Innlent

Sonur Lilju Rannveigar við góða heilsu eftir slys

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Lilja Rannveig ásamt fjölskyldu sinni í fjárhúsinu. 
Lilja Rannveig ásamt fjölskyldu sinni í fjárhúsinu.  Mynd/Aðsend

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir betur hafa farið en á horfðist þegar sonur hennar slasaðist í fjárhúsum í gær. Hún segir það helst hafa verið áfall en strákurinn er nú við góða heilsu.

Lilja greindi frá atvikinu á Facebook síðu sinni fyrr í dag en sonur hennar hafði verið að aðstoða í fjárhúsunum heima þegar slysið varð. Hann hafði þá flækt fingurna í keðju á lyftara og skar framan af þremur fingrum.

„Eftir sjúkrabílaferð til Reykjavíkur og vel heppnaða aðgerð í nótt er líklegt að það muni ekki sjást á fingrunum í framtíðinni að þetta hafi átt sér stað,“ segir Lilja.

Í samtali við fréttastofu segir Lilja að sonur hennar beri sig vel en þau eru komin aftur heim í faðm fjölskyldunnar.

„Hann er mjög sáttur,“ segir Lilja og bætir við að hann hafi til að mynda verið hæst ánægður með að fá að horfa á iPad fram yfir háttatímann.

Hún þakkar því að betur fór en á horfðist og kann heilbrigðisstarfsmönnum og viðbragðsaðilum miklar þakkir.

Haukur, sonur Lilju, er vanur í fjárhúsinu. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×