„Ég lærði ótrúlega mikið á því að fylgjast með Hillary Clinton vinna“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. febrúar 2022 10:01 Það er enginn snjór hjá Margréti Hrafnsdóttur athafnarkonu og framleiðanda, enda er hún búsett í hinni sólríku Kaliforníu. Dagurinn hennar byrjar snemma, eða um leið og sólin rís. Margrét segir samverustundirnar með fjölskyldinni sínar uppáhaldsstundir og að ótrúleg verðmæti fylgi því að vita hvað veiti manni sjálfum hamingju. Ekki síst litlu hlutirnir. Margrét Hrafnsdóttir, framleiðandi og athafnakona, hefur verið búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum í áratugi. Þar rekur hún fyrirtæki þeirra hjóna og byrjar daginn um leið og sólin rís. Margréti finnst lítið mál að vera með mörg járn í eldinum og segist hafa lært mikið af Hillary Clinton fyrrum forsetafrú og forsetaframbjóðanda. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Yfirleitt um klukkan fimm þegar sólin rís. Mér finnst dásamlegt að tengja þannig við upphaf dagsins og ég er frjó í hugsun svona snemma. Svo elska ég friðinn fyrst á morgnana áður en allt fer af stað og í gang. Ég les oft eitthvað uppbyggjandi sem veitir mér innblástur. Lífið er jú krefjandi flesta daga og við þurfum að vera sterk og í jafnvægi til þess að takast á við verkefnin sem okkur eru færð.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég fer fram í eldhús og fæ mér grænt te og prótein bar og byrja að lesa tölvupósta sem yfirleitt skipta tugum og fer að svara þeim einum af öðrum. Þegar ég er svo „vöknuð“ fer ég í sturtu og beint út að labba.“ Hvaða stund í vikunni er í uppáhaldi hjá þér og fær þig alltaf til að brosa? „Uppáhalds stundirnar mínar eru kvöldverðir með fjölskyldu minni og bara yfirleitt öll samvera með þeim. Covid sameinaði okkur og hefur gefið okkur einhverjar dýrmætustu stundir og minningar sem við höfum upplifað saman í seinni tíð. Það er merkilegt hvað litlu hlutirnir í lífi manns veita manni mikla gleði. Það er dýrmætt að vita hvað veitir manni hamingju.“ Það er í nægu að snúast hjá Margréti en þessa dagana er hún að vinna að nokkrum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum og eins er fyrirtækið þeirra með tvær spennandi bækur í vinnslu. Í skipulagi leggur Margrét áherslu á eftirfylgnina og segist sjálf hafa lært mikið af því að fylgjast með hvernig Hillary Clinton vinnur. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég rek fyrirtækið okkar alla daga og í því eru margar deildir. Ég er að vinna að nokkrum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum þessa dagana og það er eiginlega brjálað að gera hjá mér. Velgengni House of Cardin, heimildarmyndin um Pierre Cardin hefur fært fjölmörg spennandi tækifæri og verkefni upp í hendurnar á mér. Ég er í miklu samstarfi við Frakka og Ítali í dag. Svo er Othar Raven Pictures & TV fyrirtækið okkar að bæta við bóka framleiðslu í ár og við erum nú þegar með tvær bækur, sem eru mjög ólíkar en mjög spennandi, í vinnslu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég virðist geta verið með mörg verkefni á teinunum í einu og er kannski vön að fylgja hlutum vel eftir en lykillinn að allri velgengni liggur í eftirfylgninni. Svo reyni ég að nota orkuna í aðalatriðin og lausnir. Ég held að það eigi við um flest allt. Ég er löngu laus við frestunaráráttu og geng í erfið og auðveld verkefni sitt á hvað og svo er ég alltaf með gott aðstoðarfólk með mér. Ég lærði ótrúlega mikið á því að fylgjast með Hillary Clinton vinna. Hún fókuserar alltaf á heildarmyndina og svo: Hvað er næst? Hvað er næst? Þetta gerir fólki kleift að fara í gegnum erfið mál og verkefni eitt af öðru yfir daginn en passa sig alltaf að hafa gaman með í bland og eitthvað skemmtilegt að hlakka til.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Oftast á milli klukkan ellefu og miðnætti og ég sofna eins og skot!“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00 Sue Ellen í Dallas hefði ekki veitt af heimsóknarvini frá Rauða krossinum Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, er A plús manneskja sem finnst best ef hún nær að prjóna stutta stund áður en vinna hefst. 12. febrúar 2022 10:00 Aðrir en Kauphallarforstjórinn sjálfur sem spá í Facebooksíðu fyrir hann Magnús Harðarson byrjar daginn á því að skanna fréttir netmiðla með „Kauphallargleraugunum,“ enda forstjóri Nasdaq Iceland en einnig einn fárra Íslendinga sem er ekki á Facebook. 29. janúar 2022 10:00 „Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“ Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. 22. janúar 2022 10:01 „Samt lítur skrokkurinn á mér ekki út eins og á Ronaldo“ Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir kjarasamninga og Covid taka mestan tímann þessa dagana. 15. janúar 2022 10:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Margréti finnst lítið mál að vera með mörg járn í eldinum og segist hafa lært mikið af Hillary Clinton fyrrum forsetafrú og forsetaframbjóðanda. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Yfirleitt um klukkan fimm þegar sólin rís. Mér finnst dásamlegt að tengja þannig við upphaf dagsins og ég er frjó í hugsun svona snemma. Svo elska ég friðinn fyrst á morgnana áður en allt fer af stað og í gang. Ég les oft eitthvað uppbyggjandi sem veitir mér innblástur. Lífið er jú krefjandi flesta daga og við þurfum að vera sterk og í jafnvægi til þess að takast á við verkefnin sem okkur eru færð.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég fer fram í eldhús og fæ mér grænt te og prótein bar og byrja að lesa tölvupósta sem yfirleitt skipta tugum og fer að svara þeim einum af öðrum. Þegar ég er svo „vöknuð“ fer ég í sturtu og beint út að labba.“ Hvaða stund í vikunni er í uppáhaldi hjá þér og fær þig alltaf til að brosa? „Uppáhalds stundirnar mínar eru kvöldverðir með fjölskyldu minni og bara yfirleitt öll samvera með þeim. Covid sameinaði okkur og hefur gefið okkur einhverjar dýrmætustu stundir og minningar sem við höfum upplifað saman í seinni tíð. Það er merkilegt hvað litlu hlutirnir í lífi manns veita manni mikla gleði. Það er dýrmætt að vita hvað veitir manni hamingju.“ Það er í nægu að snúast hjá Margréti en þessa dagana er hún að vinna að nokkrum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum og eins er fyrirtækið þeirra með tvær spennandi bækur í vinnslu. Í skipulagi leggur Margrét áherslu á eftirfylgnina og segist sjálf hafa lært mikið af því að fylgjast með hvernig Hillary Clinton vinnur. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég rek fyrirtækið okkar alla daga og í því eru margar deildir. Ég er að vinna að nokkrum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum þessa dagana og það er eiginlega brjálað að gera hjá mér. Velgengni House of Cardin, heimildarmyndin um Pierre Cardin hefur fært fjölmörg spennandi tækifæri og verkefni upp í hendurnar á mér. Ég er í miklu samstarfi við Frakka og Ítali í dag. Svo er Othar Raven Pictures & TV fyrirtækið okkar að bæta við bóka framleiðslu í ár og við erum nú þegar með tvær bækur, sem eru mjög ólíkar en mjög spennandi, í vinnslu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég virðist geta verið með mörg verkefni á teinunum í einu og er kannski vön að fylgja hlutum vel eftir en lykillinn að allri velgengni liggur í eftirfylgninni. Svo reyni ég að nota orkuna í aðalatriðin og lausnir. Ég held að það eigi við um flest allt. Ég er löngu laus við frestunaráráttu og geng í erfið og auðveld verkefni sitt á hvað og svo er ég alltaf með gott aðstoðarfólk með mér. Ég lærði ótrúlega mikið á því að fylgjast með Hillary Clinton vinna. Hún fókuserar alltaf á heildarmyndina og svo: Hvað er næst? Hvað er næst? Þetta gerir fólki kleift að fara í gegnum erfið mál og verkefni eitt af öðru yfir daginn en passa sig alltaf að hafa gaman með í bland og eitthvað skemmtilegt að hlakka til.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Oftast á milli klukkan ellefu og miðnætti og ég sofna eins og skot!“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00 Sue Ellen í Dallas hefði ekki veitt af heimsóknarvini frá Rauða krossinum Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, er A plús manneskja sem finnst best ef hún nær að prjóna stutta stund áður en vinna hefst. 12. febrúar 2022 10:00 Aðrir en Kauphallarforstjórinn sjálfur sem spá í Facebooksíðu fyrir hann Magnús Harðarson byrjar daginn á því að skanna fréttir netmiðla með „Kauphallargleraugunum,“ enda forstjóri Nasdaq Iceland en einnig einn fárra Íslendinga sem er ekki á Facebook. 29. janúar 2022 10:00 „Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“ Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. 22. janúar 2022 10:01 „Samt lítur skrokkurinn á mér ekki út eins og á Ronaldo“ Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir kjarasamninga og Covid taka mestan tímann þessa dagana. 15. janúar 2022 10:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00
Sue Ellen í Dallas hefði ekki veitt af heimsóknarvini frá Rauða krossinum Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, er A plús manneskja sem finnst best ef hún nær að prjóna stutta stund áður en vinna hefst. 12. febrúar 2022 10:00
Aðrir en Kauphallarforstjórinn sjálfur sem spá í Facebooksíðu fyrir hann Magnús Harðarson byrjar daginn á því að skanna fréttir netmiðla með „Kauphallargleraugunum,“ enda forstjóri Nasdaq Iceland en einnig einn fárra Íslendinga sem er ekki á Facebook. 29. janúar 2022 10:00
„Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“ Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. 22. janúar 2022 10:01
„Samt lítur skrokkurinn á mér ekki út eins og á Ronaldo“ Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir kjarasamninga og Covid taka mestan tímann þessa dagana. 15. janúar 2022 10:01