Hætta að bólusetja í höllinni ári síðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. febrúar 2022 11:20 Starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafa staðið í ströngu undanfarið ár við að bólusetja landsmenn. Vísir/Vilhelm Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar 2021 og nú ári síðar stendur til að þeim muni ljúka. Þeir sem eiga eftir að fá bólusetningu eða örvunarskammt munu eftir næstu viku geta leitað til heilsugæslunnar. Stefnt er á það að eftir næstu viku verði hætt að bólusetja gegn Covid-19 í höllinni en þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Þannig verður næsta vika sú síðasta í höllinni. „Þannig við erum svona að hvetja fólk til að drífa sig. Það er svo dræm þátttaka, það eru ekki nema svona hundrað að koma á dag þannig við ætlum bara að loka. Þannig að næsta vika verður síðasta vikan,“ segir Ragnheiður. Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar í fyrra og hafa bólusetningar verið nokkuð stöðugar frá þeim tíma. Að því er kemur fram á vef covid.is hafa nú 78 prósent landsmanna verið fullbólusettir, þar af 81 prósent landsmanna fimm ára og eldri. Rúmlega 288 þúsund eru fullbólusettir. Gera ekki ráð fyrir að opna aftur Til stóð að hætta með bólusetningar í höllinni eftir áramót vegna framkvæmda á svæðinu en eftir að ákvörðun var tekin um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára var ákveðið að halda áfram. Nú stendur til að hætta en eftir næstu viku verða bólusetningarnar fluttar yfir á heilsugæslustöðvarnar. „Við ætlum bara að koma því þannig fyrir að fólk fari á sína heilsugæslustöð ef það vantar örvunarskammt og bóki bara tíma þar. Færa þetta bara yfir á heilsugæslustöðvarnar af því að þátttakan er dottin niður,“ segir Ragnheiður. „Þannig þetta er allt saman á niðurleið, það er bara jákvætt,“ segir hún enn fremur. Aðspurð um hvort það gæti komið til þess að nýta höllina aftur, til að mynda ef ákveðið verður að bólusetja yngri börn, segir Ragnheiður það ólíklegt. Þá sé sömu sögu að segja um fjórða skammtinn, sem sumir hafa fengið. „Á meðan það eru ekki alvarlegri veikindi þá er ekki talið ásættanlegt að gefa fjórða skammtinn með sama efni fyrir alla. Þannig þetta er bara allt saman á ágætri leið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Takmörkuðum hópi býðst að fá fjórða skammtinn Einstaklingar sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa fengið vissar ónæmisbælandi meðferðir á undanförnum einum til tveimur árum geta sóst eftir því að fá fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19. 3. febrúar 2022 15:26 Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39 Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. 21. janúar 2022 10:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Stefnt er á það að eftir næstu viku verði hætt að bólusetja gegn Covid-19 í höllinni en þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Þannig verður næsta vika sú síðasta í höllinni. „Þannig við erum svona að hvetja fólk til að drífa sig. Það er svo dræm þátttaka, það eru ekki nema svona hundrað að koma á dag þannig við ætlum bara að loka. Þannig að næsta vika verður síðasta vikan,“ segir Ragnheiður. Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar í fyrra og hafa bólusetningar verið nokkuð stöðugar frá þeim tíma. Að því er kemur fram á vef covid.is hafa nú 78 prósent landsmanna verið fullbólusettir, þar af 81 prósent landsmanna fimm ára og eldri. Rúmlega 288 þúsund eru fullbólusettir. Gera ekki ráð fyrir að opna aftur Til stóð að hætta með bólusetningar í höllinni eftir áramót vegna framkvæmda á svæðinu en eftir að ákvörðun var tekin um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára var ákveðið að halda áfram. Nú stendur til að hætta en eftir næstu viku verða bólusetningarnar fluttar yfir á heilsugæslustöðvarnar. „Við ætlum bara að koma því þannig fyrir að fólk fari á sína heilsugæslustöð ef það vantar örvunarskammt og bóki bara tíma þar. Færa þetta bara yfir á heilsugæslustöðvarnar af því að þátttakan er dottin niður,“ segir Ragnheiður. „Þannig þetta er allt saman á niðurleið, það er bara jákvætt,“ segir hún enn fremur. Aðspurð um hvort það gæti komið til þess að nýta höllina aftur, til að mynda ef ákveðið verður að bólusetja yngri börn, segir Ragnheiður það ólíklegt. Þá sé sömu sögu að segja um fjórða skammtinn, sem sumir hafa fengið. „Á meðan það eru ekki alvarlegri veikindi þá er ekki talið ásættanlegt að gefa fjórða skammtinn með sama efni fyrir alla. Þannig þetta er bara allt saman á ágætri leið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Takmörkuðum hópi býðst að fá fjórða skammtinn Einstaklingar sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa fengið vissar ónæmisbælandi meðferðir á undanförnum einum til tveimur árum geta sóst eftir því að fá fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19. 3. febrúar 2022 15:26 Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39 Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. 21. janúar 2022 10:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Takmörkuðum hópi býðst að fá fjórða skammtinn Einstaklingar sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa fengið vissar ónæmisbælandi meðferðir á undanförnum einum til tveimur árum geta sóst eftir því að fá fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19. 3. febrúar 2022 15:26
Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39
Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. 21. janúar 2022 10:36