Umfangsmikill gagnaleki frá Credit Suisse Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2022 18:22 Thomas Gottstein er bankastjóri Credit Suisse. EPA-EFE/ENNIO LEANZA Upplýsingar um viðskiptavini svissneska bankans Credit Suisse hafa litið dagsins ljós í umfangsmiklum gagnaleka. Um er að ræða um þrjátíu þúsund viðskiptavini sem eiga ríflega eitt hundrað milljarða franka í bankanum. Lekinn kom frá ónefndum uppljóstrara innan bankans sem sendi þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung upplýsingarnar. „Ég tel svissnesk lög um leynd bankaupplýsinga ósiðleg,“ er haft eftir honum. Süddeutsche Zeitung kannast eflaust margir lesendur við en blaðið átti stóran hlut í Panamaskjölunum svokölluðu. Fjölmargir fjölmiðlar í mörgum löndum tóku þátt í að vinna úr gögnunum en að þessu sinni er enginn íslenskur miðill meðal þeirra. Credit Suisse hefur enga starfsemi hér á landi og því er ólíklegt að nöfn Íslendinga séu að finna í lekanum. Einn fjölmiðlanna er The Guardian sem fjallar ítarlega um málið á vefsíðu sinni. Vafasamir viðskiptavinir Meðal viðskiptavinanna þrjátíu þúsund er að finna marga með óhreint mjöl í pokahorninu. Þar má nefna Ronald Li Fook-shiu, fyrrum yfirmann kauphallarinnar í Hong King sem sat í fangelsi um árabil vegna mútuþægni, Stefan Sederholm, sænskan forritara sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mansal á Filippseyjum, og fólk með tengsl við hina ýmsu einræðisherra, meðal annars Ferdinand Marcos heitinn. Þá er bankareikning Vatíkansins að finna í gögnunum en þau benda til þess að Vatíkanið hafi varið 350 milljónum evra í vafasamar fjárfestingar. Sviss Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Lekinn kom frá ónefndum uppljóstrara innan bankans sem sendi þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung upplýsingarnar. „Ég tel svissnesk lög um leynd bankaupplýsinga ósiðleg,“ er haft eftir honum. Süddeutsche Zeitung kannast eflaust margir lesendur við en blaðið átti stóran hlut í Panamaskjölunum svokölluðu. Fjölmargir fjölmiðlar í mörgum löndum tóku þátt í að vinna úr gögnunum en að þessu sinni er enginn íslenskur miðill meðal þeirra. Credit Suisse hefur enga starfsemi hér á landi og því er ólíklegt að nöfn Íslendinga séu að finna í lekanum. Einn fjölmiðlanna er The Guardian sem fjallar ítarlega um málið á vefsíðu sinni. Vafasamir viðskiptavinir Meðal viðskiptavinanna þrjátíu þúsund er að finna marga með óhreint mjöl í pokahorninu. Þar má nefna Ronald Li Fook-shiu, fyrrum yfirmann kauphallarinnar í Hong King sem sat í fangelsi um árabil vegna mútuþægni, Stefan Sederholm, sænskan forritara sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mansal á Filippseyjum, og fólk með tengsl við hina ýmsu einræðisherra, meðal annars Ferdinand Marcos heitinn. Þá er bankareikning Vatíkansins að finna í gögnunum en þau benda til þess að Vatíkanið hafi varið 350 milljónum evra í vafasamar fjárfestingar.
Sviss Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira