Enginn leikmaður hefur snert boltann jafnsjaldan og Lukaku um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 21:00 Romelu Lukaku kom bara sjö sinnum við boltann í leiknum á móti Crystal Palace og eitt af þeim skiptum var upphafsspyrna leiksins. AP/Alberto Pezzali Romelu Lukaku er ein stærsta stjarnan í Chelsea liðinu og ætti að vera mesti markaskorari liðsins. Hann setti hins vegar met í að sjá lítið af boltanum í leik liðsins um helgina. Lukaku kom aðeins sjö sinnum við boltann í leiknum og ein af þessum snertingum var upphafsspyrna leiksins. Frá því að menn fóru að taka saman tölfræði yfir snertingar leikmanna við boltann á 2003-04 tímabilinu hefur enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni komið svo sjaldan við boltann í leik þar sem þeir spila allar níutíu mínúturnar. Lukaku spilaði fremstur í 4-2-3-1 leikkerfinu og fyrir aftan hann voru þeir Kai Havertz, Christian Pulisic og Hakim Ziyech. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Lukaku komst í fréttirnar fyrr á tímabilinu þar sem hann opinberaði ónægju sína í blaðaviðtali um leikstíl Cheslea liðsins. Thomas Tuchel virtist leysa það mál innanhúss og Lukaku hefur spilað flesta leiki liðsins síðan. Belgíski markaskorarinn átti síðan mikinn þátt í sigri Chelsea í heimsmeistarakeppni félagsliða með því að skora í bæði undanúrslitaleiknum og úrslitaleiknum. Hann hefur hins vegar ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2022. Þegar liðið spilar jafn varfærin fótbolta og um helgina þá eru ekki miklar líkur að hann fari að raða inn mörkum. Chelsea náði reyndar að vinna leikinn þökk sé marki Hakim Ziyech á 89. mínútu leiksins. Lukaku sá aftur á móti svo lítið af boltanum að hann setti nýtt met. Hann skoraði síðast í deildinni á móti Brighton 29. desember síðastliðinn en frá þeim leik hefur hann spilað fjóra deildarleiki í röð án þess að skora og alls 350 af 360 mínútum í boði í þeim. Hér fyrir neðan má síðan sjá kort af því hvar Lukaku kom við boltann í leiknum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Lukaku kom aðeins sjö sinnum við boltann í leiknum og ein af þessum snertingum var upphafsspyrna leiksins. Frá því að menn fóru að taka saman tölfræði yfir snertingar leikmanna við boltann á 2003-04 tímabilinu hefur enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni komið svo sjaldan við boltann í leik þar sem þeir spila allar níutíu mínúturnar. Lukaku spilaði fremstur í 4-2-3-1 leikkerfinu og fyrir aftan hann voru þeir Kai Havertz, Christian Pulisic og Hakim Ziyech. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Lukaku komst í fréttirnar fyrr á tímabilinu þar sem hann opinberaði ónægju sína í blaðaviðtali um leikstíl Cheslea liðsins. Thomas Tuchel virtist leysa það mál innanhúss og Lukaku hefur spilað flesta leiki liðsins síðan. Belgíski markaskorarinn átti síðan mikinn þátt í sigri Chelsea í heimsmeistarakeppni félagsliða með því að skora í bæði undanúrslitaleiknum og úrslitaleiknum. Hann hefur hins vegar ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2022. Þegar liðið spilar jafn varfærin fótbolta og um helgina þá eru ekki miklar líkur að hann fari að raða inn mörkum. Chelsea náði reyndar að vinna leikinn þökk sé marki Hakim Ziyech á 89. mínútu leiksins. Lukaku sá aftur á móti svo lítið af boltanum að hann setti nýtt met. Hann skoraði síðast í deildinni á móti Brighton 29. desember síðastliðinn en frá þeim leik hefur hann spilað fjóra deildarleiki í röð án þess að skora og alls 350 af 360 mínútum í boði í þeim. Hér fyrir neðan má síðan sjá kort af því hvar Lukaku kom við boltann í leiknum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira