Valieva brotnaði saman og komst ekki á verðlaunapall Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2022 14:07 Kamila Valieva var ólík sjálfri sér á skautasvellinu í dag. getty/Catherine Ivill Kamila Valieva komst ekki í verðlaunapall í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Valieva hefur verið einn umtalaðasti íþróttamaður heims undanfarna daga eftir að hún féll á lyfjaprófi þegar hjartalyf greindist í sýni hennar. Þrátt fyrir það fékk hún leyfi til að keppa áfram á Vetrarólympíuleikunum. Hún hafði þegar hjálpað Rússum að vinna gull í liðakeppninni og hún þótti lang sigurstranglegust í einstaklingskeppninni. Hin fimmtán ára Valieva var efst eftir skylduæfingarnar á þriðjudaginn og því í góðri stöðu fyrir frjálsu æfingarnar í dag. Sú rússneska náði sér hins vegar ekki á strik og datt nokkrum sinnum. Fyrir frjálsu æfingarnar fékk Valieva 141,93 í einkunn og varð í 5. sæti. Samtals fékk hún 224,09 í einkunn sem dugði henni ekki til að komast á verðlaunapall. Valieva þurfti að gera sér 4. sætið að góðu. Kastljósið hefur verið á Valievu undanfarna daga og pressan virtist bera hana ofurliði. Eftir keppnina brotnaði hún saman á skautasvellinu. Landa hennar, Anna Shcherbakova, hrósaði sigri en hún var í 2. sæti í bæði skylduæfingunum og frjálsu æfingunum. Samanlögð einkunn hennar var 255,95. Anna Shcherbakova (ROC) wins the #FigureSkating women's #Gold medal.#Beijing2022 | #StrongerTogether pic.twitter.com/SCEZnOMrhk— Olympics (@Olympics) February 17, 2022 Annar Rússi, Alexandra Trusova, varð önnur með 251,73 í heildareinkunn. Hún var í efst í frjálsu æfingunum en fjórða í skylduæfingunum. Kaori Sakamoto frá Japan endaði í 3. sæti með 233,13 í heildareinkunn. Landa hennar, Wakaba Higuchi, varð fimmta með samanlagða einkunn upp á 214,44. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Valieva hefur verið einn umtalaðasti íþróttamaður heims undanfarna daga eftir að hún féll á lyfjaprófi þegar hjartalyf greindist í sýni hennar. Þrátt fyrir það fékk hún leyfi til að keppa áfram á Vetrarólympíuleikunum. Hún hafði þegar hjálpað Rússum að vinna gull í liðakeppninni og hún þótti lang sigurstranglegust í einstaklingskeppninni. Hin fimmtán ára Valieva var efst eftir skylduæfingarnar á þriðjudaginn og því í góðri stöðu fyrir frjálsu æfingarnar í dag. Sú rússneska náði sér hins vegar ekki á strik og datt nokkrum sinnum. Fyrir frjálsu æfingarnar fékk Valieva 141,93 í einkunn og varð í 5. sæti. Samtals fékk hún 224,09 í einkunn sem dugði henni ekki til að komast á verðlaunapall. Valieva þurfti að gera sér 4. sætið að góðu. Kastljósið hefur verið á Valievu undanfarna daga og pressan virtist bera hana ofurliði. Eftir keppnina brotnaði hún saman á skautasvellinu. Landa hennar, Anna Shcherbakova, hrósaði sigri en hún var í 2. sæti í bæði skylduæfingunum og frjálsu æfingunum. Samanlögð einkunn hennar var 255,95. Anna Shcherbakova (ROC) wins the #FigureSkating women's #Gold medal.#Beijing2022 | #StrongerTogether pic.twitter.com/SCEZnOMrhk— Olympics (@Olympics) February 17, 2022 Annar Rússi, Alexandra Trusova, varð önnur með 251,73 í heildareinkunn. Hún var í efst í frjálsu æfingunum en fjórða í skylduæfingunum. Kaori Sakamoto frá Japan endaði í 3. sæti með 233,13 í heildareinkunn. Landa hennar, Wakaba Higuchi, varð fimmta með samanlagða einkunn upp á 214,44.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira