Af hverju seldi meirihlutinn mjólkurkúna? Sigurður P. Sigmundsson skrifar 16. febrúar 2022 11:30 Það hefur aldrei gefist vel til framtíðar að selja bestu mjólkurkúna til að bregðast við tímabundnum vanda. Það er eins og að pissa í skóinn sinn. Nú berast þær fréttir að hagnaður HS Veitna hafi aukist um 68% á árinu 2021 og numið kr. 949 milljónum. Virði fyrirtækisins hefur þar með aukist töluvert milli ára. Hafnarfjörður fær engan arð því bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar seldi 15,4% hlut bæjarins í fyrirtækinu haustið 2020. Fullnægjandi skýringar hafa ekki fengist á því af hverju meirihlutanum lá svona mikið á að keyra þessa sölu í gegn og af hverju Kviku banki var handvalinn til að sjá um söluna. Sú skýring var gefin að salan væri gerð með hag bæjarbúa að leiðarljósi. Minnihlutinn í bæjarstjórn lagðist gegn sölunni og hélt fram mikilvægi þess að fyrir lægju ítarlegar upplýsingar og útreikningar áður en kæmi til ákvörðunar um hugsanlega sölu. Á þetta var ekki hlustað. Þegar salan fór fram var ekki ljóst hver yrðu áhrif Covid-19 faraldursins á fjárhag bæjarins. Skýringar meirihlutans á þeim tíma voru því getgátur einar enda hefur komið í ljós að áhrif faraldursins á bæjarsjóð hafa orðið mun minni en áætlað var. Margt er enn óljóst hvað varðar þessa sölu. Meirihlutinn hefur ekki gefið skýr svör um það í hvað söluandvirðinu hefur verið varið. Einhver hluti fór til greiðslu afborgana lána og einhver hluti til reksturs. Það er hins vegar ekki hægt að sjá í bókhaldi bæjarins um hvaða upphæðir er að ræða eða hvernig þeim er skipt milli áranna 2020 og 2021. Fregnir af miklum hagnaði HS Veitna benda sterklega til þess að ákvörðun meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknar um sölu á hlut bæjarins í fyrirtækinu hafi verið röng og þar með til skaða fyrir bæjarfélagið. Þá hefur Hafnarfjarðarbær ekki lengur neitt um það að segja hver þróun starfsemi HS Veitna verður á athafnasvæði þess. Reykjanesbær ákvað hins vegar að halda eignarhlut sínum í HS Veitum þrátt fyrir að vera í þrengri stöðu fjárhagslega. Er ekki bara best að meirihlutinn í Hafnarfirði taki ábyrgð á gerðum sínum? Höfundur er frambjóðandi Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Orkumál Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Það hefur aldrei gefist vel til framtíðar að selja bestu mjólkurkúna til að bregðast við tímabundnum vanda. Það er eins og að pissa í skóinn sinn. Nú berast þær fréttir að hagnaður HS Veitna hafi aukist um 68% á árinu 2021 og numið kr. 949 milljónum. Virði fyrirtækisins hefur þar með aukist töluvert milli ára. Hafnarfjörður fær engan arð því bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar seldi 15,4% hlut bæjarins í fyrirtækinu haustið 2020. Fullnægjandi skýringar hafa ekki fengist á því af hverju meirihlutanum lá svona mikið á að keyra þessa sölu í gegn og af hverju Kviku banki var handvalinn til að sjá um söluna. Sú skýring var gefin að salan væri gerð með hag bæjarbúa að leiðarljósi. Minnihlutinn í bæjarstjórn lagðist gegn sölunni og hélt fram mikilvægi þess að fyrir lægju ítarlegar upplýsingar og útreikningar áður en kæmi til ákvörðunar um hugsanlega sölu. Á þetta var ekki hlustað. Þegar salan fór fram var ekki ljóst hver yrðu áhrif Covid-19 faraldursins á fjárhag bæjarins. Skýringar meirihlutans á þeim tíma voru því getgátur einar enda hefur komið í ljós að áhrif faraldursins á bæjarsjóð hafa orðið mun minni en áætlað var. Margt er enn óljóst hvað varðar þessa sölu. Meirihlutinn hefur ekki gefið skýr svör um það í hvað söluandvirðinu hefur verið varið. Einhver hluti fór til greiðslu afborgana lána og einhver hluti til reksturs. Það er hins vegar ekki hægt að sjá í bókhaldi bæjarins um hvaða upphæðir er að ræða eða hvernig þeim er skipt milli áranna 2020 og 2021. Fregnir af miklum hagnaði HS Veitna benda sterklega til þess að ákvörðun meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknar um sölu á hlut bæjarins í fyrirtækinu hafi verið röng og þar með til skaða fyrir bæjarfélagið. Þá hefur Hafnarfjarðarbær ekki lengur neitt um það að segja hver þróun starfsemi HS Veitna verður á athafnasvæði þess. Reykjanesbær ákvað hins vegar að halda eignarhlut sínum í HS Veitum þrátt fyrir að vera í þrengri stöðu fjárhagslega. Er ekki bara best að meirihlutinn í Hafnarfirði taki ábyrgð á gerðum sínum? Höfundur er frambjóðandi Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun