Valieva brotnaði saman og komst ekki á verðlaunapall Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2022 14:07 Kamila Valieva var ólík sjálfri sér á skautasvellinu í dag. getty/Catherine Ivill Kamila Valieva komst ekki í verðlaunapall í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Valieva hefur verið einn umtalaðasti íþróttamaður heims undanfarna daga eftir að hún féll á lyfjaprófi þegar hjartalyf greindist í sýni hennar. Þrátt fyrir það fékk hún leyfi til að keppa áfram á Vetrarólympíuleikunum. Hún hafði þegar hjálpað Rússum að vinna gull í liðakeppninni og hún þótti lang sigurstranglegust í einstaklingskeppninni. Hin fimmtán ára Valieva var efst eftir skylduæfingarnar á þriðjudaginn og því í góðri stöðu fyrir frjálsu æfingarnar í dag. Sú rússneska náði sér hins vegar ekki á strik og datt nokkrum sinnum. Fyrir frjálsu æfingarnar fékk Valieva 141,93 í einkunn og varð í 5. sæti. Samtals fékk hún 224,09 í einkunn sem dugði henni ekki til að komast á verðlaunapall. Valieva þurfti að gera sér 4. sætið að góðu. Kastljósið hefur verið á Valievu undanfarna daga og pressan virtist bera hana ofurliði. Eftir keppnina brotnaði hún saman á skautasvellinu. Landa hennar, Anna Shcherbakova, hrósaði sigri en hún var í 2. sæti í bæði skylduæfingunum og frjálsu æfingunum. Samanlögð einkunn hennar var 255,95. Anna Shcherbakova (ROC) wins the #FigureSkating women's #Gold medal.#Beijing2022 | #StrongerTogether pic.twitter.com/SCEZnOMrhk— Olympics (@Olympics) February 17, 2022 Annar Rússi, Alexandra Trusova, varð önnur með 251,73 í heildareinkunn. Hún var í efst í frjálsu æfingunum en fjórða í skylduæfingunum. Kaori Sakamoto frá Japan endaði í 3. sæti með 233,13 í heildareinkunn. Landa hennar, Wakaba Higuchi, varð fimmta með samanlagða einkunn upp á 214,44. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira
Valieva hefur verið einn umtalaðasti íþróttamaður heims undanfarna daga eftir að hún féll á lyfjaprófi þegar hjartalyf greindist í sýni hennar. Þrátt fyrir það fékk hún leyfi til að keppa áfram á Vetrarólympíuleikunum. Hún hafði þegar hjálpað Rússum að vinna gull í liðakeppninni og hún þótti lang sigurstranglegust í einstaklingskeppninni. Hin fimmtán ára Valieva var efst eftir skylduæfingarnar á þriðjudaginn og því í góðri stöðu fyrir frjálsu æfingarnar í dag. Sú rússneska náði sér hins vegar ekki á strik og datt nokkrum sinnum. Fyrir frjálsu æfingarnar fékk Valieva 141,93 í einkunn og varð í 5. sæti. Samtals fékk hún 224,09 í einkunn sem dugði henni ekki til að komast á verðlaunapall. Valieva þurfti að gera sér 4. sætið að góðu. Kastljósið hefur verið á Valievu undanfarna daga og pressan virtist bera hana ofurliði. Eftir keppnina brotnaði hún saman á skautasvellinu. Landa hennar, Anna Shcherbakova, hrósaði sigri en hún var í 2. sæti í bæði skylduæfingunum og frjálsu æfingunum. Samanlögð einkunn hennar var 255,95. Anna Shcherbakova (ROC) wins the #FigureSkating women's #Gold medal.#Beijing2022 | #StrongerTogether pic.twitter.com/SCEZnOMrhk— Olympics (@Olympics) February 17, 2022 Annar Rússi, Alexandra Trusova, varð önnur með 251,73 í heildareinkunn. Hún var í efst í frjálsu æfingunum en fjórða í skylduæfingunum. Kaori Sakamoto frá Japan endaði í 3. sæti með 233,13 í heildareinkunn. Landa hennar, Wakaba Higuchi, varð fimmta með samanlagða einkunn upp á 214,44.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira