Rangnick: Líka Solskjær að kenna ef við náum ekki Meistaradeildarsæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2022 15:30 Það er ekki að ganga alveg nógu vel hjá Manchester United undir stjórn Ralf Rangnick. AP/Jon Super Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar ekki að taka einn ábyrgð á því ef lið hans tekst ekki að tryggja sér sæti meðal fjögurra efstu í ensku úrvalsdeildinni í vor. Fjögur efstu sætin skila sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili og skipta félögin gríðarlega miklu máli. United liðið tapaði enn einu sinni stigum um helgina og það verður erfitt verkefni hjá liðinu að komast í Meistaradeildarsæti. Rangnick believes Solskjaer will have to shoulder some of the blame if Man United miss out on a UCL place this season pic.twitter.com/VEADNCfvCh— ESPN UK (@ESPNUK) February 14, 2022 Ralf Rangnick tók við liði Manchester United af Norðmanninum Ole Gunnar Solskjær í lok nóvember og á að stýra því út þetta tímabil. Hann viðurkennir að hann hafi áhyggjur af því að United nái ekki einu af fjórum efstu sætunum. „Það hefur verið áhyggjuefni að ná ekki Meistaradeildarsæti síðan Ole fór,“ sagði Ralf Rangnick við ESPN. Hann er á því að það sé líka Solskjær að kenna ef liðið nái ekki Meistaradeildarsæti. „Það var ein af ástæðunum að hann varð að fara og úrslit eins og í þessum leik á móti Southampton gera hlutina ekki auðveldari,“ sagði Rangnick. Solskjær var rekinn eftir fimm tapleiki í sjö deildarleikjum. Manchester United have been urged to sack Ralf Rangnick following an inconsistent run of form since the German manager was brought in to replace Ole Gunnar Solskjaer. Here's what was said! https://t.co/jSeP0aA4vd pic.twitter.com/Ik8tYT39Qi— Kick Off (@KickOffMagazine) February 14, 2022 United vann þrjá af fyrstu fjórum deildarleikjum sínum undir stjórn Rangnick en hefur aðeins unnið tvo af síðustu sex. Liðið hefur samt aðeins tapað einum deildarleik síðan hann tók við. United menn komust 1-0 yfir í þriðja leiknum í röð en misstu hann niður í jafntefli eins og hina tvo. Í þeim fyrsta af þessum þremur tapaði United fyrir Middlesbrough í vítakeppni í enska bikarnum en í síðustu tveimur tapaði liðið fjórum stigum í leikjum á móti Burnley og Southampton. „Við verðum að horfast í auga við þessa stöðu. Svona er staðreynd málsins og svona úrslit gera okkur ekki auðveldara fyrir að ná þessu fjórða sæti,“ sagði Rangnick. Liðið er að missa niður forystu og hann hefur áhyggjur af forminu. „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég ekki viss um að liðið sé í nógu góðu formi til að spila af því að ég kom hingað á miðju tímabili. Ég fékk því ekkert undirbúningstímabil og í raun voru þetta bara tvær vikur sem við gátum æft á eðlilegan hátt,“ sagði Rangnick. Solskjær er ekki lengur í starfi á Old Trafford en það er ljóst að hann verður áfram blóraböggull fari allt á versta veg í vor. Manchester United 10-game Rolling xG Trendline, Premier League 2021/22Results may be patchy, but Ralf Rangnick has at least gone some way to reversing the slide in performance levels seen at the end of Ole Gunnar Solskjær's tenure pic.twitter.com/5Cq3hybpga— StatsBomb (@StatsBomb) February 14, 2022 Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Fjögur efstu sætin skila sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili og skipta félögin gríðarlega miklu máli. United liðið tapaði enn einu sinni stigum um helgina og það verður erfitt verkefni hjá liðinu að komast í Meistaradeildarsæti. Rangnick believes Solskjaer will have to shoulder some of the blame if Man United miss out on a UCL place this season pic.twitter.com/VEADNCfvCh— ESPN UK (@ESPNUK) February 14, 2022 Ralf Rangnick tók við liði Manchester United af Norðmanninum Ole Gunnar Solskjær í lok nóvember og á að stýra því út þetta tímabil. Hann viðurkennir að hann hafi áhyggjur af því að United nái ekki einu af fjórum efstu sætunum. „Það hefur verið áhyggjuefni að ná ekki Meistaradeildarsæti síðan Ole fór,“ sagði Ralf Rangnick við ESPN. Hann er á því að það sé líka Solskjær að kenna ef liðið nái ekki Meistaradeildarsæti. „Það var ein af ástæðunum að hann varð að fara og úrslit eins og í þessum leik á móti Southampton gera hlutina ekki auðveldari,“ sagði Rangnick. Solskjær var rekinn eftir fimm tapleiki í sjö deildarleikjum. Manchester United have been urged to sack Ralf Rangnick following an inconsistent run of form since the German manager was brought in to replace Ole Gunnar Solskjaer. Here's what was said! https://t.co/jSeP0aA4vd pic.twitter.com/Ik8tYT39Qi— Kick Off (@KickOffMagazine) February 14, 2022 United vann þrjá af fyrstu fjórum deildarleikjum sínum undir stjórn Rangnick en hefur aðeins unnið tvo af síðustu sex. Liðið hefur samt aðeins tapað einum deildarleik síðan hann tók við. United menn komust 1-0 yfir í þriðja leiknum í röð en misstu hann niður í jafntefli eins og hina tvo. Í þeim fyrsta af þessum þremur tapaði United fyrir Middlesbrough í vítakeppni í enska bikarnum en í síðustu tveimur tapaði liðið fjórum stigum í leikjum á móti Burnley og Southampton. „Við verðum að horfast í auga við þessa stöðu. Svona er staðreynd málsins og svona úrslit gera okkur ekki auðveldara fyrir að ná þessu fjórða sæti,“ sagði Rangnick. Liðið er að missa niður forystu og hann hefur áhyggjur af forminu. „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég ekki viss um að liðið sé í nógu góðu formi til að spila af því að ég kom hingað á miðju tímabili. Ég fékk því ekkert undirbúningstímabil og í raun voru þetta bara tvær vikur sem við gátum æft á eðlilegan hátt,“ sagði Rangnick. Solskjær er ekki lengur í starfi á Old Trafford en það er ljóst að hann verður áfram blóraböggull fari allt á versta veg í vor. Manchester United 10-game Rolling xG Trendline, Premier League 2021/22Results may be patchy, but Ralf Rangnick has at least gone some way to reversing the slide in performance levels seen at the end of Ole Gunnar Solskjær's tenure pic.twitter.com/5Cq3hybpga— StatsBomb (@StatsBomb) February 14, 2022
Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira