Fyrst var farið yfir hvort Zion Williamsson, leikmaður New Orleans Pelicans, geti orðið að alvöru stjörnu í NBA-deildinni. Mikið var látið með Zion er hann kom í deildina eftir frábær ár í háskólaboltanum en hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann skrifaði undir hjá Pelicans.
„Það lítur ekki vel út eins og staðan er núna. Það er ekki víst hvort hann þurfi aðgerð eða ekki. Það verður skoðað seinna eða ekki. Þetta er farið að líta frekar illa út,“ sagði Hörður Unnsteinsson, sérfræðingur þáttarins að þessu sinni, áður en hann svaraði spurningunni.
Sigurður Orri spáði því hins vegar að Zion yrði mættur til Tyrklands eftir nokkur ár.
Hörður var svo handviss um að DeMar DeRozan, leikmaður Chicago Bulls, yrði meðal fimm verðmætustu leikmanna deildarinnar í ár: „100 prósent.“
„Ég get ekki peppað þetta,“ sagði Hörður um troðslukeppni NBA-deildarinnar áður en umræðan snerist að hvaða lið væri best í Austurdeildinni.
„Hann er svo gott sem að koma syni sínum inn í deildina með þessu,“ sagði Hörður um ummæli LeBron James varðandi son sinn en Sigurður Orri vildi vita hvort Hörður myndi vilja taka Bronny og LeBron James saman sem pakkadíl.
Spurningarnar í Nei eða Já að þessu sinni:
- Verður Zion stjarna í deildinni?
- DeMar DeRozan topp 5 í MVP?
- Troðslukeppnin?
- Miami eru besta liðið í Austrinu?
- LeBron James vill spila síðasta tímabilið með syni sinum
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.