Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. febrúar 2022 19:35 Haffý segir son sinn Alexander hafa verið einstaklega rólegan á meðan á öllu þessu stóð. aðsend Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. Í byrjun árs fór Alexander Freyr, fjögurra ára gamall strákur, í hálskirtlatöku en tíu dögum síðar var ekki allt með feldu og var hann farinn að hósta blóði. Það sama hafði gerst við eldri bróður hans eftir hálskirtlatöku, sem varð þá að fara í aðgerð til að stöðva blæðinguna, og var móðir hans því fljót að leita með hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Send heim og sagt að hafa engar áhyggjur Hún segir lækninn þó hafa náð að skoða Alexander illa, sem hafi ekki viljað opna munninn fyrir hann. Haffý með syni sína tvo.vísir/egill „Og hann sagði þá bara að því það væri komið svo langt síðan, 10 dagar frá aðgerðinni, að þetta væri sennilega bara lítill flipi sem hafi losnað og blætt í kjölfarið og væri ekkert stórvægilegt og ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur,“ segir Haffý Magnúsdóttir, móðir Alexanders. Þau hafi því verið send aftur heim og læknirinn sagt að Alexander mætti meira að segja mæta í leikskólann daginn eftir ef hann væri hress. „Sama dag eftir leikskóla um fimmleytið að þá byrjar hann að æla blóði og komu hérna allavega þrjár stórar gusur í klósettið,“ segir Haffý. Alexander fór að æla blóði daginn eftir að móðir hans leitaði með hann á HHS. aðsend Segir litlu hafa munað Hún hafi þá hringt beint á sjúkrabíl. Ástandið á Alexander fór síðan versnandi í bílnum þar sem hann hélt áfram að æla blóði og var farið að líða yfir hann, líklega vegna blóðmissis. Þegar annar sjúkraflutningamannanna hafi séð það hafi hann beðið bílstjórann að gefa í. Þau náðu svo í bæinn í tæka tíð þar sem Alexander var sendur beint í bráðaaðgerð þar sem brennt var fyrir sárið. Alexander ældi miklu blóði á leiðinni í bæinn.aðsend „Við náum því sem betur fer en það mátti sennilega ekki miklu muna að það hefði endað á hinn veginn,“ segir Haffý. Læknirinn á Barnaspítalanum hafi varla trúað því að læknirinn hafi ekki sent Alexander beint í bæinn í aðgerð þegar hann hafi heyrt að hann væri að hósta blóði um nóttina. Hún segir það altalað í bænum hve léleg þjónustan sé á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og sjálf getur hún ekki hugsað sér að leita þangað aftur. „Nei, ég fer ekki, það hvarflar ekki að mér eftir þetta að fara með hvorki mig eða börnin mín til lækna hérna. Ég fer til Reykjavíkur,“ segir hún. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira
Í byrjun árs fór Alexander Freyr, fjögurra ára gamall strákur, í hálskirtlatöku en tíu dögum síðar var ekki allt með feldu og var hann farinn að hósta blóði. Það sama hafði gerst við eldri bróður hans eftir hálskirtlatöku, sem varð þá að fara í aðgerð til að stöðva blæðinguna, og var móðir hans því fljót að leita með hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Send heim og sagt að hafa engar áhyggjur Hún segir lækninn þó hafa náð að skoða Alexander illa, sem hafi ekki viljað opna munninn fyrir hann. Haffý með syni sína tvo.vísir/egill „Og hann sagði þá bara að því það væri komið svo langt síðan, 10 dagar frá aðgerðinni, að þetta væri sennilega bara lítill flipi sem hafi losnað og blætt í kjölfarið og væri ekkert stórvægilegt og ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur,“ segir Haffý Magnúsdóttir, móðir Alexanders. Þau hafi því verið send aftur heim og læknirinn sagt að Alexander mætti meira að segja mæta í leikskólann daginn eftir ef hann væri hress. „Sama dag eftir leikskóla um fimmleytið að þá byrjar hann að æla blóði og komu hérna allavega þrjár stórar gusur í klósettið,“ segir Haffý. Alexander fór að æla blóði daginn eftir að móðir hans leitaði með hann á HHS. aðsend Segir litlu hafa munað Hún hafi þá hringt beint á sjúkrabíl. Ástandið á Alexander fór síðan versnandi í bílnum þar sem hann hélt áfram að æla blóði og var farið að líða yfir hann, líklega vegna blóðmissis. Þegar annar sjúkraflutningamannanna hafi séð það hafi hann beðið bílstjórann að gefa í. Þau náðu svo í bæinn í tæka tíð þar sem Alexander var sendur beint í bráðaaðgerð þar sem brennt var fyrir sárið. Alexander ældi miklu blóði á leiðinni í bæinn.aðsend „Við náum því sem betur fer en það mátti sennilega ekki miklu muna að það hefði endað á hinn veginn,“ segir Haffý. Læknirinn á Barnaspítalanum hafi varla trúað því að læknirinn hafi ekki sent Alexander beint í bæinn í aðgerð þegar hann hafi heyrt að hann væri að hósta blóði um nóttina. Hún segir það altalað í bænum hve léleg þjónustan sé á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og sjálf getur hún ekki hugsað sér að leita þangað aftur. „Nei, ég fer ekki, það hvarflar ekki að mér eftir þetta að fara með hvorki mig eða börnin mín til lækna hérna. Ég fer til Reykjavíkur,“ segir hún.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira