Starfsfólki í einangrun fjölgar sífellt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. febrúar 2022 12:48 Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. vísir/egill Aldrei hafa fleiri starfsmenn Landspítala verið í einangrun. Stjórnendur spítalans funda um stöðuna á eftir og segjast munu gera allt til að koma í veg fyrir að kalla þurfi einkennalaust starfsfólk úr einangrun í vinnu. Síðustu daga hefur starfsmönnum spítalans í einangrun fjölgað ansi ört. Þeir eru nú 432 sem komast ekki í vinnu vegna þess að þeir eru smitaðir af Covid. Á spítalanum starfa um 6.700 manns og því eru um sex til sjö prósent allra starfsmanna í einangrun. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, segir ekki útilokað að kalla þurfi einkennalaust starfsfólk úr einangrun til vinnu bráðlega. „Það er náttúrulega allt rætt en eins og við höfum sagt þá erum við náttúrulega bæði að reyna að forðast það út frá hagsmunum okkar sjúklinga, að við erum að verja þá. Það er náttúrulega viðkvæmur hópur og við erum að verja þá fyrir smiti. Svo er þetta út frá bara starfsmannaverndarsjónarmiðum líka,“ segir Sigríður. Ekki hafi þurft að grípa til þess úrræðis enn sem komið er. „Við höfum ekki gert það nei og erum að vona að til þess komi ekki en við verðum bara að sjá hverju fram vindur í þessu,“ segir Sigríður. Ekki hægt að taka endalausar aukavaktir Vandinn hefur hingað til verið leystur með aukavöktum starfsfólks. „Það er í raun og veru okkar helsta leið að fara bara fram á viðbótarvinnuframlag frá okkar fólki, sem er að taka aukavaktir,“ segir Sigríður. Það fyrirkomulag gangi þó ekki endalaust. „Fólk er orðið býsna þreytt og gerir þetta nú bara svona af sinni faglegu skyldurækni. En það er vissulega mikið álag á fólki og það orðið langþreytt þannig það er ekkert eftirsóknarvert hjá fólki að bæta við sig vinnu,“ segir Sigríður. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var farið rangt með tölfræði og hlutfall þeirra starfsmanna sem eru í einangrun. Hið rétta er sem segir hér að ofan að það eru tæplega sjö prósent starfsmanna spítalans sem eru frá vinnu og í einangrun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Síðustu daga hefur starfsmönnum spítalans í einangrun fjölgað ansi ört. Þeir eru nú 432 sem komast ekki í vinnu vegna þess að þeir eru smitaðir af Covid. Á spítalanum starfa um 6.700 manns og því eru um sex til sjö prósent allra starfsmanna í einangrun. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, segir ekki útilokað að kalla þurfi einkennalaust starfsfólk úr einangrun til vinnu bráðlega. „Það er náttúrulega allt rætt en eins og við höfum sagt þá erum við náttúrulega bæði að reyna að forðast það út frá hagsmunum okkar sjúklinga, að við erum að verja þá. Það er náttúrulega viðkvæmur hópur og við erum að verja þá fyrir smiti. Svo er þetta út frá bara starfsmannaverndarsjónarmiðum líka,“ segir Sigríður. Ekki hafi þurft að grípa til þess úrræðis enn sem komið er. „Við höfum ekki gert það nei og erum að vona að til þess komi ekki en við verðum bara að sjá hverju fram vindur í þessu,“ segir Sigríður. Ekki hægt að taka endalausar aukavaktir Vandinn hefur hingað til verið leystur með aukavöktum starfsfólks. „Það er í raun og veru okkar helsta leið að fara bara fram á viðbótarvinnuframlag frá okkar fólki, sem er að taka aukavaktir,“ segir Sigríður. Það fyrirkomulag gangi þó ekki endalaust. „Fólk er orðið býsna þreytt og gerir þetta nú bara svona af sinni faglegu skyldurækni. En það er vissulega mikið álag á fólki og það orðið langþreytt þannig það er ekkert eftirsóknarvert hjá fólki að bæta við sig vinnu,“ segir Sigríður. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var farið rangt með tölfræði og hlutfall þeirra starfsmanna sem eru í einangrun. Hið rétta er sem segir hér að ofan að það eru tæplega sjö prósent starfsmanna spítalans sem eru frá vinnu og í einangrun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira