Innlent

Fjölgar á gjörgæslu milli daga

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjörutíu og fimm sjúklingar eru inniliggjandi á Landspítala með Covid-19. 
Fjörutíu og fimm sjúklingar eru inniliggjandi á Landspítala með Covid-19.  Vísir/Vilhelm

Fjörutíu og fimm sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um einn frá því í gær. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél, en í gær voru þrír á gjörgæslu og enginn í öndunarvél.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítala. Þar segir að meðalaldur innlagðra sé 62 ár. 

Ekki er lengur neinar tölur um fjölda þeirra sem eru í eftirliti á Covid-19 göngudeild spítalans í tilkynningu frá Landspítala að finna. Í gær var þjónustan færð yfir til heilsugæslunnar og Læknavaktarinnar. 

Nú eru 409 starfsmenn spítalans í einangrun. 


Tengdar fréttir

Næstu tvær vikur verði mjög erfiðar: „Við höfum ekki fleiri til að leita til“

Hátt í tíu prósent starfsmanna Landspítala eru nú frá vinnu vegna Covid og annarra veikinda. Staðan er því mjög þung á spítalanum um þessar mundir og má gera ráð fyrir að hún verði það áfram næstu vikurnar. Framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala vonar að fjöldi starfsmanna með Covid sé á leiðinni niður.

Staðan þung á spítalanum og horfir til algerra vandræða um helgina

Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala hafa nú þungar áhyggjur af stöðu mála innan heilbrigðiskerfisins en fjöldi starfsmanna er nú frá vegna Covid, sem og annarra veikinda. Stjórnendur spítalans samþykktu í dag að framlengja álagsgreiðslur til starfsmanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×