Dagný fimmtíu sekúndur að skora sigurmark Íslands Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2022 07:01 Íslenska liðið fagnar marki Dagnýjar Brynjarsdóttur strax í upphafi leiksins við Nýja-Sjáland. Getty/Omar Vega Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk draumabyrjun í fyrsta leik sínum í SheBelieves Cup í Bandaríkjunum í nótt þegar liðið vann Nýja-Sjáland, 1-0. Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark leiksins, í sínum 98. A-landsleik, eftir aðeins 50 sekúndna leik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir tók þá hornspyrnu og sendi boltann inn að markteig og eftir léttan darraðardans tókst Dagnýju að koma boltanum yfir marklínuna. Dagný Brynjarsdóttir scored the fastest goal in #SheBelievesCup history in @footballiceland's tournament win.Could she be the @Visa #SheBelievesCup MVP?Cast your vote on Feb. 23 pic.twitter.com/UZB0cxc6uT— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 18, 2022 Ísland var nálægt því að auka muninn á fyrsta korteri leiksins. Dagný átti hættulegan skalla eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur en þær nýsjálensku björguðu nánast á marklínu, og þær Karólína, Sveindís og Agla María Albertsdóttir fengu allar færi. Leikurinn jafnaðist eftir þetta en fleiri mörk voru ekki skoruð og Ísland, sem í fyrsta sinn er þátttakandi á SheBelieves Cup, byrjar mótið vel. Næsti leikur er gegn Tékkum seint á sunnudagskvöld að íslenskum tíma en Tékkland gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í nótt. Dagný hefur nú skorað 33 mörk í 98 A-landsleikjum og er þriðja markahæst í sögu landsliðsins á eftir Hólmfríði Magnúsdóttur (37 mörk) og Margréti Láru Viðarsdóttur (79 mörk). Glódís Perla Viggósdóttir lék einnig sinn 98. A-landsleik og þær Dagný gætu því náð 100 leikja markinu spili þær gegn Tékklandi á sunnudagskvöld og lokaleik mótsins gegn Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags. Lið Íslands gegn Nýja-Sjálandi: Cecilía Rán Rúnarsdóttir; Sif Atladóttir (Ásta Eir Árnadóttir 67.), Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir (Ingibjörg Sigurðardóttir 67.), Hallbera Guðný Gísladóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Karitas Tómasdóttir 85.), Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Alexandra Jóhannsdóttir 67.), Dagný Brynjarsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Agla María Albersdóttir (Amanda Jacobsen Andradóttir 85.), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 46.). Fótbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark leiksins, í sínum 98. A-landsleik, eftir aðeins 50 sekúndna leik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir tók þá hornspyrnu og sendi boltann inn að markteig og eftir léttan darraðardans tókst Dagnýju að koma boltanum yfir marklínuna. Dagný Brynjarsdóttir scored the fastest goal in #SheBelievesCup history in @footballiceland's tournament win.Could she be the @Visa #SheBelievesCup MVP?Cast your vote on Feb. 23 pic.twitter.com/UZB0cxc6uT— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 18, 2022 Ísland var nálægt því að auka muninn á fyrsta korteri leiksins. Dagný átti hættulegan skalla eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur en þær nýsjálensku björguðu nánast á marklínu, og þær Karólína, Sveindís og Agla María Albertsdóttir fengu allar færi. Leikurinn jafnaðist eftir þetta en fleiri mörk voru ekki skoruð og Ísland, sem í fyrsta sinn er þátttakandi á SheBelieves Cup, byrjar mótið vel. Næsti leikur er gegn Tékkum seint á sunnudagskvöld að íslenskum tíma en Tékkland gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í nótt. Dagný hefur nú skorað 33 mörk í 98 A-landsleikjum og er þriðja markahæst í sögu landsliðsins á eftir Hólmfríði Magnúsdóttur (37 mörk) og Margréti Láru Viðarsdóttur (79 mörk). Glódís Perla Viggósdóttir lék einnig sinn 98. A-landsleik og þær Dagný gætu því náð 100 leikja markinu spili þær gegn Tékklandi á sunnudagskvöld og lokaleik mótsins gegn Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags. Lið Íslands gegn Nýja-Sjálandi: Cecilía Rán Rúnarsdóttir; Sif Atladóttir (Ásta Eir Árnadóttir 67.), Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir (Ingibjörg Sigurðardóttir 67.), Hallbera Guðný Gísladóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Karitas Tómasdóttir 85.), Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Alexandra Jóhannsdóttir 67.), Dagný Brynjarsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Agla María Albersdóttir (Amanda Jacobsen Andradóttir 85.), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 46.).
Fótbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira