Fjölga á tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglu Rannveig Þórisdóttir skrifar 22. febrúar 2022 09:00 Frá árinu 2010 hefur tilkynningum vegna kynferðisofbeldis fjölgað nær stöðugt hjá lögreglu. Fjölgun eða fækkun skráðra kynferðisbrota getur verið vegna raunverulegra breytinga í samfélaginu en einnig vegna ytri þátta sem hafa áhrif á skilgreiningu brota og það hvort þau eru tilkynnt eða ekki. Þannig hafa lagalegar úrbætur í málaflokknum á undanförnum árum leitt til víðari og nákvæmari lagalegra skilgreininga sem leitt hafa til fjölgunar tilkynninga. Þá getur aukið aðgengi að lögreglu leitt til þess að fleiri treysti sér til að tilkynna auk þess sem samfélagsumræða á borð við #metoo getur leitt til þess að fleiri tilkynna brot sem þau hafa orðið fyrir. Færri brot árið 2020 en árin þar á undan Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid 19 í hámarki. Ef litið er til kynferðisbrota sem áttu sér stað það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan má sjá að heildarfjöldi brota var aðeins lægri (8% færri). Ef hins vegar er litið til einstakra flokka er vert að nefna tvennt. Annars vegar fækkaði nauðgunum úr að meðaltali 201 brotum á árunum 2017 til 2019 í 114 brot, sem nemur um 43% fækkun. Hins vegar fjölgaði tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum en þau voru 102 talsins árið 2020 en að meðaltali 70 á ári þrjú árin þar á undan (46% fjölgun). Brot gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) voru 77 árið 2021, en ný lög tóku gildi í byrjun árs sem ná yfir stafræn kynferðisbrot sem fela m.a. í sér öflun, dreifingu eða hótun um dreifingu myndefnis. Brotum fjölgaði aftur árið 2021 en reglur um samkomutakmarkanir gengu að einhverju leyti til baka a.m.k. hluta ársins. Þegar horft er til fjölda brota eftir ári atviks þá má sjá að tilkynnt var um 150 nauðganir árið 2021 samanborið við 114 tilvik árið áður (32% fjölgun). Að meðaltali var tilkynnt um 10 nauðganir á mánuði sem áttu sér stað árið 2020 en árið 2021 voru tilvikin 13 á mánuði og 14 árið 2019. Af þessu má sjá að nauðgunum hefur fjölgað nær stöðugt frá árinu 2014, að undanskildu árinu 2020 er þeim fækkaði verulega. Grunaðir og brotaþolar Karlar eru í meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferðisbrot og eru flestir brotaþolar konur. Árið 2021 voru karlar grunaðir í 94% brota og konur í 6% brota. Rúmlega helmingur sakborninga voru ungir karlar. Brotaþolar eru yfirleitt ungar konur og stór hluti þeirra stúlkur undir 18 ára, sem eru börn að lögum. Fjölgun tilkynninga vegna kynferðisbrota gegn börnum endurspeglast í að sífellt hærra hlutfall brotaþola kynferðisbrota er undir 18 ára aldri. Þannig er hlutfall brotaþola undir 18 ára aldri 61% af heildarfjölda brotaþola kynferðisbrota á árinu 2021. Árið 2021 voru karlar brotaþolar í 15% brota og konur í 85% brota sem komu á borð lögreglu. Ef eingöngu er litið til nauðgana er hlutfallið 7% karlar og 93% konur meðal brotaþola. Meðalaldur grunaðra í kynferðisbrotum er hærri en brotaþola yfir tímabilið 2015-2021 og var 35 ár hjá körlum. Meðalaldur brotaþola í kynferðisbrotum er 23 ár hjá konum og 20 ár hjá körlum. Tilkynntum brotum á að fjölga Það er skýrt markmið hjá lögreglunni að leita allra leiða til að þau sem verði fyrir kynferðisbroti geti leitað réttar síns með því að tilkynna brotið til lögreglu. Vegna þessa má búast við því að tilkynntum brotum muni halda áfram að fjölga, enda sýna rannsóknir að mun fleiri kynferðisbrot eiga sér stað en tilkynnt er um til lögreglu. Má þar nefna rannsóknir ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um Reynslu landsmanna af afbrotum frá 2013 til 2020. Við höfnum því að ofbeldi sé hluti af samfélagi okkar og munum halda áfram að vinna að því að bæta þjónustu lögreglunnar og aðgengi fyrir þau sem þurfa á aðstoð að halda. Mikilvægt skref í þá átt er að fylgja áfram aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Ég vil einnig benda á vefgátt 112 um ofbeldi fyrir þolendur, aðstandendur og gerendur með upplýsingum gegn ofbeldi. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Frá árinu 2010 hefur tilkynningum vegna kynferðisofbeldis fjölgað nær stöðugt hjá lögreglu. Fjölgun eða fækkun skráðra kynferðisbrota getur verið vegna raunverulegra breytinga í samfélaginu en einnig vegna ytri þátta sem hafa áhrif á skilgreiningu brota og það hvort þau eru tilkynnt eða ekki. Þannig hafa lagalegar úrbætur í málaflokknum á undanförnum árum leitt til víðari og nákvæmari lagalegra skilgreininga sem leitt hafa til fjölgunar tilkynninga. Þá getur aukið aðgengi að lögreglu leitt til þess að fleiri treysti sér til að tilkynna auk þess sem samfélagsumræða á borð við #metoo getur leitt til þess að fleiri tilkynna brot sem þau hafa orðið fyrir. Færri brot árið 2020 en árin þar á undan Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid 19 í hámarki. Ef litið er til kynferðisbrota sem áttu sér stað það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan má sjá að heildarfjöldi brota var aðeins lægri (8% færri). Ef hins vegar er litið til einstakra flokka er vert að nefna tvennt. Annars vegar fækkaði nauðgunum úr að meðaltali 201 brotum á árunum 2017 til 2019 í 114 brot, sem nemur um 43% fækkun. Hins vegar fjölgaði tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum en þau voru 102 talsins árið 2020 en að meðaltali 70 á ári þrjú árin þar á undan (46% fjölgun). Brot gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) voru 77 árið 2021, en ný lög tóku gildi í byrjun árs sem ná yfir stafræn kynferðisbrot sem fela m.a. í sér öflun, dreifingu eða hótun um dreifingu myndefnis. Brotum fjölgaði aftur árið 2021 en reglur um samkomutakmarkanir gengu að einhverju leyti til baka a.m.k. hluta ársins. Þegar horft er til fjölda brota eftir ári atviks þá má sjá að tilkynnt var um 150 nauðganir árið 2021 samanborið við 114 tilvik árið áður (32% fjölgun). Að meðaltali var tilkynnt um 10 nauðganir á mánuði sem áttu sér stað árið 2020 en árið 2021 voru tilvikin 13 á mánuði og 14 árið 2019. Af þessu má sjá að nauðgunum hefur fjölgað nær stöðugt frá árinu 2014, að undanskildu árinu 2020 er þeim fækkaði verulega. Grunaðir og brotaþolar Karlar eru í meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferðisbrot og eru flestir brotaþolar konur. Árið 2021 voru karlar grunaðir í 94% brota og konur í 6% brota. Rúmlega helmingur sakborninga voru ungir karlar. Brotaþolar eru yfirleitt ungar konur og stór hluti þeirra stúlkur undir 18 ára, sem eru börn að lögum. Fjölgun tilkynninga vegna kynferðisbrota gegn börnum endurspeglast í að sífellt hærra hlutfall brotaþola kynferðisbrota er undir 18 ára aldri. Þannig er hlutfall brotaþola undir 18 ára aldri 61% af heildarfjölda brotaþola kynferðisbrota á árinu 2021. Árið 2021 voru karlar brotaþolar í 15% brota og konur í 85% brota sem komu á borð lögreglu. Ef eingöngu er litið til nauðgana er hlutfallið 7% karlar og 93% konur meðal brotaþola. Meðalaldur grunaðra í kynferðisbrotum er hærri en brotaþola yfir tímabilið 2015-2021 og var 35 ár hjá körlum. Meðalaldur brotaþola í kynferðisbrotum er 23 ár hjá konum og 20 ár hjá körlum. Tilkynntum brotum á að fjölga Það er skýrt markmið hjá lögreglunni að leita allra leiða til að þau sem verði fyrir kynferðisbroti geti leitað réttar síns með því að tilkynna brotið til lögreglu. Vegna þessa má búast við því að tilkynntum brotum muni halda áfram að fjölga, enda sýna rannsóknir að mun fleiri kynferðisbrot eiga sér stað en tilkynnt er um til lögreglu. Má þar nefna rannsóknir ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um Reynslu landsmanna af afbrotum frá 2013 til 2020. Við höfnum því að ofbeldi sé hluti af samfélagi okkar og munum halda áfram að vinna að því að bæta þjónustu lögreglunnar og aðgengi fyrir þau sem þurfa á aðstoð að halda. Mikilvægt skref í þá átt er að fylgja áfram aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Ég vil einnig benda á vefgátt 112 um ofbeldi fyrir þolendur, aðstandendur og gerendur með upplýsingum gegn ofbeldi. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun