Sýnum frumkvæði Jódís Skúladóttir skrifar 13. febrúar 2022 18:30 Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum. Árásin í Útey breytti líka heimsmynd okkar norðurlandabúa og vakti okkur hressilega til umhugsunar. Hér hefur skotárásum fjölgað ískyggilega síðustu misseri, Rauðagerðismálið, skotárás á Egilsstöðum og tvær skotárásir í Reykjavík síðustu vikuna vekja okkur ugg. Nú er það svo að sjálf er undirrituð skotvopnaeigandi, stundar sjálfbærar skotveiðar og er alin upp við að umgangast skotvopn af virðingu. Skotvopn eru í eðli sínu ekki hættuleg frekar en bifreiðar eða hnífapör. Það er almennt mannanna verk ef skaði hlýst af meðferð þeirra. Það er mér mikið kappsmál að Ísland sýni frumkvæði í því að tryggja öryggi borgaranna og hef ég aldrei haft trú á að vopnvæðing lögreglu sé svar við auknu ofbeldi á landinu. Það að lögregla og glæpaklíkur fari í vígbúnaðarkapphlaup er einfaldlega ekki til þess fallið að draga úr ofbeldi eða auka öryggi landsmanna. Eitt af mínum fyrstu verkum eftir að ég settist á þing var að hefja undirbúning að frumvarpi um endurskoðun skotvopnalaga. Það hefur verið mín tilfinning lengi að mikið sé af óskráðum skotvopnum í landinu en áhugavert er að ekki ber saman skoðun lögreglu og almennings um hversu algengt sé að skotvopn séu óskráð í landinu. Ástæður óskráðar skotvopna geta verið ólíkar, andvaraleysi aðstandenda við fráfall skráðs eiganda, smygl og þjófnaður svo eitthvað sé nefnt. Í undirbúningsvinnu minni við frumvarpið kynnti ég mér löggjöf nágrannalanda. Borið hefur á því á Norðurlöndum að svokölluð „óvirk skotvopn“ séu keypt frá Austur Evrópu en þá er hægt að komast hjá hefðbundnu ferli um kaup á skotvopnum. Það þarf hins vegar litla þekkingu til þess að breyta vopnunum með einföldum hætti til þess að gera þau virk. Árið 2017 bauðst Áströlum að skila inn óskráðum og ólöglegum skotvopnum án eftirmála en þetta var í annað sinn sem slíkt átak var gert í Ástralíu og skiluðu sér alls um 57.000 skotvopn inn til yfirvalda. Eftir hryðjuverkaárás í Nýja-Sjálandi árið 2019 þar sem rúmlega 50 voru myrt í skotárásum bauðst fólki að skila inn ákveðnum tegundum skotvopna gegn greiðslu eftir að lögum var breytt og þau hert. Einnig gafst fólki kostur á að skila inn óskráðum vopnum án yfirheyrslu og voru yfir 50.000 skotvopnum þannig skilað inn til lögreglu. Sambærilegt átak var í Svíþjóð árið 2014 og skilaði það yfir 15.000 skotvopnum til yfirvalda. Eftir gott samtal við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákvað ég að leggja ekki fram frumvarpið þar sem stjórnarfrumvarp um endurskoðun skotvopnalaga er í farvatninu. Ég mun hins vegar halda málinu vakandi og fylgja því eftir inni á þingi þar sem alvarleiki málsins er með þeim hætti að við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Það verður aldrei hægt að koma að fullu í veg fyrir skotárásir en með ábyrgri löggjöf á átaki í eftirliti og umsýslu má hins vegar draga úr líkum á misnotkun skotvopna og þannig bjarga mannslífum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Alþingi Vinstri græn Skotvopn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum. Árásin í Útey breytti líka heimsmynd okkar norðurlandabúa og vakti okkur hressilega til umhugsunar. Hér hefur skotárásum fjölgað ískyggilega síðustu misseri, Rauðagerðismálið, skotárás á Egilsstöðum og tvær skotárásir í Reykjavík síðustu vikuna vekja okkur ugg. Nú er það svo að sjálf er undirrituð skotvopnaeigandi, stundar sjálfbærar skotveiðar og er alin upp við að umgangast skotvopn af virðingu. Skotvopn eru í eðli sínu ekki hættuleg frekar en bifreiðar eða hnífapör. Það er almennt mannanna verk ef skaði hlýst af meðferð þeirra. Það er mér mikið kappsmál að Ísland sýni frumkvæði í því að tryggja öryggi borgaranna og hef ég aldrei haft trú á að vopnvæðing lögreglu sé svar við auknu ofbeldi á landinu. Það að lögregla og glæpaklíkur fari í vígbúnaðarkapphlaup er einfaldlega ekki til þess fallið að draga úr ofbeldi eða auka öryggi landsmanna. Eitt af mínum fyrstu verkum eftir að ég settist á þing var að hefja undirbúning að frumvarpi um endurskoðun skotvopnalaga. Það hefur verið mín tilfinning lengi að mikið sé af óskráðum skotvopnum í landinu en áhugavert er að ekki ber saman skoðun lögreglu og almennings um hversu algengt sé að skotvopn séu óskráð í landinu. Ástæður óskráðar skotvopna geta verið ólíkar, andvaraleysi aðstandenda við fráfall skráðs eiganda, smygl og þjófnaður svo eitthvað sé nefnt. Í undirbúningsvinnu minni við frumvarpið kynnti ég mér löggjöf nágrannalanda. Borið hefur á því á Norðurlöndum að svokölluð „óvirk skotvopn“ séu keypt frá Austur Evrópu en þá er hægt að komast hjá hefðbundnu ferli um kaup á skotvopnum. Það þarf hins vegar litla þekkingu til þess að breyta vopnunum með einföldum hætti til þess að gera þau virk. Árið 2017 bauðst Áströlum að skila inn óskráðum og ólöglegum skotvopnum án eftirmála en þetta var í annað sinn sem slíkt átak var gert í Ástralíu og skiluðu sér alls um 57.000 skotvopn inn til yfirvalda. Eftir hryðjuverkaárás í Nýja-Sjálandi árið 2019 þar sem rúmlega 50 voru myrt í skotárásum bauðst fólki að skila inn ákveðnum tegundum skotvopna gegn greiðslu eftir að lögum var breytt og þau hert. Einnig gafst fólki kostur á að skila inn óskráðum vopnum án yfirheyrslu og voru yfir 50.000 skotvopnum þannig skilað inn til lögreglu. Sambærilegt átak var í Svíþjóð árið 2014 og skilaði það yfir 15.000 skotvopnum til yfirvalda. Eftir gott samtal við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákvað ég að leggja ekki fram frumvarpið þar sem stjórnarfrumvarp um endurskoðun skotvopnalaga er í farvatninu. Ég mun hins vegar halda málinu vakandi og fylgja því eftir inni á þingi þar sem alvarleiki málsins er með þeim hætti að við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Það verður aldrei hægt að koma að fullu í veg fyrir skotárásir en með ábyrgri löggjöf á átaki í eftirliti og umsýslu má hins vegar draga úr líkum á misnotkun skotvopna og þannig bjarga mannslífum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun