Handbolti

Fjórða tap Orra og félaga í röð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í Elverum máttu sætta sig við naumt tap í kvöld.
Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í Elverum máttu sætta sig við naumt tap í kvöld. https://www.ostlendingen.no/

Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í Elverum töpuðu sínum fjórða leik í röð í Meistaradeild Evrópu þegar liðið tók á móti þýska liðinu Kiel í kvöld, en lokatölur urðu 31-30, Kiel í vil.

Heimamenn í Elverum skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins, en þrátt fyrir það var mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik. Munurinn varð aldrei meiri en þrjú mörk fyrir hlé, en staðan var 15-14, Elverum í vil, þegar gengið var til búningsherbergja.

Gestirnir í Kiel náðu yfirhöndinni í síðari hálfleik og það sem eftir lifði leiks voru liðsmenn Elverum að elta. Gestirnir náðu loks þriggja marka forskoti í stöðunni 30-27 þegar um sjö mínútur voru til leiksloka, en heimamenn skoruðu næstu þrjú mörk og jöfnuðu leikinn.

Það voru þó gestirnir í Kiel sem reyndust sterkari á lokametrunum og unnu að lokum nauman eins marks sigur, 31-30.

Orri og félagar sitja nú í fimmta sæti A-riðils með átta stig eftir 11 leiki, sjö stigum minna en Kiel sem situr sæti ofar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×