Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014 Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2022 09:40 Frá olíuvinnslu í Texas í Bandaríkjunum. EPA/TANNEN MAURY Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum. Pútín skrifaði undir samkomulag við leiðtoga héraðanna og hefur sent „friðargæsluliða“ á svæðið. Vestrænir ráðamenn óttast enn að Pútín ætli sér að gera allsherjar innrás í Úkraínu og sumir segja hana jafnvel þegar hafna. Tilkynna á refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna málsins í dag. Eins og bent er á í frétt CNBC var Rússland helsti Evrópu varðandi olíu og jarðgas í fyrra. Í frétt Reuters segir að spennan bætist við fyrri vandamál og verð hráolíu nálgist hundrað dali á tunnuna. Brent-hráolía hafði hækkað um 3,48 dali í morgun, eða um 3,7 prósent og stóð í 98,87 dölum klukkan níu í morgun. Vísitala olíu í Texas í Bandaríkjunum hækkaði um 4,41 dal eða 4,8 prósent og stóð í 95,48 dölum. Báðar tölurnar hafa ekki verið hærri frá 2014. Greinandi sem CNBC ræddi við segir olíuverð geta farið í allt að 110 dali á komandi dögum. Sérstaklega ef dregið verði úr flæðinu frá Rússlandi til Evrópu, sem samsvarar um þremur milljónum tunna á dag. Á móti kemur að nýtt kjarnorkusamkomulag við Íran gæti opnað á flæði um milljón tunna á dag þaðan. Bensín og olía Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Pútín skrifaði undir samkomulag við leiðtoga héraðanna og hefur sent „friðargæsluliða“ á svæðið. Vestrænir ráðamenn óttast enn að Pútín ætli sér að gera allsherjar innrás í Úkraínu og sumir segja hana jafnvel þegar hafna. Tilkynna á refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna málsins í dag. Eins og bent er á í frétt CNBC var Rússland helsti Evrópu varðandi olíu og jarðgas í fyrra. Í frétt Reuters segir að spennan bætist við fyrri vandamál og verð hráolíu nálgist hundrað dali á tunnuna. Brent-hráolía hafði hækkað um 3,48 dali í morgun, eða um 3,7 prósent og stóð í 98,87 dölum klukkan níu í morgun. Vísitala olíu í Texas í Bandaríkjunum hækkaði um 4,41 dal eða 4,8 prósent og stóð í 95,48 dölum. Báðar tölurnar hafa ekki verið hærri frá 2014. Greinandi sem CNBC ræddi við segir olíuverð geta farið í allt að 110 dali á komandi dögum. Sérstaklega ef dregið verði úr flæðinu frá Rússlandi til Evrópu, sem samsvarar um þremur milljónum tunna á dag. Á móti kemur að nýtt kjarnorkusamkomulag við Íran gæti opnað á flæði um milljón tunna á dag þaðan.
Bensín og olía Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira