Fasið breyttist í flugstöðinni og fólk tók andköf yfir Jóni Arnóri Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2022 10:30 Jón Arnór Stefánsson var besti maður mótsins á Scania Cup árið 1996. Stöð 2 Það var snemma ljóst í hvað stefndi hjá körfuboltamanninum Jóni Arnóri Stefánssyni sem fékk viðstadda til að taka andköf með tilþrifum sínum þegar KR vann Scania Cup árið 1996. Jón Arnór var valinn „Scania-kóngurinn“ á þessu norræna félagsliðamóti yngri flokka í Svíþjóð, og leiddi KR til sigurs í flokki 14 ára og yngri. „Eðlilega ættu Svíþjóð og Danmörk og fleiri að vera með einhver lið sem væru betri en við. En svo sá maður það eftir fyrstu leikina að við vorum bara betri en þeir, og Jón var bara yfirburðamaður í þessum árgangi,“ segir Helgi Már Magnússon liðsfélagi Jóns hjá KR. „Ég hef hitt menn þegar ég var að spila í Svíþjóð, gamla þjálfara og fleiri, sem muna eftir þessu. Að hafa kíkt inn í salinn og séð að það var augljóst að „Stefánsson“ væri að fara eitthvert.“ Um þetta er fjallað í fyrsta þætti nýrrar seríu um Jón Arnór sem sýnd er á miðlum Stöðvar 2. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Jón Arnór - Stækkaði á Scania Cup Lélegastur á móti auðveldum mótherjum en „stækkaði“ við áskoranir „Hann eflist bara við þá áskorun sem sett er á hann,“ segir þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson. „Ef að hann var að fara að spila við lið sem hann hafði unnið með 50 stigum tvisvar í röð, þá var hann lélegasti maður liðsins. Þá fékk hann bara ekki það „drive“ sem hann þurfti. Þegar hann fór á Scania Cup þá stækkaði hann og breikkaði, og fasið breyttist í [flugstöð] Leifs Eiríks,“ sagði Ingi. „Þetta var svona í fyrsta skipti sem að við sem lið vorum að máta okkur við bestu liðin á Norðurlöndum og hann þá við bestu leikmennina á Norðurlöndum, og ég myndi segja að hann hafi gert það með bravör enda var hann valinn besti maður mótsins og leiddi okkur til sigurs,“ sagði Benedikt Guðmundsson sem þjálfaði þá KR. „Ég man eftir einu „vá-mómenti“ þar sem hann tók knattraksæfingar í hraðaupphlaupi, eitthvað „spin“… Það var ekki bara ég sem hugsaði „vá“, það heyrðust andköf í stúkunni,“ sagði Benedikt. Jón Arnór er sex þátta sería og var fyrsti þáttur frumsýndur í gær. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum á Stöð 2 Sport kl. 20, á fimmtudögum kl. 19:10 á Stöð 2 og einnig aðgengilegir á Stöð 2 +. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Jón Arnór var valinn „Scania-kóngurinn“ á þessu norræna félagsliðamóti yngri flokka í Svíþjóð, og leiddi KR til sigurs í flokki 14 ára og yngri. „Eðlilega ættu Svíþjóð og Danmörk og fleiri að vera með einhver lið sem væru betri en við. En svo sá maður það eftir fyrstu leikina að við vorum bara betri en þeir, og Jón var bara yfirburðamaður í þessum árgangi,“ segir Helgi Már Magnússon liðsfélagi Jóns hjá KR. „Ég hef hitt menn þegar ég var að spila í Svíþjóð, gamla þjálfara og fleiri, sem muna eftir þessu. Að hafa kíkt inn í salinn og séð að það var augljóst að „Stefánsson“ væri að fara eitthvert.“ Um þetta er fjallað í fyrsta þætti nýrrar seríu um Jón Arnór sem sýnd er á miðlum Stöðvar 2. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Jón Arnór - Stækkaði á Scania Cup Lélegastur á móti auðveldum mótherjum en „stækkaði“ við áskoranir „Hann eflist bara við þá áskorun sem sett er á hann,“ segir þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson. „Ef að hann var að fara að spila við lið sem hann hafði unnið með 50 stigum tvisvar í röð, þá var hann lélegasti maður liðsins. Þá fékk hann bara ekki það „drive“ sem hann þurfti. Þegar hann fór á Scania Cup þá stækkaði hann og breikkaði, og fasið breyttist í [flugstöð] Leifs Eiríks,“ sagði Ingi. „Þetta var svona í fyrsta skipti sem að við sem lið vorum að máta okkur við bestu liðin á Norðurlöndum og hann þá við bestu leikmennina á Norðurlöndum, og ég myndi segja að hann hafi gert það með bravör enda var hann valinn besti maður mótsins og leiddi okkur til sigurs,“ sagði Benedikt Guðmundsson sem þjálfaði þá KR. „Ég man eftir einu „vá-mómenti“ þar sem hann tók knattraksæfingar í hraðaupphlaupi, eitthvað „spin“… Það var ekki bara ég sem hugsaði „vá“, það heyrðust andköf í stúkunni,“ sagði Benedikt. Jón Arnór er sex þátta sería og var fyrsti þáttur frumsýndur í gær. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum á Stöð 2 Sport kl. 20, á fimmtudögum kl. 19:10 á Stöð 2 og einnig aðgengilegir á Stöð 2 +. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira