Spennan milli Úkraínu og Rússlands heldur áfram að magnast og vesturveldin eru í viðbragðsstöðu. Varnarmálaráðherra Bretlands segir að forseti Rússlands ætli sér að ráðast inn í Úkraínu. Rússlandsher heldur áfram að safnast að landamærum Úkraínu.
Landspítalinn hyggst ekki sækja um undanþágur frá einangrun fyrir starfsfólk sitt nema brýna nauðsyn beri til, að sögn forstjórans. Sóttvarnalæknir segir að forsendur séu fyrir því að veita slíkar undanþágur.
Forsætisráðherra segist hafa verið brugðið yfir fréttum af því að fjórir blaðamenn hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu í tengslum við umfjallanir þeirra um Samherja.
Rætt verður við baráttukonu fyrir réttindum barna sem blöskrar umræða um mál fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla sem lenti í átökum við kennara.
Þá verður rætt við Mjófirðinga í fréttatímanum um hvernig hægt sé að fjölga þar.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18:30 á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2.