Rússar gagnrýna stuðningsyfirlýsingu Guðna forseta Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2022 18:06 Guðni Th. forseti Íslands bað Rússa að virða sjálfstæði Úkraínu í gær. Vísir/Vilhelm Rússneska sendiráðið á Íslandi segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með stuðningsyfirlýsingu forseta Íslands. Forseti lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í gær og bað Rússa um að draga úr viðbúnaði við landamæri landsins. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendi Vólódómír Selenskí forseta Úkraínu kveðju á Twitter-síðu sinni í gær. Þar minnti hann á að Íslendingar væru aðilar að Atlantshafsbandalaginu og kvað þjóðina standa með ríkjum bandalagsins, sem hafa ítrekað beðið Rússa um að draga úr hernaðaruppbyggingu við landamæri Úkraínu. Úkraínuforseti þakkaði Guðna fyrir stuðninginn örfáum klukkustundum síðar. Hann kvað sterka stöðu Úkraínu og samheldni ríkja vera lykilinn að friði og öryggi þjóða í Evrópu. I am grateful to the President of Iceland @PresidentISL for his words of support and unity with 🇺🇦! Strong Ukraine and solidarity of international partners is the key to peace and security in Europe. 🇺🇦🤝🇮🇸 #StrongerTogether— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 16, 2022 Þessu virðast Rússar ekki hafa tekið vel ef marka má færslu á Facebook-síðu rússneska sendiráðsins á Íslandi. Þar lýsa þeir yfir vonbrigðum með Guðna og sögðu að um væri að ræða einhliða og hlutdræga nálgun á málefninu. Rússar segja að Vesturveldin hafi ekki fylgt samþykktum Minsk-sáttmálans, sem undirritaður var af Sameinuðu þjóðunum árið 2015, sem miðaði að því að leysa ágreining á landamærum Úkraínu og með því aukið spennu. Vesturveldin hafi ítrekað sent herþotur og vopn til landsins á þessu ári. Mikil spenna hefur verið á landamærum Rússlands og Úkraínu síðustu vikur. Þeir fyrrnefndu eru taldir hafa komið fyrir um 150 þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu auk vopna og hernaðargagna. Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að líklegt sé að Rússar hyggist ráðast inn í Úkraínu, jafnvel á næstu dögum, en Rússar hafa vísað ásökunum á bug. Ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur krafist þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla framtíð og að NATO fjarlægi alla hermenn og vopn úr Austur-Evrópu. Þeim kröfum hefur NATO hins vegar hafnað á þeim grundvelli að þær fari gegn grunngildum NATO um sjálfsákvörðunarrétt ríkja. Úkraína Forseti Íslands Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25 Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05 „Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendi Vólódómír Selenskí forseta Úkraínu kveðju á Twitter-síðu sinni í gær. Þar minnti hann á að Íslendingar væru aðilar að Atlantshafsbandalaginu og kvað þjóðina standa með ríkjum bandalagsins, sem hafa ítrekað beðið Rússa um að draga úr hernaðaruppbyggingu við landamæri Úkraínu. Úkraínuforseti þakkaði Guðna fyrir stuðninginn örfáum klukkustundum síðar. Hann kvað sterka stöðu Úkraínu og samheldni ríkja vera lykilinn að friði og öryggi þjóða í Evrópu. I am grateful to the President of Iceland @PresidentISL for his words of support and unity with 🇺🇦! Strong Ukraine and solidarity of international partners is the key to peace and security in Europe. 🇺🇦🤝🇮🇸 #StrongerTogether— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 16, 2022 Þessu virðast Rússar ekki hafa tekið vel ef marka má færslu á Facebook-síðu rússneska sendiráðsins á Íslandi. Þar lýsa þeir yfir vonbrigðum með Guðna og sögðu að um væri að ræða einhliða og hlutdræga nálgun á málefninu. Rússar segja að Vesturveldin hafi ekki fylgt samþykktum Minsk-sáttmálans, sem undirritaður var af Sameinuðu þjóðunum árið 2015, sem miðaði að því að leysa ágreining á landamærum Úkraínu og með því aukið spennu. Vesturveldin hafi ítrekað sent herþotur og vopn til landsins á þessu ári. Mikil spenna hefur verið á landamærum Rússlands og Úkraínu síðustu vikur. Þeir fyrrnefndu eru taldir hafa komið fyrir um 150 þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu auk vopna og hernaðargagna. Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að líklegt sé að Rússar hyggist ráðast inn í Úkraínu, jafnvel á næstu dögum, en Rússar hafa vísað ásökunum á bug. Ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur krafist þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla framtíð og að NATO fjarlægi alla hermenn og vopn úr Austur-Evrópu. Þeim kröfum hefur NATO hins vegar hafnað á þeim grundvelli að þær fari gegn grunngildum NATO um sjálfsákvörðunarrétt ríkja.
Úkraína Forseti Íslands Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25 Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05 „Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25
Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05
„Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31