Tilboð í Hornafjarðarfljót hátt yfir kostnaðaráætlun Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2022 21:33 Fyrirhuguð brú yfir Hornafjarðarfljót. Þrjár aðrar brýr verða reistar á vegarkaflanum. Vegagerðin Lægsta tilboð í gerð nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins hljóðar upp á átta og hálfan milljarð króna og reyndist einum og hálfum milljarði króna yfir kostnaðaráætlun. Þetta er fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að með nýjum vegi þvert yfir Hornafjörð ásamt smíði fjögurra brúa sé ætlunin að stytta hringveginn um tólf kílómetra og miða áætlanir við að ljúka verkinu árið 2025. Vegamálastjóri segir útboðið marka tímamót sem það fyrsta á grundvelli laga um samvinnuverkefni þar sem verktaka er bæði ætlað að vinna verkið og fjármagna það að hluta. Tilboðin eru í framkvæmd og fjármögnun verksins.Grafík/Kristján Jónsson Þegar tilboð voru opnuð í dag reyndist áætlaður verktakakostnaður nærri 7 milljarðar króna. Tvö tilboð bárust, það lægra frá Ístaki upp á tæpa 8,5 milljarða króna, eða 21,5 prósenti yfir kostnaðaráætlun. Hærra tilboðið áttu ÞG verktakar upp á nærri 9,8 milljarða króna. Þriðji verktakinn, sem komst í gegnum forval, sendi ekki inn tilboð. Fjárhæðir innifela framkvæmdakostnað og fjármagnskostnað verkefnisins, á framkvæmdatíma og til 25 ára. En eru tilboðin vonbrigði? „Ég ætla ekki að segja að þau séu vonbrigði. Ég er nú eiginlega ekki búin að hafa þessi tilboð undir höndum nema circa klukkutíma þannig að við eigum nú eftir að skoða þau betur. En ég skal alveg viðurkenna að við höfðum vonast eftir lægri tölum. En svo á maður eftir að sjá betur hvernig þetta er samansett,“ svarar Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Tölvuteikning af nýrri leið yfir Hornafjörð. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr og nítján kílómetrar af nýjum vegum.Vegagerðin Þegar tilboð eru svo hátt yfir kostnaðaráætlun vaknar sú spurning: Mun Vegagerðin hafna þeim og hugsanlega bjóða verkið aftur út síðar? „Það er bara algerlega óskrifað blað hvernig verður farið með það,“ svarar Bergþóra. Tvö önnur samvinnuverkefni eru einnig komin í ferli, vegur yfir Öxi og ný Ölfusárbrú. „Við erum búin að halda kynningarfund fyrir Öxi og munum halda kynningarfund fyrir Ölfusárbrú núna á föstudaginn. Þar með eru þau verkefni farin af stað.“ Framundan séu svokallaðar samkeppnisviðræður, að sögn Bergþóru. „Ef Guð lofar og allt gengur vel, þá verðum við í svipaðri stöðu með þessi verkefni í febrúar á næsta ári og við erum með Hornafjörð í dag,“ segir vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Vegtollar Hornafjörður Múlaþing Árborg Ölfus Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05 Fjórir verktakar sóttu um að brúa Hornafjörð með einkafjármögnun Fjórir aðilar skiluðu inn umsókn til Vegagerðarinnar um þátttöku í innkaupaferli vegna nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót en frestur rann út í gær. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 7. júlí 2021 13:45 Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári. 5. maí 2020 19:20 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fleiri fréttir Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að með nýjum vegi þvert yfir Hornafjörð ásamt smíði fjögurra brúa sé ætlunin að stytta hringveginn um tólf kílómetra og miða áætlanir við að ljúka verkinu árið 2025. Vegamálastjóri segir útboðið marka tímamót sem það fyrsta á grundvelli laga um samvinnuverkefni þar sem verktaka er bæði ætlað að vinna verkið og fjármagna það að hluta. Tilboðin eru í framkvæmd og fjármögnun verksins.Grafík/Kristján Jónsson Þegar tilboð voru opnuð í dag reyndist áætlaður verktakakostnaður nærri 7 milljarðar króna. Tvö tilboð bárust, það lægra frá Ístaki upp á tæpa 8,5 milljarða króna, eða 21,5 prósenti yfir kostnaðaráætlun. Hærra tilboðið áttu ÞG verktakar upp á nærri 9,8 milljarða króna. Þriðji verktakinn, sem komst í gegnum forval, sendi ekki inn tilboð. Fjárhæðir innifela framkvæmdakostnað og fjármagnskostnað verkefnisins, á framkvæmdatíma og til 25 ára. En eru tilboðin vonbrigði? „Ég ætla ekki að segja að þau séu vonbrigði. Ég er nú eiginlega ekki búin að hafa þessi tilboð undir höndum nema circa klukkutíma þannig að við eigum nú eftir að skoða þau betur. En ég skal alveg viðurkenna að við höfðum vonast eftir lægri tölum. En svo á maður eftir að sjá betur hvernig þetta er samansett,“ svarar Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Tölvuteikning af nýrri leið yfir Hornafjörð. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr og nítján kílómetrar af nýjum vegum.Vegagerðin Þegar tilboð eru svo hátt yfir kostnaðaráætlun vaknar sú spurning: Mun Vegagerðin hafna þeim og hugsanlega bjóða verkið aftur út síðar? „Það er bara algerlega óskrifað blað hvernig verður farið með það,“ svarar Bergþóra. Tvö önnur samvinnuverkefni eru einnig komin í ferli, vegur yfir Öxi og ný Ölfusárbrú. „Við erum búin að halda kynningarfund fyrir Öxi og munum halda kynningarfund fyrir Ölfusárbrú núna á föstudaginn. Þar með eru þau verkefni farin af stað.“ Framundan séu svokallaðar samkeppnisviðræður, að sögn Bergþóru. „Ef Guð lofar og allt gengur vel, þá verðum við í svipaðri stöðu með þessi verkefni í febrúar á næsta ári og við erum með Hornafjörð í dag,“ segir vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Vegtollar Hornafjörður Múlaþing Árborg Ölfus Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05 Fjórir verktakar sóttu um að brúa Hornafjörð með einkafjármögnun Fjórir aðilar skiluðu inn umsókn til Vegagerðarinnar um þátttöku í innkaupaferli vegna nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót en frestur rann út í gær. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 7. júlí 2021 13:45 Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári. 5. maí 2020 19:20 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fleiri fréttir Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Sjá meira
Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05
Fjórir verktakar sóttu um að brúa Hornafjörð með einkafjármögnun Fjórir aðilar skiluðu inn umsókn til Vegagerðarinnar um þátttöku í innkaupaferli vegna nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót en frestur rann út í gær. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 7. júlí 2021 13:45
Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári. 5. maí 2020 19:20
Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45