Variety segir frá þessu, en þær munu hver um sig sjá um hlutverk kynnis í einn klukkutíma, en útsendingin stendur í samtals þrjá tíma.
Reiknað er með að formlega verði greint frá valinu á kynnum hátíðarinnar í morgunþættinum Good Morning America síðar í dag.
Framleiðslufyrirtæki Will Packer, sem stendur meðal annars að baki myndinni Girls Trip, framleiðir Óskarsverðlaunahátíðina í ár. Leikkonan Regina Hall birtist meðal annars í þeirri mynd ásamt Think Like a Man, Little og Scary Movie.
Amy Schumer er einn vinsælasti grínisti Bandaríkjanna og hefur sömuleiðis leikið í myndum á borð við Trainwreck og fjölda uppistandssýninga.
Wanda Sykes er líkt og Schumer vinsæll uppistandari og handritshöfundur. Þá hefur hún leikið í þáttum eins og The New Adventures of Old Christine, Curb Your Enthusiasm og Black-ish.
Áhorf á Óskarsverðlaunahátíðina hefur mjög dregist saman á síðustu árum og vonast framleiðendur til að hægt verði snúa þróuninni við.
35 ár eru nú liðin frá því að kynnarnir á Óskarsverðlaunahátíðinni voru þrír talsins og verður þetta í fyrsta skipti sem þrjár konur verða kynnar.