Framtíðin bíður ekki eftir Sjálfstæðisflokknum Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 21. febrúar 2022 07:30 Þann 23. – 25. febrúar næstkomandi fer fram aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar verður kosið milli tveggja framboða. Undirrituð leiðir annan listann en samhliða gefa ellefu einstaklingar sig fram til stjórnarsetu í Heimdalli og sex til varastjórnarsetu. Framboðið samanstendur af frambærilegu ungu fólki sem vill vinna í þágu flokksins. Árið 2017 var síðast kosið milli tveggja framboða í Heimdalli og kosningarnar því, að mínu mati, löngu tímabærar. Það er í raun hollustumerki að fleiri en eitt framboð bjóði sig fram til stjórnarsetu í ungliðahreyfingu. Frelsismál skilin eftir Á núlíðandi kjörtímabili og því fyrra hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórnarsamstarfi með flokkum sem hafa aðra sýn á samfélagið en hann sjálfur. Í umræddu samstarfi hefur flokkurinn þurft að víkja frá ýmsum grunnfrelsismálum, sem er miður. Afglæpavæðing neysluskammta, frjálsara fjölmiðlaumhverfi, niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu, aukið frelsi foreldra til að velja nafn á börnin sín og afnám einokunar ÁTVR á áfengissölu eru meðal þeirra mála sem að við hefðum viljað sjá Sjálfstæðisflokkinn leggja meiri áherslu á. Við munum halda þessum mikilvægu málum á lofti og skorum á flokkinn að standa með þeim. Auðvelt er að skilja þessi litlu frelsismál eftir og stimpla þau sem „ekki forgangsmál“ en þó svo að mál séu lítil í hinu stóra samhengi er það ekki ástæða til að skilja þau eftir. Flokkur unga fólksins Mikilvæg verkefni eru framundan hjá Heimdalli á komandi starfsári. Sveitarstjórnarkosningar eru framundan en í þeim felast miklar áskoranir en þó ekki síður tækifæri – tækifæri til að sannfæra ungt fólk um gildi Sjálfstæðisstefnunnar. Heimdallur er þó ekki síður mikilvægur til að veita kjörnum fulltrúum aðhald með því að minna flokkinn á grunngildi sín þegar þeir eru komnir af sporinu. Við erum óhrædd við að stíga fram og minna flokkinn á þessi grunngildi. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki og hefur sýnt það í verki, til að mynda með því að skipa tvo yngstu ráðherra í sögu íslenska lýðveldisins. Auk þess er vert að nefna að þeir tveir frambjóðendur sem hafa gefið kost á sér í fyrsta sæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor teljast ungir sjálfstæðismenn – enda falla allir flokksmenn þar undir sem eru á aldursbilinu 15 til 35 ára. Á fyrri árum dró ungt fólk vagninn í fylgi flokksins en það er ekki raunin lengur. Við þurfum að sýna að Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur unga fólksins. Grunnstef flokksins um frelsi einstaklingsins til athafna á samleið með skoðunum ungs fólks en þrátt fyrir það er raunin sú að ungt fólk telur sig ekki eiga samleið með flokknum. Því er ljóst að Sjálfstæðisflokknum er mikill vandi á höndum því án ungs fólks á flokkurinn enga framtíð. Hugsjónir ungs fólks eru hugsjónir framtíðarinnar, hugsjónir sem flokkurinn hefur horft framhjá og ekki hlustað nægilega vel á. Því þarf öfluga ungliðahreyfingu til að minna flokkinn á að svara kalli framtíðarinnar – því framtíðin bíður ekki eftir Sjálfstæðisflokknum. Við bjóðum því fram okkar krafta til að leiða ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Öll búsett í Reykjavík á aldrinum 15 – 35 ára sem eru skráð í flokkinn geta kosið – hægt er að skrá sig með rafrænum skilríkjum, hér: https://xd.is/minar-sidur/. Kosið verður í Valhöll (Háaleitisbraut 1) milli kl 16 – 20 á fimmtudag og 16 – 19 á föstudag. Ég skora á þig, kæri lesandi, að taka þátt! Höfundur leiðir lista Birtu Karenar og Kára Freys í framboði til stjórnarsetu í Heimdalli, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þann 23. – 25. febrúar næstkomandi fer fram aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar verður kosið milli tveggja framboða. Undirrituð leiðir annan listann en samhliða gefa ellefu einstaklingar sig fram til stjórnarsetu í Heimdalli og sex til varastjórnarsetu. Framboðið samanstendur af frambærilegu ungu fólki sem vill vinna í þágu flokksins. Árið 2017 var síðast kosið milli tveggja framboða í Heimdalli og kosningarnar því, að mínu mati, löngu tímabærar. Það er í raun hollustumerki að fleiri en eitt framboð bjóði sig fram til stjórnarsetu í ungliðahreyfingu. Frelsismál skilin eftir Á núlíðandi kjörtímabili og því fyrra hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórnarsamstarfi með flokkum sem hafa aðra sýn á samfélagið en hann sjálfur. Í umræddu samstarfi hefur flokkurinn þurft að víkja frá ýmsum grunnfrelsismálum, sem er miður. Afglæpavæðing neysluskammta, frjálsara fjölmiðlaumhverfi, niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu, aukið frelsi foreldra til að velja nafn á börnin sín og afnám einokunar ÁTVR á áfengissölu eru meðal þeirra mála sem að við hefðum viljað sjá Sjálfstæðisflokkinn leggja meiri áherslu á. Við munum halda þessum mikilvægu málum á lofti og skorum á flokkinn að standa með þeim. Auðvelt er að skilja þessi litlu frelsismál eftir og stimpla þau sem „ekki forgangsmál“ en þó svo að mál séu lítil í hinu stóra samhengi er það ekki ástæða til að skilja þau eftir. Flokkur unga fólksins Mikilvæg verkefni eru framundan hjá Heimdalli á komandi starfsári. Sveitarstjórnarkosningar eru framundan en í þeim felast miklar áskoranir en þó ekki síður tækifæri – tækifæri til að sannfæra ungt fólk um gildi Sjálfstæðisstefnunnar. Heimdallur er þó ekki síður mikilvægur til að veita kjörnum fulltrúum aðhald með því að minna flokkinn á grunngildi sín þegar þeir eru komnir af sporinu. Við erum óhrædd við að stíga fram og minna flokkinn á þessi grunngildi. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki og hefur sýnt það í verki, til að mynda með því að skipa tvo yngstu ráðherra í sögu íslenska lýðveldisins. Auk þess er vert að nefna að þeir tveir frambjóðendur sem hafa gefið kost á sér í fyrsta sæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor teljast ungir sjálfstæðismenn – enda falla allir flokksmenn þar undir sem eru á aldursbilinu 15 til 35 ára. Á fyrri árum dró ungt fólk vagninn í fylgi flokksins en það er ekki raunin lengur. Við þurfum að sýna að Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur unga fólksins. Grunnstef flokksins um frelsi einstaklingsins til athafna á samleið með skoðunum ungs fólks en þrátt fyrir það er raunin sú að ungt fólk telur sig ekki eiga samleið með flokknum. Því er ljóst að Sjálfstæðisflokknum er mikill vandi á höndum því án ungs fólks á flokkurinn enga framtíð. Hugsjónir ungs fólks eru hugsjónir framtíðarinnar, hugsjónir sem flokkurinn hefur horft framhjá og ekki hlustað nægilega vel á. Því þarf öfluga ungliðahreyfingu til að minna flokkinn á að svara kalli framtíðarinnar – því framtíðin bíður ekki eftir Sjálfstæðisflokknum. Við bjóðum því fram okkar krafta til að leiða ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Öll búsett í Reykjavík á aldrinum 15 – 35 ára sem eru skráð í flokkinn geta kosið – hægt er að skrá sig með rafrænum skilríkjum, hér: https://xd.is/minar-sidur/. Kosið verður í Valhöll (Háaleitisbraut 1) milli kl 16 – 20 á fimmtudag og 16 – 19 á föstudag. Ég skora á þig, kæri lesandi, að taka þátt! Höfundur leiðir lista Birtu Karenar og Kára Freys í framboði til stjórnarsetu í Heimdalli, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun