Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2022 15:07 Kamila Valieva lét pressuna ekki á sig fá og átti góðan dag á skautasvellinu. getty/Matthew Stockman Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Sem kunnugt er féll Valieva á lyfjaprófi en fékk leyfi til að keppa í einstaklingskeppninni í gær. Ungur aldur hennar var þar tekinn með í reikninginn en sú rússneska er aðeins fimmtán ára. Hjartalyfið trimetzadin greindist í sýni hennar sem var tekið um jólin. Hún segir að lyfið hafi ratað í líkama hennar þegar hún drakk úr glasi afa síns. Þrátt fyrir að ákvörðunin að aflétta banni Valievu hafi verið umdeild fékk hún fínan stuðning frá áhorfendum í dag. Valieva hrasaði aðeins þegar hún reyndi við þrefaldan öxul í byrjun æfinganna en annað gekk vel hjá henni. Valievu var greinilega létt eftir æfingarnar og felldi tár á svellinu. Valieva fékk 82,16 í einkunn fyrir æfingarnar sínar í dag. Landa hennar, Anna Shcherbakova, varð önnur með 80,20 í einkunn. Kaori Sakamoto frá Japan kom á óvart með því að lenda í 3. sæti með einkunn upp á 79,84. Keppni með frjálsri aðferð fer fram á fimmtudaginn. Samanlagður árangur sker úr um það hver vinnur einstaklingskeppnina. Ef Valieva stendur uppi sem sigurvegari á fimmtudaginn, sem flestir búast við, eða kemst á verðlaunapall verður engin verðlaunaafhending því mál hennar er enn til rannsóknar. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Sem kunnugt er féll Valieva á lyfjaprófi en fékk leyfi til að keppa í einstaklingskeppninni í gær. Ungur aldur hennar var þar tekinn með í reikninginn en sú rússneska er aðeins fimmtán ára. Hjartalyfið trimetzadin greindist í sýni hennar sem var tekið um jólin. Hún segir að lyfið hafi ratað í líkama hennar þegar hún drakk úr glasi afa síns. Þrátt fyrir að ákvörðunin að aflétta banni Valievu hafi verið umdeild fékk hún fínan stuðning frá áhorfendum í dag. Valieva hrasaði aðeins þegar hún reyndi við þrefaldan öxul í byrjun æfinganna en annað gekk vel hjá henni. Valievu var greinilega létt eftir æfingarnar og felldi tár á svellinu. Valieva fékk 82,16 í einkunn fyrir æfingarnar sínar í dag. Landa hennar, Anna Shcherbakova, varð önnur með 80,20 í einkunn. Kaori Sakamoto frá Japan kom á óvart með því að lenda í 3. sæti með einkunn upp á 79,84. Keppni með frjálsri aðferð fer fram á fimmtudaginn. Samanlagður árangur sker úr um það hver vinnur einstaklingskeppnina. Ef Valieva stendur uppi sem sigurvegari á fimmtudaginn, sem flestir búast við, eða kemst á verðlaunapall verður engin verðlaunaafhending því mál hennar er enn til rannsóknar.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira