Skoðun

Nýtum krafta Þór­dísar Sigurðar­dóttur í þágu borgar­búa

Guðrún Silja Steinarsdóttir skrifar

Hvernig má bæta starfsanda, rekstur, þjónustu og auka fagþekkingu?

Mín reynsla er sú að það er best gert með því að treysta því fólki sem vinnur verkin sem ætlast er til þess að séu unnin betur til að hafa áhrif á starf.

Þórdís Sigurðardóttir býður sig nú fram í fyrsta sæti prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík. Meðal þess sem fram hefur komið í hennar máli er að sú stjórnun, sem hún aðhyllist, miði að því að auka völd og áhrif starfsfólks og fækka milliliðum. Þessi aðferð sé líkleg til að auka virðingu fyrir störfum og bæta þjónustu gagnvart þeim sem hana þiggja sem er ekki síst mikilvægt þegar kemur að þjónustu sem snýr að velferð, svo sem við börn, aldraða og fatlað fólk.

Mig langar til að taka undir þessi orð hennar og lýsa yfir stuðningi við hana um leið. Eftir að hafa starfað með Þórdísi innan Hjallastefnunnar, þegar hún var þar framkvæmdastjóri, þekki ég til hennar góðu verka og treysti henni 100% til að breyta til hins betra. Með innleiðingu frekari valdeflingar starfsfólks, undir forystu Þórdísar, jókst ánægja foreldra með störf skólanna, starfsánægja jókst einnig, reksturinn varð betri á sama tíma og hlutfall fagmenntað starfsfólks var það hæsta sem þekktist á leikskólum um landið. Ég er sannfærð um að þessi stjórnun mun skila góðum árangri í verkefnum borgarinnar og vona að borgarbúum auðnist sú gæfa að njóta hennar krafta.

Höfundur er leikskólastjóri.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×