Einræðisherrar, auðjöfrar og fíkniefnabarónar meðal viðskiptavina Credit Suisse Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 15:01 Til vinstri má sjá Imeldu Marcos og eiginmann hennar Ferdinand, sem var einræðisherra Filippseyja til ársins 1986. Til vinstri eru Alaa og Gamal Mubarak, synir Hosni Mubarak fyrrverandi einræðisherra Egyptalands. Vísir/Getty Meira en sex þúsund þeirra þrjátíu þúsund sem eiga í viðskiptum við svissneska bankann Credit Suisse eru frá aðeins fjórum ríkjum: Venesúela, Egyptalandi, Úkraínu og Taílandi. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa strítt við mikinn pólitískan óstöðugleika. Upplýsingum um viðskiptavini bankans var lekið til fjölmiðla af uppljóstrara innan bankans og fyrstu fréttir upp úr gögnunum birtar í gærkvöldi. Lekinn er mjög umfangsmikill og í gögnum má finna upplýsingar um þrjátíu þúsund viðskiptavini bankans sem eiga ríflega eitt hundrað milljarða franka í bankanum, jafnvirði á fjórtánda þúsund milljarða íslenskra króna. Uppljóstrarinn lak gögnunum til þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung en fjölmargir fjölmiðlar í fjölda landa tóku þátt í að vinna úr gögnunum. Íslendingar kannast eflaust margir við dagblaðið Süddeutsche Zeitung en það átti stóran hlut í uppljóstrun Panamaskjalanna svokölluðu. Af frétt Guardian um málið að dæma er enginn viðskiptavina bankans búsettur hér á landi en þó er ekki loku fyrir það skotið að finna megi Íslendinga í hópi þeirra. Vatíkanið, spilltir stjórnmálamenn og olíujöfrar Margir viðskiptavinanna eiga vafasaman bakgrunn, svo ekki sé meira sagt, þrátt fyrir fjölda loforða bankans um að eiga ekki í viðskiptum við slíka aðila. Bankinn hefur til að mynda haldið úti og opnað fjölda bankareikninga fyrir dæmda glæpamenn í gegnum tíðina. Meðal þeirra sem hafa átt í viðskiptum við bankann er maður sem var sakfelldur fyrir mansal á Filippseyjum, fyrrverandi yfirmaður kauphallarinnar í Hong Kong sem sat lengi í fangelsi vegna mútuþægni, milljarðamæringur sem réð leigumorðingja til að myrða kærustuna sína, úkraínskir og egypskir stjórnmálamenn og olíujöfrar frá Venesúela. Þá er einn bankareikninganna sem finna má í skjölunum í eigu Vatíkansins og benda gögnin til að hann hafi verið notaður í vafasamar fjárfestingar í Lundúnum. Málið er enn til rannsóknar í Bretlandi. Segja gögnin tekin úr samhengi Credit Suisse hefur sagst ekki geta tjáð sig um gögnin vegna strangrar lagasetningar um trúnað við viðskiptavini. „Credit Suisse harðneitar ásökunum og ályktunum um viðskiptahætti bankans,“ sagði bankinn í yfirlýsingu. Í yfirlýsingunni sagði að umfjöllun fréttastofa um gögnin væri meingölluð og byggð á völdum atriðum sem tekin væru úr samhengi sem gerði það að verkum að viðskiptahættir bankans virtust vafasamir. Þá væru gögnin mörg mjög gömul, margir bankareikninganna sem væru til umfjöllunar væru svo gamlir að viðskiptin hefðu ekki stangast á við þágildandi lög og reglur. Greint er frá því í frétt Guardian um málið að einhverjir bankareikninganna, sem finna megi í gögnunum, séu allt frá fimmta áratugi síðustu aldar en að meira en tveir þriðju hafi verið opnaðir eftir aldamót. Margir þeirra voru enn virkir þar til seint á síðasta áratug og hluti þeirra enn í notkun í dag. Credit Suisse tekst á við hvert hneykslismálið á fætur öðru Gagnalekinn bætir aðeins gráu á svart fyrir bankann en hann hefur þurft að takast á við röð hneykslismála undanfarna mánuði. Í janúar sagði António Horta-Osório, stjórnarformaður bankans, af sér eftir að hafa tvívegis brotið sóttvarnareglur vegna Covid-19. Þá var bankinn flæktur í hneykslismál í tengslum við fyrirtækið Greensill Capital og fjárfestingarfyrirtækið Archegos Capital og var á síðasta ári sektað um 350 milljónir evra vegna hluts síns í lánahneyksli í Mósambík. Þá varð bankinn sá fyrsti í Sviss til að verða ákærður fyrir að hafa hjálpað búlgörsku mafíunni við peningaþvætti vegna fíkniefnaviðskipta. Bankinn neitar sök í málinu. Mútur á mútur ofan Meðal vafasamra viðskiptavina bankans er Ronald Li Fook-shiu, sem opnaði reikning hjá Credit Suisse árið 2000. Li hafði þá starfað um árabil sem yfirmaður kauphallarinnar í Hong Kong og var einn efnaðasti maður borgarinnar og þekktur undir viðurnefninu „guðfaðir kauphallarinnar“. Hann var enn þekktari fyrir að hafa varið fjölda ára í fangelsi vegna viðskipta sinna. Ronald Li Fook-shiu, fyrrverandi yfirmaður kauphallarinnar í Hong Kong, var sakfelldur fyrir mútuþægni.Getty/May Tse Ferill Li endaði með hvelli árið 1990 þegar hann var sakfelldur fyrir mútuþægni gegn því að skrá fyrirtæki í kauphöllina. Þrátt fyrir það var því ekkert til fyrirstöðu, áratug síðar, að hann opnaði bankareikning í Sviss þar sem hann geymdi 59 milljónir svissneskra franka, eða um átta milljarða króna. Þrátt fyrir þetta kemur fram í skýrslu frá Credit Suisse árið 2017 að bankinn hafi á þriggja ára fresti endurmetið viðskipti sín við hvern viðskiptavin og jafnvel á eins árs fresti þegar viðskiptavinirnir voru metnir sem mikil áhætta. Það kerfi hafi verið í gildi í fimmtán ár samkvæmt skýrslunni, eða frá 2002 . Vegna kerfisins hafi mátt ætla að bankinn hefði rofið viðskipti sín við Eduard Seidel, þýskan starfsmann Siemens, sem leiddi innleiðingu fyrirtækisins í Nígeríu og var sakfelldur árið 2008 fyrir að greiða nígerskum stjórnmálamönnum mútur í þeim tilgangi að tryggja fyrirtækinu yfirburði á markaðnum. Seidel játaði aðild sína að mútugreiðslunum í kjölfar húsleitar þýskra yfirvalda í höfuðstöðvum Siemens árið 2006. Í kjölfarið var áhættan af viðskiptum Credit Suisse við Seidel endurmetin en bankareikningur hans var þó opinn langt fram á síðasta áratug og í honum að finna 54 milljónir svissneskra franka. Kókaín og kynlíf Rodoljub Radulovic. Annar vafasamur karakter sem bankinn átti í viðskiptum við var hinn serbneski Rodoljub Radulovic, sem hefur verið margdæmdur fyrir fjármálasvik. Tvö fyrirtæki í eigu Radulovic voru með reikninga hjá Credit Suisse, annar þeirra var opnaður árið 2005, einu ári eftir að hann hafði verið sakfelldur í fjársvikamáli sem Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna höfðaði gegn honum. Á öðrum reikningnum voru 3,4 milljónir svissneskra franka geymdar þar til reikningnum var lokað árið 2010. Nýlega var Radulovic dæmdur í tíu ára fangelsi í Serbíu fyrir þátt hans í að skipuleggja innflutning á kókaíni frá Suður-Ameríku fyrir glæpaforingjann Darko Saric. Svo virðist þó sem bankinn hafi fryst reikninga einhverra vafasamra viðskiptavina, en geymt það að loka þeim í lengri tíma. Stefan Sederholm. Til dæmis var bankareikningur Svíans Stefan Sederholm, sem opnaði reikning hjá bankanum árið 2008, opinn í tvö og hálft ár eftir að hann var sakfelldur fyrir mansal í Filippseyjum og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Upp komst um glæpi Sederholms árið 2009 þegar lögreglan í Manila, höfuðborg Filippseyja, gerði húsleit í húsnæði hreyfingarinnar Mindanao Peoples' Peace Movement en fann þar sautján konur í kynlífsathöfnum sem streymt var í gegn um netið fyrir erlenda viðskiptavini. Sederholm var sakfelldur fyrir mansal árið 2011. Svo virðist sem bankareikningur Sederholms hjá Credit Suisse hafi aldrei verið frystur og ekki lokað fyrr en árið 2013. Marcos hjónin þekktustu viðskiptavinir bankans Svissneskir bankar hafa í margar aldir skapað sér sérstöðu vegna laga um trúnað við viðskiptavini. Rekja má þessa sérstöðu allt til ársins 1713 þegar lög voru innleidd í Genf um að bankar mættu ekki upplýsa um fjárhæðirnar sem evrópskir aðalsmenn geymdu í bönkunum. Síðan þá hefur Sviss orðið skattaskjól margra efnuðustu manna heims og bankamenn tekið trúnaði við þá mjög alvarlega. Auk allra þessara vafasömu athafnamanna, sem nefndir hafa verið hér að framan, má í göngunum finna upplýsingar um enn vafasamari viðskiptavini: Hvern einræðisherrann á fætur öðrum. Ferdinand Marcos og Imelda eiginkona hans í kosningabaráttu í Filippseyjum.Getty/Andy Hernandez Ferdinand Marcos, fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, er í þeim hópi en talið er að hann og eiginkona hans Imelda hafi dregið sér allt að 1,2 billjónum króna úr ríkissjóði á valdatíð Marcos, sem lauk árið 1986. Það hefur ekki farið leynt að Marcos hjónin áttu í viðskiptum við Credit Suisse og að bankinn hjálpaði þeim meira að segja að stofna reikning undir dulnefnunum „William Saunders“ og „Jane Ryan“. Credit Suisse og annar banki voru árið 1995 látnir skila 500 milljónum bandaríkjadala úr bankareikningum hjónanna aftur til ríkissjóðs Filippseyja. Í þessum nýju gögnum, sem lekið var til fjölmiðla, kemur þó í ljós að Helen Rivilla, lögmaður sem var sakfelld árið 1992 fyrir að hjálpa Marcos hjónunum við peningaþvætti, átti í viðskiptum við bankann. Þrátt fyrir sakfellinguna fékk Rivilla að opna bankareikning hjá Credit Suisse árið 2000 og sömuleiðis eiginmaður hennar Antonio, sem var ákærður fyrir það sama og hún en sýknaður. Rændi 200 milljónum dala á einu ári Bankinn hefur sömuleiðis tengsl við nígerska einræðisherrann Sani Abacha, sem talinn er hafa stolið allt að fimm milljörðum bandaríkjadala úr ríkissjóði á aðeins sex árum. Abacha sjálfur átti ekki í viðskiptum við Credit Suisse en synir hans hafa lengi verið viðskiptavinir bankans, þar sem þeir geymdu 214 milljónir bandaríkjadala á tímabili. Pavlo Lasarenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, er talinn hafa rænt mörg hundruð milljónum Bandaríkjadala á valdatíð sinni.EPA PHOTO/ Sergei SUPINSKY Annar þjóðarleiðtogi sem stal fjármunum frá þjóð sinni er Pavlo Lazarenko, sem var forsætisráðherra Úkraínu frá 1997 til 1998 en var svo gert að segja af sér. Lazarenko er sagður hafa viðhaldið spillingu innan stjórnkerfisins á sínum stutta tíma í embætti og talinn hafa stolið 200 milljónum Bandaríkjadala úr ríkissjóði Úkraínu. Lazarenko er nú búsettur í Kaliforníu en að sögn lögmanns hans hafa bankareikningar hans hjá Credit Suisse verið frystir og hann ekki getað komist í þá í tvo áratugi. Einræðisherrar, synir þeirra og vinir Aðrir einræðisherrasynir sem voru í viðskiptum hjá bankanum eru Alaa og Gamal Mubarak, synir egypska einræðisherrans Hosni Mubarak, sem var við völd í þrjá áratugi til ársins 2011. Báðir synirnir hafa rekið viðskiptaveldi í Egyptalandi og verið viðskiptavinir Credit Suisse í áratugi, fyrst þegar þeir opnuðu sameiginlegan reikning árið 1993. Árið 2010, einu ári áður en föður þeirra var steypt af stóli, innihélt einn bankareikninganna í eigu Alaa 232 milljónir svissneskra franka. Árið 2015 voru bræðurnir og faðir þeirra dæmdir í þriggja ára fangelsi í Egyptalandi fyrir spillingu og fjárdrátt. Þeir vilja allir meina að málið gegn þeim hafi verið pólitískt. Tveir menn til viðbótar, sem tengjast Mubarak, áttu í viðskiptum við Credit Suisse. Annars vegar auðjöfurinn Hussein Salem, sem var fjármálaráðgjafi Mubaraks í þrjá áratugi, og auðgaðist af því að gera samninga við fyrirtæki um yfirburði þeirra á egypskum markaði. Salem lést árið 2013 eftir að hafa verið í útlegð á Spáni vegna ákæra sem hann sætti í heimalandinu fyrir peningaþvætti. Khaled Nezzar, fyrrverandi varnarmálaráðherra Alsír.Getty/Nacerdine ZEBAR Hins vegar er það Hisham Talaat Moustafa, milljarðamæringur og stjórnmálamaður í stjórnmálaflokki Mubaraks. Moustafa var árið 2009 sakfelldur fyrir að hafa ráðið leigumorðingja til að drepa fyrrverandi kærustu hans, líbönsku poppstjörnuna Suzanne Tamim, en reikningi hans hjá bankanum var ekki lokað fyrr en árið 2014. Aðrir menn sem tengjast stjórnmálum í Mið-Austurlöndum er yfirmaður njósna í valdatíð Mubaraks, Omar Suleiman, og fleiri njósna- og hernaðarsérfræðingar til dæmis frá Pakistan, Jórdan, Jemen og Írak. Einn þeirra, Khaled Nezzar, var varnarmálaráðherra Alsír til ársins 1993 en hann var einn lykilmanna í valdaráni sem framið var í landinu sem leiddi til ofsafenginnar borgarastyrjaldar og herforingjastjórnin, sem hann var í, sökuð um að láta óvini sína hverfa, pyntingar og aftökur án dóms og laga. Bankareikningur hans hjá Credit Suisse var opinn til ársins 2013 en tveimur árum áður hafði hann verið handtekinn í Sviss vegna meintra stríðsglæpa hans. Rannsóknin stendur enn yfir en hann neitar sök. Þá er Abdullah II, kongungur Jórdan, einn þeirra sem átt hefur í viðskiptum við bankann. Fram kemur í frétt Guardian að Abdullah hafi opnað tvo nýja reikninga hjá Credid Suisse árið 2011, á sama tíma og miklar óeirðir skóku landið, Arabíska vorið svokallaða. Abdullah er í hópi þeirra einvalda sem lengst hefur setið á konungsstóli og virðist vera sem hann hafi lítið vilja gefa upp um persónuleg fjármál sín. Á næstu fimm árum eftir Arabíska vorið átti Abdullah minnst sex reikninga hjá Credit Suisse og eiginkona hans, Rania drottning allavega einn. Samkvæmt gögnunum var rúmar 230 milljónir svissneskra franka að finna á aðeins einum þessara sjö reikninga. Lesa má ítarlega umfjöllun Guardian um gagnalekann hér. Efnahagsbrot Fréttaskýringar Sviss Tengdar fréttir Umfangsmikill gagnaleki frá Credit Suisse Upplýsingar um viðskiptavini svissneska bankans Credit Suisse hafa litið dagsins ljós í umfangsmiklum gagnaleka. Um er að ræða um þrjátíu þúsund viðskiptavini sem eiga ríflega eitt hundrað milljarða franka í bankanum. 20. febrúar 2022 18:22 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Upplýsingum um viðskiptavini bankans var lekið til fjölmiðla af uppljóstrara innan bankans og fyrstu fréttir upp úr gögnunum birtar í gærkvöldi. Lekinn er mjög umfangsmikill og í gögnum má finna upplýsingar um þrjátíu þúsund viðskiptavini bankans sem eiga ríflega eitt hundrað milljarða franka í bankanum, jafnvirði á fjórtánda þúsund milljarða íslenskra króna. Uppljóstrarinn lak gögnunum til þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung en fjölmargir fjölmiðlar í fjölda landa tóku þátt í að vinna úr gögnunum. Íslendingar kannast eflaust margir við dagblaðið Süddeutsche Zeitung en það átti stóran hlut í uppljóstrun Panamaskjalanna svokölluðu. Af frétt Guardian um málið að dæma er enginn viðskiptavina bankans búsettur hér á landi en þó er ekki loku fyrir það skotið að finna megi Íslendinga í hópi þeirra. Vatíkanið, spilltir stjórnmálamenn og olíujöfrar Margir viðskiptavinanna eiga vafasaman bakgrunn, svo ekki sé meira sagt, þrátt fyrir fjölda loforða bankans um að eiga ekki í viðskiptum við slíka aðila. Bankinn hefur til að mynda haldið úti og opnað fjölda bankareikninga fyrir dæmda glæpamenn í gegnum tíðina. Meðal þeirra sem hafa átt í viðskiptum við bankann er maður sem var sakfelldur fyrir mansal á Filippseyjum, fyrrverandi yfirmaður kauphallarinnar í Hong Kong sem sat lengi í fangelsi vegna mútuþægni, milljarðamæringur sem réð leigumorðingja til að myrða kærustuna sína, úkraínskir og egypskir stjórnmálamenn og olíujöfrar frá Venesúela. Þá er einn bankareikninganna sem finna má í skjölunum í eigu Vatíkansins og benda gögnin til að hann hafi verið notaður í vafasamar fjárfestingar í Lundúnum. Málið er enn til rannsóknar í Bretlandi. Segja gögnin tekin úr samhengi Credit Suisse hefur sagst ekki geta tjáð sig um gögnin vegna strangrar lagasetningar um trúnað við viðskiptavini. „Credit Suisse harðneitar ásökunum og ályktunum um viðskiptahætti bankans,“ sagði bankinn í yfirlýsingu. Í yfirlýsingunni sagði að umfjöllun fréttastofa um gögnin væri meingölluð og byggð á völdum atriðum sem tekin væru úr samhengi sem gerði það að verkum að viðskiptahættir bankans virtust vafasamir. Þá væru gögnin mörg mjög gömul, margir bankareikninganna sem væru til umfjöllunar væru svo gamlir að viðskiptin hefðu ekki stangast á við þágildandi lög og reglur. Greint er frá því í frétt Guardian um málið að einhverjir bankareikninganna, sem finna megi í gögnunum, séu allt frá fimmta áratugi síðustu aldar en að meira en tveir þriðju hafi verið opnaðir eftir aldamót. Margir þeirra voru enn virkir þar til seint á síðasta áratug og hluti þeirra enn í notkun í dag. Credit Suisse tekst á við hvert hneykslismálið á fætur öðru Gagnalekinn bætir aðeins gráu á svart fyrir bankann en hann hefur þurft að takast á við röð hneykslismála undanfarna mánuði. Í janúar sagði António Horta-Osório, stjórnarformaður bankans, af sér eftir að hafa tvívegis brotið sóttvarnareglur vegna Covid-19. Þá var bankinn flæktur í hneykslismál í tengslum við fyrirtækið Greensill Capital og fjárfestingarfyrirtækið Archegos Capital og var á síðasta ári sektað um 350 milljónir evra vegna hluts síns í lánahneyksli í Mósambík. Þá varð bankinn sá fyrsti í Sviss til að verða ákærður fyrir að hafa hjálpað búlgörsku mafíunni við peningaþvætti vegna fíkniefnaviðskipta. Bankinn neitar sök í málinu. Mútur á mútur ofan Meðal vafasamra viðskiptavina bankans er Ronald Li Fook-shiu, sem opnaði reikning hjá Credit Suisse árið 2000. Li hafði þá starfað um árabil sem yfirmaður kauphallarinnar í Hong Kong og var einn efnaðasti maður borgarinnar og þekktur undir viðurnefninu „guðfaðir kauphallarinnar“. Hann var enn þekktari fyrir að hafa varið fjölda ára í fangelsi vegna viðskipta sinna. Ronald Li Fook-shiu, fyrrverandi yfirmaður kauphallarinnar í Hong Kong, var sakfelldur fyrir mútuþægni.Getty/May Tse Ferill Li endaði með hvelli árið 1990 þegar hann var sakfelldur fyrir mútuþægni gegn því að skrá fyrirtæki í kauphöllina. Þrátt fyrir það var því ekkert til fyrirstöðu, áratug síðar, að hann opnaði bankareikning í Sviss þar sem hann geymdi 59 milljónir svissneskra franka, eða um átta milljarða króna. Þrátt fyrir þetta kemur fram í skýrslu frá Credit Suisse árið 2017 að bankinn hafi á þriggja ára fresti endurmetið viðskipti sín við hvern viðskiptavin og jafnvel á eins árs fresti þegar viðskiptavinirnir voru metnir sem mikil áhætta. Það kerfi hafi verið í gildi í fimmtán ár samkvæmt skýrslunni, eða frá 2002 . Vegna kerfisins hafi mátt ætla að bankinn hefði rofið viðskipti sín við Eduard Seidel, þýskan starfsmann Siemens, sem leiddi innleiðingu fyrirtækisins í Nígeríu og var sakfelldur árið 2008 fyrir að greiða nígerskum stjórnmálamönnum mútur í þeim tilgangi að tryggja fyrirtækinu yfirburði á markaðnum. Seidel játaði aðild sína að mútugreiðslunum í kjölfar húsleitar þýskra yfirvalda í höfuðstöðvum Siemens árið 2006. Í kjölfarið var áhættan af viðskiptum Credit Suisse við Seidel endurmetin en bankareikningur hans var þó opinn langt fram á síðasta áratug og í honum að finna 54 milljónir svissneskra franka. Kókaín og kynlíf Rodoljub Radulovic. Annar vafasamur karakter sem bankinn átti í viðskiptum við var hinn serbneski Rodoljub Radulovic, sem hefur verið margdæmdur fyrir fjármálasvik. Tvö fyrirtæki í eigu Radulovic voru með reikninga hjá Credit Suisse, annar þeirra var opnaður árið 2005, einu ári eftir að hann hafði verið sakfelldur í fjársvikamáli sem Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna höfðaði gegn honum. Á öðrum reikningnum voru 3,4 milljónir svissneskra franka geymdar þar til reikningnum var lokað árið 2010. Nýlega var Radulovic dæmdur í tíu ára fangelsi í Serbíu fyrir þátt hans í að skipuleggja innflutning á kókaíni frá Suður-Ameríku fyrir glæpaforingjann Darko Saric. Svo virðist þó sem bankinn hafi fryst reikninga einhverra vafasamra viðskiptavina, en geymt það að loka þeim í lengri tíma. Stefan Sederholm. Til dæmis var bankareikningur Svíans Stefan Sederholm, sem opnaði reikning hjá bankanum árið 2008, opinn í tvö og hálft ár eftir að hann var sakfelldur fyrir mansal í Filippseyjum og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Upp komst um glæpi Sederholms árið 2009 þegar lögreglan í Manila, höfuðborg Filippseyja, gerði húsleit í húsnæði hreyfingarinnar Mindanao Peoples' Peace Movement en fann þar sautján konur í kynlífsathöfnum sem streymt var í gegn um netið fyrir erlenda viðskiptavini. Sederholm var sakfelldur fyrir mansal árið 2011. Svo virðist sem bankareikningur Sederholms hjá Credit Suisse hafi aldrei verið frystur og ekki lokað fyrr en árið 2013. Marcos hjónin þekktustu viðskiptavinir bankans Svissneskir bankar hafa í margar aldir skapað sér sérstöðu vegna laga um trúnað við viðskiptavini. Rekja má þessa sérstöðu allt til ársins 1713 þegar lög voru innleidd í Genf um að bankar mættu ekki upplýsa um fjárhæðirnar sem evrópskir aðalsmenn geymdu í bönkunum. Síðan þá hefur Sviss orðið skattaskjól margra efnuðustu manna heims og bankamenn tekið trúnaði við þá mjög alvarlega. Auk allra þessara vafasömu athafnamanna, sem nefndir hafa verið hér að framan, má í göngunum finna upplýsingar um enn vafasamari viðskiptavini: Hvern einræðisherrann á fætur öðrum. Ferdinand Marcos og Imelda eiginkona hans í kosningabaráttu í Filippseyjum.Getty/Andy Hernandez Ferdinand Marcos, fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, er í þeim hópi en talið er að hann og eiginkona hans Imelda hafi dregið sér allt að 1,2 billjónum króna úr ríkissjóði á valdatíð Marcos, sem lauk árið 1986. Það hefur ekki farið leynt að Marcos hjónin áttu í viðskiptum við Credit Suisse og að bankinn hjálpaði þeim meira að segja að stofna reikning undir dulnefnunum „William Saunders“ og „Jane Ryan“. Credit Suisse og annar banki voru árið 1995 látnir skila 500 milljónum bandaríkjadala úr bankareikningum hjónanna aftur til ríkissjóðs Filippseyja. Í þessum nýju gögnum, sem lekið var til fjölmiðla, kemur þó í ljós að Helen Rivilla, lögmaður sem var sakfelld árið 1992 fyrir að hjálpa Marcos hjónunum við peningaþvætti, átti í viðskiptum við bankann. Þrátt fyrir sakfellinguna fékk Rivilla að opna bankareikning hjá Credit Suisse árið 2000 og sömuleiðis eiginmaður hennar Antonio, sem var ákærður fyrir það sama og hún en sýknaður. Rændi 200 milljónum dala á einu ári Bankinn hefur sömuleiðis tengsl við nígerska einræðisherrann Sani Abacha, sem talinn er hafa stolið allt að fimm milljörðum bandaríkjadala úr ríkissjóði á aðeins sex árum. Abacha sjálfur átti ekki í viðskiptum við Credit Suisse en synir hans hafa lengi verið viðskiptavinir bankans, þar sem þeir geymdu 214 milljónir bandaríkjadala á tímabili. Pavlo Lasarenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, er talinn hafa rænt mörg hundruð milljónum Bandaríkjadala á valdatíð sinni.EPA PHOTO/ Sergei SUPINSKY Annar þjóðarleiðtogi sem stal fjármunum frá þjóð sinni er Pavlo Lazarenko, sem var forsætisráðherra Úkraínu frá 1997 til 1998 en var svo gert að segja af sér. Lazarenko er sagður hafa viðhaldið spillingu innan stjórnkerfisins á sínum stutta tíma í embætti og talinn hafa stolið 200 milljónum Bandaríkjadala úr ríkissjóði Úkraínu. Lazarenko er nú búsettur í Kaliforníu en að sögn lögmanns hans hafa bankareikningar hans hjá Credit Suisse verið frystir og hann ekki getað komist í þá í tvo áratugi. Einræðisherrar, synir þeirra og vinir Aðrir einræðisherrasynir sem voru í viðskiptum hjá bankanum eru Alaa og Gamal Mubarak, synir egypska einræðisherrans Hosni Mubarak, sem var við völd í þrjá áratugi til ársins 2011. Báðir synirnir hafa rekið viðskiptaveldi í Egyptalandi og verið viðskiptavinir Credit Suisse í áratugi, fyrst þegar þeir opnuðu sameiginlegan reikning árið 1993. Árið 2010, einu ári áður en föður þeirra var steypt af stóli, innihélt einn bankareikninganna í eigu Alaa 232 milljónir svissneskra franka. Árið 2015 voru bræðurnir og faðir þeirra dæmdir í þriggja ára fangelsi í Egyptalandi fyrir spillingu og fjárdrátt. Þeir vilja allir meina að málið gegn þeim hafi verið pólitískt. Tveir menn til viðbótar, sem tengjast Mubarak, áttu í viðskiptum við Credit Suisse. Annars vegar auðjöfurinn Hussein Salem, sem var fjármálaráðgjafi Mubaraks í þrjá áratugi, og auðgaðist af því að gera samninga við fyrirtæki um yfirburði þeirra á egypskum markaði. Salem lést árið 2013 eftir að hafa verið í útlegð á Spáni vegna ákæra sem hann sætti í heimalandinu fyrir peningaþvætti. Khaled Nezzar, fyrrverandi varnarmálaráðherra Alsír.Getty/Nacerdine ZEBAR Hins vegar er það Hisham Talaat Moustafa, milljarðamæringur og stjórnmálamaður í stjórnmálaflokki Mubaraks. Moustafa var árið 2009 sakfelldur fyrir að hafa ráðið leigumorðingja til að drepa fyrrverandi kærustu hans, líbönsku poppstjörnuna Suzanne Tamim, en reikningi hans hjá bankanum var ekki lokað fyrr en árið 2014. Aðrir menn sem tengjast stjórnmálum í Mið-Austurlöndum er yfirmaður njósna í valdatíð Mubaraks, Omar Suleiman, og fleiri njósna- og hernaðarsérfræðingar til dæmis frá Pakistan, Jórdan, Jemen og Írak. Einn þeirra, Khaled Nezzar, var varnarmálaráðherra Alsír til ársins 1993 en hann var einn lykilmanna í valdaráni sem framið var í landinu sem leiddi til ofsafenginnar borgarastyrjaldar og herforingjastjórnin, sem hann var í, sökuð um að láta óvini sína hverfa, pyntingar og aftökur án dóms og laga. Bankareikningur hans hjá Credit Suisse var opinn til ársins 2013 en tveimur árum áður hafði hann verið handtekinn í Sviss vegna meintra stríðsglæpa hans. Rannsóknin stendur enn yfir en hann neitar sök. Þá er Abdullah II, kongungur Jórdan, einn þeirra sem átt hefur í viðskiptum við bankann. Fram kemur í frétt Guardian að Abdullah hafi opnað tvo nýja reikninga hjá Credid Suisse árið 2011, á sama tíma og miklar óeirðir skóku landið, Arabíska vorið svokallaða. Abdullah er í hópi þeirra einvalda sem lengst hefur setið á konungsstóli og virðist vera sem hann hafi lítið vilja gefa upp um persónuleg fjármál sín. Á næstu fimm árum eftir Arabíska vorið átti Abdullah minnst sex reikninga hjá Credit Suisse og eiginkona hans, Rania drottning allavega einn. Samkvæmt gögnunum var rúmar 230 milljónir svissneskra franka að finna á aðeins einum þessara sjö reikninga. Lesa má ítarlega umfjöllun Guardian um gagnalekann hér.
Efnahagsbrot Fréttaskýringar Sviss Tengdar fréttir Umfangsmikill gagnaleki frá Credit Suisse Upplýsingar um viðskiptavini svissneska bankans Credit Suisse hafa litið dagsins ljós í umfangsmiklum gagnaleka. Um er að ræða um þrjátíu þúsund viðskiptavini sem eiga ríflega eitt hundrað milljarða franka í bankanum. 20. febrúar 2022 18:22 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Umfangsmikill gagnaleki frá Credit Suisse Upplýsingar um viðskiptavini svissneska bankans Credit Suisse hafa litið dagsins ljós í umfangsmiklum gagnaleka. Um er að ræða um þrjátíu þúsund viðskiptavini sem eiga ríflega eitt hundrað milljarða franka í bankanum. 20. febrúar 2022 18:22