Kennir loftræstingunni í flugvélinni um slæma frammistöðu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. febrúar 2022 12:31 Thomas Tuchel segir að loftræstingin í fluginu frá Abú Dabí hafi haft áhrif á frammistöðu Chelsea í gær. EPA-EFE/VICKIE FLORES Eftir að Chelsea tryggði sér heimsmeistaratitil félagsliða um síðustu helgi var liðið ekki sannfærandi í 1-0 sigri sínum gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær. Thomas Tuchel, þjálfari liðsins, telur sig þó vera með skýringu á því. Stjórinn var auðvitað ánægður með stigin þrjú eftir erfiða ferð til Abú Dabí þar sem liðið vann sigur gegn Palmeiras í úrslitaleik HM félagsliða. Liðið leit hins vegar ekkert sérstaklega vel út í sigri sínum gegn Crystal Palace í gær, en Þjóðverjinn segir að ýmsir þættir spili þar inn í. „Ég verð að halda ró minni núna,“ sagði Tuchel eftir leikinn gegn Crystal Palace. „Svona vika virkar þannig að við erum að koma frá landi þar sem er þrjátíu gráðum heitara en hér, við erum með sex leikmenn sem fengu kvef út af loftræstingunni í flugvélinni, leikmenn eru að glíma við flugþreytu eftir flugið frá Abú Dabí og það náði enginn af okkar leikmönnum góðum svefni í ferðinni vegna hita og tímamismunar,“ sagði Tuchel þegar gefið var í skyn að hans leikmenn hafi grætt á því að fá viku frí fyrir leik gærdagsins. „Þannig að við erum að glíma við sömu vandamál og aðrir. Ef þú heldur að við höfum haft venjulega viku til að undirbúa okkur þá get ég sagt þér að það er alls ekki svoleiðis. Við erum að reyna að lifa af í augnablikinu eins og þú sérð.“ „Það er gríðarleg pressa á þér þegar þú ferð á HM og vilt vinna það fyrir Chelsea. Leikmennirnir setja miklar kröfur á sjálfa sig og við höfum ekki spilað í ensku úrvalsdeildinni í fjórar vikur. Þetta er stór blanda af mörgum skrítnum ástæðum og persónulega gerði ég ekki of miklar væntingar til frammistöðunnar í dag,“ sagði Tuchel að lokum. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Stjórinn var auðvitað ánægður með stigin þrjú eftir erfiða ferð til Abú Dabí þar sem liðið vann sigur gegn Palmeiras í úrslitaleik HM félagsliða. Liðið leit hins vegar ekkert sérstaklega vel út í sigri sínum gegn Crystal Palace í gær, en Þjóðverjinn segir að ýmsir þættir spili þar inn í. „Ég verð að halda ró minni núna,“ sagði Tuchel eftir leikinn gegn Crystal Palace. „Svona vika virkar þannig að við erum að koma frá landi þar sem er þrjátíu gráðum heitara en hér, við erum með sex leikmenn sem fengu kvef út af loftræstingunni í flugvélinni, leikmenn eru að glíma við flugþreytu eftir flugið frá Abú Dabí og það náði enginn af okkar leikmönnum góðum svefni í ferðinni vegna hita og tímamismunar,“ sagði Tuchel þegar gefið var í skyn að hans leikmenn hafi grætt á því að fá viku frí fyrir leik gærdagsins. „Þannig að við erum að glíma við sömu vandamál og aðrir. Ef þú heldur að við höfum haft venjulega viku til að undirbúa okkur þá get ég sagt þér að það er alls ekki svoleiðis. Við erum að reyna að lifa af í augnablikinu eins og þú sérð.“ „Það er gríðarleg pressa á þér þegar þú ferð á HM og vilt vinna það fyrir Chelsea. Leikmennirnir setja miklar kröfur á sjálfa sig og við höfum ekki spilað í ensku úrvalsdeildinni í fjórar vikur. Þetta er stór blanda af mörgum skrítnum ástæðum og persónulega gerði ég ekki of miklar væntingar til frammistöðunnar í dag,“ sagði Tuchel að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira