Bestu vinir á Akranesi og leika nú saman hjá dönsku stórliði Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2022 22:31 Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hafa verið bestu vinir frá því þeir voru litlir. Instagram/isak.bergmann.johannesson Ísak Bergmann Jóhannsson og Hákon Arnar Haraldsson leika báðir með FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, en þeir hafa verið bestu vinir frá því að þeir voru litlir. Strákarnir settust niður í stutt spjall við danska miðilinn Tipsbladet, en þeir fóru saman í gegnum yngri flokka ÍA á Akranesi. Árið 2019 skildu leiðir þegar Ísak fór til sænska liðsins IFK Norrköping og stuttu síðar flutti Hákon til Danmerkur þar sem hann lék og æfði með akademíu Kaupmannahafnarliðsins. Nú leika þeir hins vegar saman á ný hjá FC Kaupmannahöfn og segja báðir að það sé klikkað að örlögin hafi leitt þá aftur saman. „Ég kom alltaf heim á sumrin og spilaði fótbolta á Akranesi,“ sagði Ísak í samtali við Tipsbladet. „Þar kynntumst við og vorum alltaf mikið saman og þegar ég var níu ára flutti ég aftur á Akranes. Þá urðum við bestu vinir og spiluðum mikinn fótbolta saman. Nú búum við á móti hvor öðrum, maður þarf bara að labba yfir götuna.“ Hákon tók undir þessi orð Ísaks og bætti við að ástæðan fyrir því að þeir tveir væru búnir að ná svona langt væri líklega vegna þess að þeir voru alltaf í fótbolta. „Þetta hefur alltaf snúist um fótbolta. Það er það sem við gerðum allan daginn,“ sagði Hákon. „Við æfðum meira en allir aðrir. Við vorum allan daginn úti á velli þegar við vorum yngri. Ég bjó við hliðina á fótboltavelli og var þar alla daga til að verða tíu á kvöldin. Mamma þurfti að kalla á mig út um gluggann til að reka mig inn að borða og sofa.“ „Við vorum þarna allan daginn. Við æfðum fótbolta, við lékum okkur í fótbolta og okkur þótti það alltaf gaman,“ sagði Hákon að lokum. Danski boltinn Mest lesið Slakir velli ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Handbolti Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri Körfubolti Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Fótbolti Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Körfubolti Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Fótbolti Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Handbolti Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar Sport Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Handbolti Fleiri fréttir Slakir velli ógna öryggi kvenkyns leikmanna Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Svona var blaðamannafundur Arnars Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Sjá meira
Strákarnir settust niður í stutt spjall við danska miðilinn Tipsbladet, en þeir fóru saman í gegnum yngri flokka ÍA á Akranesi. Árið 2019 skildu leiðir þegar Ísak fór til sænska liðsins IFK Norrköping og stuttu síðar flutti Hákon til Danmerkur þar sem hann lék og æfði með akademíu Kaupmannahafnarliðsins. Nú leika þeir hins vegar saman á ný hjá FC Kaupmannahöfn og segja báðir að það sé klikkað að örlögin hafi leitt þá aftur saman. „Ég kom alltaf heim á sumrin og spilaði fótbolta á Akranesi,“ sagði Ísak í samtali við Tipsbladet. „Þar kynntumst við og vorum alltaf mikið saman og þegar ég var níu ára flutti ég aftur á Akranes. Þá urðum við bestu vinir og spiluðum mikinn fótbolta saman. Nú búum við á móti hvor öðrum, maður þarf bara að labba yfir götuna.“ Hákon tók undir þessi orð Ísaks og bætti við að ástæðan fyrir því að þeir tveir væru búnir að ná svona langt væri líklega vegna þess að þeir voru alltaf í fótbolta. „Þetta hefur alltaf snúist um fótbolta. Það er það sem við gerðum allan daginn,“ sagði Hákon. „Við æfðum meira en allir aðrir. Við vorum allan daginn úti á velli þegar við vorum yngri. Ég bjó við hliðina á fótboltavelli og var þar alla daga til að verða tíu á kvöldin. Mamma þurfti að kalla á mig út um gluggann til að reka mig inn að borða og sofa.“ „Við vorum þarna allan daginn. Við æfðum fótbolta, við lékum okkur í fótbolta og okkur þótti það alltaf gaman,“ sagði Hákon að lokum.
Danski boltinn Mest lesið Slakir velli ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Handbolti Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri Körfubolti Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Fótbolti Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Körfubolti Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Fótbolti Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Handbolti Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar Sport Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Handbolti Fleiri fréttir Slakir velli ógna öryggi kvenkyns leikmanna Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Svona var blaðamannafundur Arnars Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Sjá meira