Þurfum kannski að hafa aðeins meira kontról á okkar leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2022 21:19 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var vægast satt ósáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var eðlilega svekktur með þriggja marka tap sinna manna gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi gerst sekir um of mörg aulamistök. „Svona ef við horfum á þetta strax eftir leik þá erum við að klikka á mikið af dauðafærum í seinni hálfleiknum sérstaklega,“ sagði Halldór að leik loknum. „Við erum líka með of marga tæknifeila. Það er kannski það sem klárar okkur. Við fáum 30 mörk á okkur sem er ekkert líkt okkur heldur, en leikurinn var hraður og við hefðum auðveldlega getað skorað 33 mörk í kvöld.“ „En svo eru þetta líka einföld mistök varnarlega á sama tíma og við erum að klikka á hinum endanum. Við komum samt til baka og þá förum við aftur að gera okkur seka um aulamistök. Það var margt sem var fínt en þetta svíður samt svona strax eftir leik. Þrjú víti og öll þessi dauðafæri.“ Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleikinn, en Haukarnir sigu fram úr snemma í síðari hálfleik þegar Aron Rafn Eðvaldsson gjörsamlega lokaði búrinu. Halldór segir að þrátt fyrir að Aron sé góður markvörður, þá geti Selfyssingar líka sjálfum sér um kennt. „Við vitum að Aron er frábær markmaður og allt það. En við erum að skjóta mikið á fyrsta tempói og í millihæð. Við erum að skjóta beint út frá hendi og taka skot sem góðir markmenn taka bara.“ „Það svíður auðvitað af því að við erum að skjóta á þrjá góða markmenn á æfingum og eigum að vita þetta. Við eigum bara að gera betur í þessum dauðafærum.“ Selfyssingar hafa oftar en einu sinni misst jafnan leik niður í nokkuð stórt tap á þessu tímabili og það virtist stefna í það í dag. Þeir komu þó til baka og gerðu þetta að leik aftur, en Halldór segir að liðið verði að reyna að eyða þessum kafla úr sínum leik. „Snemma í vetur voru auðvitað allt of oft of miklar sveiflur í okkar leik. Það orsakaðist kannski að einhverju leiti af því að okkur vantaði gríðarlegan fjölda af leikmönnum.“ „Þennan síðasta eina og hálfan mánuð vorum við samt bara helvíti góðir og söfnuðum alveg fullt af stigum. Þessi frammistaða í dag var kannski ekkert langt frá því að mörgu leiti. Betri heldur en var í upphafi tímabils allavega.“ „En við þurfum kannski að hafa aðeins meira kontról á okkar leik og við erum alltaf að reyna að vinna í því. Það var sérstaklega í seinni hálfleik sem við missum leikin svolítið frá okkur, en eins og ég segi þá er það aðallega af því að við erum að klikka á mikið af dauðafærum og svekkja okkur á því varnarlega. Missum menn og erum að gera tvöfalda feila. Eins og bara með Tryggva Þóris, hann klikkar á færi og tekur það með sér í varnarleikinn og klikkar aftur. Það er kannski smá reynsluleysi sem hann lærir þá bara af með ákveðnum aldri og tíma.“ Að lokum sagði Halldór nokkur orð um Sverri Pálsson sem var að leika sinn fyrsta keppnisleik í 999 daga eftir löng og erfið meiðsli. „Við höfum tekið mjög langan tíma með Sverri á gólfinu. Hann byrjaði að æfa með okkur í nóvember og hann hefur eflst með hverri vikunni síðan þá. Við þurfum bara að passa upp á hann því hann hefur náttúrulega gríðarlega reynslu og hæfileika sem varnarmaður.“ „Hann kom mjög sterkt inn í dag og stóð sig bara vel. Ég er fyrst og fremst ánægður fyrir hans hönd að koma til baka eftir þetta langa meiðslaferðalag. Eins og þú segir, 999 dagar. Það væri einhver búinn að gefast upp. En hann er hér og fyrir það erum við ótrúlega þakklátir og ánægðir fyrir hans hönd,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 27-30 | Haukar höfðu betur í hörkuleik Haukar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 27-30, en Aron Rafn Eðvaldsson stal senunni í marki Hauka. 13. febrúar 2022 20:54 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
„Svona ef við horfum á þetta strax eftir leik þá erum við að klikka á mikið af dauðafærum í seinni hálfleiknum sérstaklega,“ sagði Halldór að leik loknum. „Við erum líka með of marga tæknifeila. Það er kannski það sem klárar okkur. Við fáum 30 mörk á okkur sem er ekkert líkt okkur heldur, en leikurinn var hraður og við hefðum auðveldlega getað skorað 33 mörk í kvöld.“ „En svo eru þetta líka einföld mistök varnarlega á sama tíma og við erum að klikka á hinum endanum. Við komum samt til baka og þá förum við aftur að gera okkur seka um aulamistök. Það var margt sem var fínt en þetta svíður samt svona strax eftir leik. Þrjú víti og öll þessi dauðafæri.“ Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleikinn, en Haukarnir sigu fram úr snemma í síðari hálfleik þegar Aron Rafn Eðvaldsson gjörsamlega lokaði búrinu. Halldór segir að þrátt fyrir að Aron sé góður markvörður, þá geti Selfyssingar líka sjálfum sér um kennt. „Við vitum að Aron er frábær markmaður og allt það. En við erum að skjóta mikið á fyrsta tempói og í millihæð. Við erum að skjóta beint út frá hendi og taka skot sem góðir markmenn taka bara.“ „Það svíður auðvitað af því að við erum að skjóta á þrjá góða markmenn á æfingum og eigum að vita þetta. Við eigum bara að gera betur í þessum dauðafærum.“ Selfyssingar hafa oftar en einu sinni misst jafnan leik niður í nokkuð stórt tap á þessu tímabili og það virtist stefna í það í dag. Þeir komu þó til baka og gerðu þetta að leik aftur, en Halldór segir að liðið verði að reyna að eyða þessum kafla úr sínum leik. „Snemma í vetur voru auðvitað allt of oft of miklar sveiflur í okkar leik. Það orsakaðist kannski að einhverju leiti af því að okkur vantaði gríðarlegan fjölda af leikmönnum.“ „Þennan síðasta eina og hálfan mánuð vorum við samt bara helvíti góðir og söfnuðum alveg fullt af stigum. Þessi frammistaða í dag var kannski ekkert langt frá því að mörgu leiti. Betri heldur en var í upphafi tímabils allavega.“ „En við þurfum kannski að hafa aðeins meira kontról á okkar leik og við erum alltaf að reyna að vinna í því. Það var sérstaklega í seinni hálfleik sem við missum leikin svolítið frá okkur, en eins og ég segi þá er það aðallega af því að við erum að klikka á mikið af dauðafærum og svekkja okkur á því varnarlega. Missum menn og erum að gera tvöfalda feila. Eins og bara með Tryggva Þóris, hann klikkar á færi og tekur það með sér í varnarleikinn og klikkar aftur. Það er kannski smá reynsluleysi sem hann lærir þá bara af með ákveðnum aldri og tíma.“ Að lokum sagði Halldór nokkur orð um Sverri Pálsson sem var að leika sinn fyrsta keppnisleik í 999 daga eftir löng og erfið meiðsli. „Við höfum tekið mjög langan tíma með Sverri á gólfinu. Hann byrjaði að æfa með okkur í nóvember og hann hefur eflst með hverri vikunni síðan þá. Við þurfum bara að passa upp á hann því hann hefur náttúrulega gríðarlega reynslu og hæfileika sem varnarmaður.“ „Hann kom mjög sterkt inn í dag og stóð sig bara vel. Ég er fyrst og fremst ánægður fyrir hans hönd að koma til baka eftir þetta langa meiðslaferðalag. Eins og þú segir, 999 dagar. Það væri einhver búinn að gefast upp. En hann er hér og fyrir það erum við ótrúlega þakklátir og ánægðir fyrir hans hönd,“ sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 27-30 | Haukar höfðu betur í hörkuleik Haukar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 27-30, en Aron Rafn Eðvaldsson stal senunni í marki Hauka. 13. febrúar 2022 20:54 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Haukar 27-30 | Haukar höfðu betur í hörkuleik Haukar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 27-30, en Aron Rafn Eðvaldsson stal senunni í marki Hauka. 13. febrúar 2022 20:54