Vilja að fyrirtæki sem greiddu sér út arð endurgreiði ríkinu styrki Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. febrúar 2022 11:56 Ragnar Þór situr í miðstjórn Alþýðusambandsins. vísir/vilhelm Alþýðusambandið telur víst að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum og krefst þess að rannsókn fari fram á því hvert ríkisfjármunir fóru í faraldrinum. Eðlilegt sé að þau fyrirtæki sem hafi greitt sér út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki verði látin endurgreiða þá. Alþýðusambandið lagði áherslu á það í faraldrinum að ríkið myndi setja fyrirtækjum ströng skilyrði áður en þau gætu sótt sér styrki. Slík skilyrði voru sett fyrir hlutabótaleiðinni en sambandið gagnrýnir nú mjög að það sama hafi ekki gilt um aðra styrki og stuðning til fyrirtækja eins og til dæmis lokunarstyrki, tekjufallsstyrki og frestanir á opinberum gjöldum. Og nú vill verkalýðshreyfingin að það verði kortlagt nákvæmlega hvaða fyrirtæki nýttu sér styrkina og hversu mikið. Fengu styrki og hækkuðu laun stjórnenda „Ég tala nú ekki um í ljósi þess að nú er áætlað að fyrirtæki muni greiða um tvö hundruð milljarða í arðgreiðslur og uppkaup eigin bréfa núna á þessu ári,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og annar varaforseti miðstjórnar Alþýðusambandsins. Eðlilegast væri að einhver fyrirtæki yrðu krafin um að endurgreiða ríkinu þá styrki sem þau nýttu sér. „Ef það kemur í ljós að fyrirtæki sem að eru einmitt að greiða sér út háar arðgreiðslur, setja upp einhver bónuskerfi eða hækka laun stjórnenda um margfalt það sem þau telja vera eðlilegt að gerist á almennum vinnumarkaði að við getum gert þá kröfu að þessir styrkir verði þá bara endurgreiddir,“ segir Ragnar Þór. Hann segir að afar ströng skilyrði séu alltaf sett á alla aðstoð sem einstaklingar geti sótt sér frá ríkinu, til dæmis atvinnuleysisbætur, fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna og sértæk úrræði í faraldrinum eins og frystingu lána. „Og við erum bara að krefjast þess að það sama gangi yfir alla. Og þetta þarf að vera uppi á borðum. Það er nauðsynlegt að fólk almennt, bara almenningur í landinu, sé með það alveg á hreinu hvert þessir styrkir fóru upp á krónu og hvaða fyrirtæki fengu þessa styrki og hversu mikið,“ segir Ragnar Þór. Stéttarfélög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir skilyrðislausa ríkisstyrki á meðal stærstu hagstjórnarmistakanna Á meðal stærstu pólitísku hagstjórnarmistaka sem gerð voru í kórónuveirufaraldrinum var að láta hjá líða að setja skilyrði um að fyrirtæki geti ekki greitt út arð ef þau þiggja lokunar- og viðspyrnustyrki. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. 11. febrúar 2022 14:26 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Alþýðusambandið lagði áherslu á það í faraldrinum að ríkið myndi setja fyrirtækjum ströng skilyrði áður en þau gætu sótt sér styrki. Slík skilyrði voru sett fyrir hlutabótaleiðinni en sambandið gagnrýnir nú mjög að það sama hafi ekki gilt um aðra styrki og stuðning til fyrirtækja eins og til dæmis lokunarstyrki, tekjufallsstyrki og frestanir á opinberum gjöldum. Og nú vill verkalýðshreyfingin að það verði kortlagt nákvæmlega hvaða fyrirtæki nýttu sér styrkina og hversu mikið. Fengu styrki og hækkuðu laun stjórnenda „Ég tala nú ekki um í ljósi þess að nú er áætlað að fyrirtæki muni greiða um tvö hundruð milljarða í arðgreiðslur og uppkaup eigin bréfa núna á þessu ári,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og annar varaforseti miðstjórnar Alþýðusambandsins. Eðlilegast væri að einhver fyrirtæki yrðu krafin um að endurgreiða ríkinu þá styrki sem þau nýttu sér. „Ef það kemur í ljós að fyrirtæki sem að eru einmitt að greiða sér út háar arðgreiðslur, setja upp einhver bónuskerfi eða hækka laun stjórnenda um margfalt það sem þau telja vera eðlilegt að gerist á almennum vinnumarkaði að við getum gert þá kröfu að þessir styrkir verði þá bara endurgreiddir,“ segir Ragnar Þór. Hann segir að afar ströng skilyrði séu alltaf sett á alla aðstoð sem einstaklingar geti sótt sér frá ríkinu, til dæmis atvinnuleysisbætur, fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna og sértæk úrræði í faraldrinum eins og frystingu lána. „Og við erum bara að krefjast þess að það sama gangi yfir alla. Og þetta þarf að vera uppi á borðum. Það er nauðsynlegt að fólk almennt, bara almenningur í landinu, sé með það alveg á hreinu hvert þessir styrkir fóru upp á krónu og hvaða fyrirtæki fengu þessa styrki og hversu mikið,“ segir Ragnar Þór.
Stéttarfélög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir skilyrðislausa ríkisstyrki á meðal stærstu hagstjórnarmistakanna Á meðal stærstu pólitísku hagstjórnarmistaka sem gerð voru í kórónuveirufaraldrinum var að láta hjá líða að setja skilyrði um að fyrirtæki geti ekki greitt út arð ef þau þiggja lokunar- og viðspyrnustyrki. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. 11. febrúar 2022 14:26 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Segir skilyrðislausa ríkisstyrki á meðal stærstu hagstjórnarmistakanna Á meðal stærstu pólitísku hagstjórnarmistaka sem gerð voru í kórónuveirufaraldrinum var að láta hjá líða að setja skilyrði um að fyrirtæki geti ekki greitt út arð ef þau þiggja lokunar- og viðspyrnustyrki. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. 11. febrúar 2022 14:26