Innlent

Hamarshöllin í Hveragerði fokin

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hér sést það sem eftir stendur í Hveragerði eftir fok Hamarshallarinnar.
Hér sést það sem eftir stendur í Hveragerði eftir fok Hamarshallarinnar. Aðsend

Hamarshöllin, risa blöðru íþróttahús er fokin og stendur grunnur hússins aðeins eftir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði staðfesti að höllin hafi fokið snemma í morgun í ofsaveðri í Hveragerði.

Lofthæð hússins var um 15 metrar en það var alls 5.120 fermetrar að stærð. Húsið var reist sumarið 2012 og hefur staðið af sér öll veður þangað til núna. Kostnaður við húsið var rúmlega 300 milljónir króna.

Áfallið er mikið fyrir samfélagið í Hveragerði en stór hluti íþróttastarfs í bænum hefur farið fram í höllinni undanfarin áratug. Knattspyrnuæfingar, fimleikaæfingar og auk þess hefur eldra fólk æft golf í höllinni.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa Selfyssingar þegar haft samband við granna sína í Hveragerði og boðið þeim afnot af nýrri innanhússaðstöðu Selfyssinga.

Tjónið hleypur á tugum ef ekki hundruð milljóna króna.Friðrik Sigurbjörnsson
Hér má sjá gólf Hamarshallarinnar. Alls kyns íþróttabúnaður er fokinn upp í dal.Friðrik Sigurbjörnsson
Það er fátt annað eftir en íþróttadýnur.Aðsend
Hamarshöllin í Hveragerði 2012 eftir að hún var blásin upp. Höllin hefur nýst mjög vel undir allskonar íþróttastarf. Nú stendur grunnurinn aðeins eftir.Valdimar Thorlacius



Fleiri fréttir

Sjá meira


×