Var kominn á hættulegan stað Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2022 11:31 Vilhelm Neto hefur hreinlega slegið í gegn síðust ár hér á landi. Vísir/vilhelm Vilhelm Neto er einn vinsælasti skemmtikraftur landsins sem hefur meðal annars vakið mikla athygli í síðustu tveimur Áramótaskaupum. Vilhelm er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Villi meðal annars yfir andlega heilsu og mikilvægi þess að huga vel að henni. Hann hefur glímt sjálfur við þunglyndi í töluverðan tíma og hefur sú vinna verið honum erfið á köflum. „Þetta hefur gengið tiltölulega vel. Ég er á lyfjum og hef síðan verið að hitta sálfræðinginn minn núna í janúar aftur. Mér er mjög annt um andlega heilsu fólks og það sé hægt að tala um það opinberlega, sérstaklega hjá ungum karlmönnum því karlar reyna oft því miður að harka hlutina af sér og það hjálpar voðalega lítið,“ segir Vilhelm og heldur áfram. „Ég hef átt mjög erfiða daga í gegnum ævina, ekkert nýlega eftir að ég fór að læra að takast á við þá á heilbrigðan máta. Ég er mjög þakklátur Kvíðameðferðastöðinni og sálfræðingnum mínum fyrir að halda mér á lífi. Stundum getur bara verið mjög erfitt að vera til og sérstaklega með einhverja svona nýfundna frægð. Ég veit að frægð á Íslandi er ekkert eitthvað ruglað dæmi, en þetta er mjög lítið land.“ Klippa: Einkalífið - Vilhelm Neto Hann segir að grínið hafi oft hjálpað honum í gegnum erfiða tíma. „Með gríni kemst maður oft að því að hlutirnir eru ekki allir hræðilegir. Þegar ég var yngri var ég ég stundum kominn á hættulegan stað með þunglyndið en hef alltaf náð að vinna mig út úr því. En árið 2021 var frekar erfitt, ekki hvað varðar velgengni heldur frekar þegar kemur að einkalífinu og þá var maður smá slæmur á köflum. Mamma tekur alltaf eftir þessu. Það var allskonar erfitt í einkalífinu og ekki hjálpar að fara í sóttkví, ekki það að ég sé eitthvað á móti sóttkví, bara maður fær þá allskonar tilfinningar þar. Maður þarf að læra elska sjálfan sig og ég held að ég held að það sé það sem ég þarf að læra að leggja mest vinnu í það af því ég get átt erfitt með það og þá er mikilvægt að byrja læra elska sjálfan sig og það krefst vinnu, en það kemur.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Vilhelm einnig um upphaf hans í skemmtanabransanum, lífið í Portúgal, þátttöku hans í Skaupinu, uppistandið, leiklistina, framhaldið og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Í þættinum fer Villi meðal annars yfir andlega heilsu og mikilvægi þess að huga vel að henni. Hann hefur glímt sjálfur við þunglyndi í töluverðan tíma og hefur sú vinna verið honum erfið á köflum. „Þetta hefur gengið tiltölulega vel. Ég er á lyfjum og hef síðan verið að hitta sálfræðinginn minn núna í janúar aftur. Mér er mjög annt um andlega heilsu fólks og það sé hægt að tala um það opinberlega, sérstaklega hjá ungum karlmönnum því karlar reyna oft því miður að harka hlutina af sér og það hjálpar voðalega lítið,“ segir Vilhelm og heldur áfram. „Ég hef átt mjög erfiða daga í gegnum ævina, ekkert nýlega eftir að ég fór að læra að takast á við þá á heilbrigðan máta. Ég er mjög þakklátur Kvíðameðferðastöðinni og sálfræðingnum mínum fyrir að halda mér á lífi. Stundum getur bara verið mjög erfitt að vera til og sérstaklega með einhverja svona nýfundna frægð. Ég veit að frægð á Íslandi er ekkert eitthvað ruglað dæmi, en þetta er mjög lítið land.“ Klippa: Einkalífið - Vilhelm Neto Hann segir að grínið hafi oft hjálpað honum í gegnum erfiða tíma. „Með gríni kemst maður oft að því að hlutirnir eru ekki allir hræðilegir. Þegar ég var yngri var ég ég stundum kominn á hættulegan stað með þunglyndið en hef alltaf náð að vinna mig út úr því. En árið 2021 var frekar erfitt, ekki hvað varðar velgengni heldur frekar þegar kemur að einkalífinu og þá var maður smá slæmur á köflum. Mamma tekur alltaf eftir þessu. Það var allskonar erfitt í einkalífinu og ekki hjálpar að fara í sóttkví, ekki það að ég sé eitthvað á móti sóttkví, bara maður fær þá allskonar tilfinningar þar. Maður þarf að læra elska sjálfan sig og ég held að ég held að það sé það sem ég þarf að læra að leggja mest vinnu í það af því ég get átt erfitt með það og þá er mikilvægt að byrja læra elska sjálfan sig og það krefst vinnu, en það kemur.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Vilhelm einnig um upphaf hans í skemmtanabransanum, lífið í Portúgal, þátttöku hans í Skaupinu, uppistandið, leiklistina, framhaldið og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira