Ásgeir segir framgöngu Bergsveins gegn sér ósæmilega Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2022 10:28 Ásgeir Jónsson hefur nú sent frá sér greinargerð um ásakanir Bergsveins Birgissonar en þar segir meðal annars að með ásökununum hafi hann verið dreginn inn í opinberan farsa, framganga Bergsveins gegn sér hafi verið ósæmileg og óboðleg. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur svarað ásökunum Bergsveins Birgissonar, rithöfundar og fræðimanns, um ritstuld og birtir greinargerð þar að lútandi á Vísi. Ásgeir grunar að ásakanirnar hafi öðrum þræði verið hugsaðar til að koma sér frá embætti í Seðlabankanum. Greinargerð hans er í fjórtán liðum en Ásgeiri telst svo til að ritgerð Bergsveins, sem birtist á Vísi í desember og hefur vakið mikla athygli en þar vill Bergsveinn meina að Ásgeir hafi gert sér mat úr kenningum sem finna má bók hans Leitin að Svarta víkingnum við skrif Eyjunnar hans Ingólfs sem fjallar um landnám Íslands, innihaldi 14 beinar ásakanir á hendur Ásgeiri um hugmyndastuld. „Lokaniðurstaða mín er því sú að mér er til efs að viðlíka dæmi séu til í sögu íslenskrar bókaútgáfu um jafn alvarlegar ásakanir byggðar á jafn hroðvirknislegri heimildavinnu og finna má í ritgerðinni „Stolið og rangfært“ eftir Bergsvein Birgisson. Framganga hans gegn mér í þessu máli hefur einnig verið ósæmileg og óboðleg,“ segir Ásgeir meðal annars í greinargerðinni. Ljóst má vera að hann hefur haft mikinn ama af málinu öllu sem hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum, enda einsdæmi að seðlabankastjóri sé sakaður um ritstuld af virtum fræðimanni sem Bergsveinn telst vera. „Með þessum ásökunum hef ég verið dreginn inn í opinberan farsa þar sem ýmsir leikendur hafa stigið á svið – sem vonandi hefur orðið þjóðinni til einhverrar skemmtunar í jólabókaflóðinu. Mér er þó enginn hlátur í hug enda er hér um að ræða algerlega tilhæfulausar árásir á mannorð mitt sem hafa komið illa við mína nánustu,“ segir Ásgeir. Bergsveinn kærði Ásgeir til siðanefndar Háskóla Íslands vegna málsins. Í gær spurðist svo að siðanefndin hafi öll sagt af sér eftir að hún lenti í ágreiningi við Jón Atla Benediktsson rektor sem telur siðanefndina ekki hafa neina lögsögu í málinu. Meðlimir siðanefndarinnar, sem eru Skúli Skúlason, Henry Alexander Henrysson og Sólveig Anna Bóasdóttir, töldu hins vegar að hún gæti fjallað um málið á þeim forsendum að Ásgeir sé í virku ráðningarsambandi við skólann; langtíma launalausu leyfi frá því að hann tók við stöðu seðlabankastjóra. Greinagerð Ásgeirs sem nú birtist er sú hin sama og hann hafði áður sent siðanefndinni sem málsvörn. Í henni segir Ásgeir jafnframt að ummæli Bergsveins verði ekki skilin með öðrum hætti en þeim „að hann telji að þessi meinti stuldur varði embættismissi – sem mig grunar að hafi verið hið raunverulega augnamið þessarar ritgerðar.“ Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Höfundarréttur Bókaútgáfa Tengdar fréttir Fjórtán rangfærslum Bergsveins svarað Ég er borinn alvarlegum sökum um ritstuld í ritgerð sem Bergsveinn Birgisson birti á visir.is þann 8. desember síðastliðinn. Hún ber titillinn „Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson“. 15. febrúar 2022 10:12 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Greinargerð hans er í fjórtán liðum en Ásgeiri telst svo til að ritgerð Bergsveins, sem birtist á Vísi í desember og hefur vakið mikla athygli en þar vill Bergsveinn meina að Ásgeir hafi gert sér mat úr kenningum sem finna má bók hans Leitin að Svarta víkingnum við skrif Eyjunnar hans Ingólfs sem fjallar um landnám Íslands, innihaldi 14 beinar ásakanir á hendur Ásgeiri um hugmyndastuld. „Lokaniðurstaða mín er því sú að mér er til efs að viðlíka dæmi séu til í sögu íslenskrar bókaútgáfu um jafn alvarlegar ásakanir byggðar á jafn hroðvirknislegri heimildavinnu og finna má í ritgerðinni „Stolið og rangfært“ eftir Bergsvein Birgisson. Framganga hans gegn mér í þessu máli hefur einnig verið ósæmileg og óboðleg,“ segir Ásgeir meðal annars í greinargerðinni. Ljóst má vera að hann hefur haft mikinn ama af málinu öllu sem hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum, enda einsdæmi að seðlabankastjóri sé sakaður um ritstuld af virtum fræðimanni sem Bergsveinn telst vera. „Með þessum ásökunum hef ég verið dreginn inn í opinberan farsa þar sem ýmsir leikendur hafa stigið á svið – sem vonandi hefur orðið þjóðinni til einhverrar skemmtunar í jólabókaflóðinu. Mér er þó enginn hlátur í hug enda er hér um að ræða algerlega tilhæfulausar árásir á mannorð mitt sem hafa komið illa við mína nánustu,“ segir Ásgeir. Bergsveinn kærði Ásgeir til siðanefndar Háskóla Íslands vegna málsins. Í gær spurðist svo að siðanefndin hafi öll sagt af sér eftir að hún lenti í ágreiningi við Jón Atla Benediktsson rektor sem telur siðanefndina ekki hafa neina lögsögu í málinu. Meðlimir siðanefndarinnar, sem eru Skúli Skúlason, Henry Alexander Henrysson og Sólveig Anna Bóasdóttir, töldu hins vegar að hún gæti fjallað um málið á þeim forsendum að Ásgeir sé í virku ráðningarsambandi við skólann; langtíma launalausu leyfi frá því að hann tók við stöðu seðlabankastjóra. Greinagerð Ásgeirs sem nú birtist er sú hin sama og hann hafði áður sent siðanefndinni sem málsvörn. Í henni segir Ásgeir jafnframt að ummæli Bergsveins verði ekki skilin með öðrum hætti en þeim „að hann telji að þessi meinti stuldur varði embættismissi – sem mig grunar að hafi verið hið raunverulega augnamið þessarar ritgerðar.“
Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Höfundarréttur Bókaútgáfa Tengdar fréttir Fjórtán rangfærslum Bergsveins svarað Ég er borinn alvarlegum sökum um ritstuld í ritgerð sem Bergsveinn Birgisson birti á visir.is þann 8. desember síðastliðinn. Hún ber titillinn „Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson“. 15. febrúar 2022 10:12 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Fjórtán rangfærslum Bergsveins svarað Ég er borinn alvarlegum sökum um ritstuld í ritgerð sem Bergsveinn Birgisson birti á visir.is þann 8. desember síðastliðinn. Hún ber titillinn „Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson“. 15. febrúar 2022 10:12
Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43