Rýma hús á Patreksfirði og lýsa yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. febrúar 2022 19:40 Átta hús hafa nú verið rýmd á Patreksfirði. Mynd úr safni. VÍSIR/GÚSTAF GÚSTAFSSON Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og hafa því átta íbúðarhús verið rýmd á svæðinu. Óvissustig er nú í gildi vegna hættu á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. „Veðrið á Patreksfirði hefur versnað mikið, vindur er kominn í austan rúmlega 20 m/s á Brellum, það snjóar töluvert og skefur. Veðurspáin fyrir nóttina gerir ráð fyrir austan og norðaustan 20-28 m/s með talsverði snjókomu í nótt,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Að því er kemur fram í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum var ákvörðun tekin um að rýma húsin eftir að Veðurstofan lýsti yfir hættustigi í dag. Um er að ræða átta íbúðarhús, , annars vegar hús við Hóla og hins vegar hús við Mýra. Í heildina hafa 28 íbúar þurft að yfirgefa heimili sín tímabundið vegna hættustigsins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni féll minniháttar snjóflóð aðfaranótt sunnudags ofan við reitinn sem hefur nú verið rýmdur. „Varnargarður ver hluta reitsins en framkvæmdir eru hafnar við garð sem á að verja þann hluta sem nú hefur verið rýmdur,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Á norðanverðum Vestfjörðum, Ísafirði og nágrenni, er óvissustig í gildi vegna hættu á snjóflóðum. Ofanflóðaeftirlit Veðurstofu Íslands fylgist vel með aðstæðum og spá. Ekkert ferðaveður er á svæðinu í kvöld eða í nótt þar sem margir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og getur færð sömuleiðis spillst með skömmum fyrirvara. Vesturbyggð Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Almannavarnir Tengdar fréttir Veðurvaktin: Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Sjá meira
„Veðrið á Patreksfirði hefur versnað mikið, vindur er kominn í austan rúmlega 20 m/s á Brellum, það snjóar töluvert og skefur. Veðurspáin fyrir nóttina gerir ráð fyrir austan og norðaustan 20-28 m/s með talsverði snjókomu í nótt,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Að því er kemur fram í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum var ákvörðun tekin um að rýma húsin eftir að Veðurstofan lýsti yfir hættustigi í dag. Um er að ræða átta íbúðarhús, , annars vegar hús við Hóla og hins vegar hús við Mýra. Í heildina hafa 28 íbúar þurft að yfirgefa heimili sín tímabundið vegna hættustigsins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni féll minniháttar snjóflóð aðfaranótt sunnudags ofan við reitinn sem hefur nú verið rýmdur. „Varnargarður ver hluta reitsins en framkvæmdir eru hafnar við garð sem á að verja þann hluta sem nú hefur verið rýmdur,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Á norðanverðum Vestfjörðum, Ísafirði og nágrenni, er óvissustig í gildi vegna hættu á snjóflóðum. Ofanflóðaeftirlit Veðurstofu Íslands fylgist vel með aðstæðum og spá. Ekkert ferðaveður er á svæðinu í kvöld eða í nótt þar sem margir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og getur færð sömuleiðis spillst með skömmum fyrirvara.
Vesturbyggð Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Almannavarnir Tengdar fréttir Veðurvaktin: Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Sjá meira
Veðurvaktin: Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34