukinna rannsóknarheimilda, en aðspurður segist hann ekki fylgjandi almennum vopnaburði lögreglu, enda sjái sérsveitin um þann þátt mála.
Reykjavík Lögreglumál Skotárás við Bergstaðastræti Tengdar fréttir Vakinn við það að sérsveitin bankaði upp á: „Þeir báðust síðan bara afsökunar og fóru“ Halldór Ingi Sævarsson var vakinn með áhugaverðum hætti í morgun þegar sérsveitin bankaði óvænt upp á en þeir höfðu þá farið íbúðarvillt. 13. febrúar 2022 17:58 Segir skelfilega stöðu komna upp Dómsmálaráðherra segir það skelfilega þróun að skotárásir séu orðnar eins tíðar og raunin hefur verið að undanförnu. Hann telur að bæta þurfi rannsóknarheimildir lögreglu til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. 13. febrúar 2022 16:04 Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Vakinn við það að sérsveitin bankaði upp á: „Þeir báðust síðan bara afsökunar og fóru“ Halldór Ingi Sævarsson var vakinn með áhugaverðum hætti í morgun þegar sérsveitin bankaði óvænt upp á en þeir höfðu þá farið íbúðarvillt. 13. febrúar 2022 17:58
Segir skelfilega stöðu komna upp Dómsmálaráðherra segir það skelfilega þróun að skotárásir séu orðnar eins tíðar og raunin hefur verið að undanförnu. Hann telur að bæta þurfi rannsóknarheimildir lögreglu til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. 13. febrúar 2022 16:04
Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26