Þegar grunnskólakennarar, leikskólakennarar, stuðningsfulltrúar, félagsráðgjafar og annað fólk samþykkir ofbeldi gegn barni Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 20. febrúar 2022 17:30 Eftir að kennara voru dæmdar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar má segja að samfélagið hafi skipst í tvær fylkingar; með og á móti ofbeldi gegn barni. Af málinu og umræðunni á samfélagsmiðlum geta börnin okkar dregið þann lærdóm að: 1.Þú mátt beita barn ofbeldi ef þér finnst samkvæmt huglægu mati barnið eiga það skilið. 2.Það er í lagi að sýna dónaskap og vanvirðingu á samfélagsmiðlum Kommentin eru óvægin og fjalla í hnotskurn um illa uppalið barn, óhæfa foreldra og rétt kennarans til þess að slá barnið. Sem betur fer eru margir í skólasamfélaginu óhressir með þessa umræðu en þó er sumt af því fólki sem líkar við færslurnar fólk sem starfar með börnum. Leik- og grunnskólakennarar, stuðningsfulltrúar, félagsráðgjafar og fleira fólk sem umgengst börn alla daga. Í nýlegum pistli fjallar formaður grunnskólakennara um að sífellt yngri börn sýni kennurum virðingarleysi og að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Við ættum kannski að byrja hér. Í kommentakerfum fjölmiðla. Er þetta ásættanleg framkoma fullorðins fólks og þar á meðal starfsmanna skólasamfélagsins? Eftir að netverjar fengu útrás fyrir þá skoðun sína að barnið hafi verið óalandi og óferjandi kom í ljós að um ræðir barn sem hefur glímt við mikla vanlíðan og var m.a. með áverka á úlnlið eftir sjálfsskaða. Úlnliðinn sem kennarinn greip um. Að öllum líkindum hefur þetta barn ekki fengið nauðsynlega þjónustu vegna brotalama í kerfinu og biðlistastefnu stjórnvalda. Og lögfræðingur kennarans sem einnig starfar sem lögfræðingur félags grunnskólakennara hafði alveg örugglega vitneskju um stöðu þessa nemanda. Þrátt fyrir það er rituð frétt á vefsíðu félags grunnskólakennara með tilvísun í dóminn þar sem kemur fram einhliða umfjöllun um agavandamál nemandans. Er það sú virðing sem formaður félags grunnskólakennara vill að samfélagið læri að sýna? Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að kennara voru dæmdar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar má segja að samfélagið hafi skipst í tvær fylkingar; með og á móti ofbeldi gegn barni. Af málinu og umræðunni á samfélagsmiðlum geta börnin okkar dregið þann lærdóm að: 1.Þú mátt beita barn ofbeldi ef þér finnst samkvæmt huglægu mati barnið eiga það skilið. 2.Það er í lagi að sýna dónaskap og vanvirðingu á samfélagsmiðlum Kommentin eru óvægin og fjalla í hnotskurn um illa uppalið barn, óhæfa foreldra og rétt kennarans til þess að slá barnið. Sem betur fer eru margir í skólasamfélaginu óhressir með þessa umræðu en þó er sumt af því fólki sem líkar við færslurnar fólk sem starfar með börnum. Leik- og grunnskólakennarar, stuðningsfulltrúar, félagsráðgjafar og fleira fólk sem umgengst börn alla daga. Í nýlegum pistli fjallar formaður grunnskólakennara um að sífellt yngri börn sýni kennurum virðingarleysi og að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Við ættum kannski að byrja hér. Í kommentakerfum fjölmiðla. Er þetta ásættanleg framkoma fullorðins fólks og þar á meðal starfsmanna skólasamfélagsins? Eftir að netverjar fengu útrás fyrir þá skoðun sína að barnið hafi verið óalandi og óferjandi kom í ljós að um ræðir barn sem hefur glímt við mikla vanlíðan og var m.a. með áverka á úlnlið eftir sjálfsskaða. Úlnliðinn sem kennarinn greip um. Að öllum líkindum hefur þetta barn ekki fengið nauðsynlega þjónustu vegna brotalama í kerfinu og biðlistastefnu stjórnvalda. Og lögfræðingur kennarans sem einnig starfar sem lögfræðingur félags grunnskólakennara hafði alveg örugglega vitneskju um stöðu þessa nemanda. Þrátt fyrir það er rituð frétt á vefsíðu félags grunnskólakennara með tilvísun í dóminn þar sem kemur fram einhliða umfjöllun um agavandamál nemandans. Er það sú virðing sem formaður félags grunnskólakennara vill að samfélagið læri að sýna? Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar