Áður hefur verið greint frá því að Birta Karen Tryggvadóttir gefi kost á sér til formennsku í félaginu.
Í tilkynningu segir að Gunnar Smári sé 26 ára og sé á lokaári í meistaranámi í lögfræði við Háskóla Íslands.
„Árin 2016-2020 starfaði Gunnar Smári hjá Borgun, m.a. sem sérfræðingur í rekstrarlausnum á færsluhirðingarsviði. Þá hefur hann undanfarin tvö ár starfað sem laganemi á Rétti – Aðalsteinsson & partners. Gunnar Smári var aðstoðarmaður dósents við Lagadeild HÍ og hefur verið aðstoðarkennari við deildina. Sumarið 2020 vann Gunnar Smári að rannsóknarverkefni um áhrif ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika á skuldbindingargildi samninga, en verkefnið var styrkt af nýsköpunarsjóði námsmanna.
Gunnar Smári hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum undanfarin ár. Hann situr í framkvæmdastjórn SUS og er alþjóðafulltrúi sambandsins. Hann sat í stjórn Heimdallar 2018-2020, stjórn Vöku fls. 2018-2019 og stjórn Orators, félags laganema í HÍ 2019-2020, sem ritstjóri Úlfljóts, tímarits laganema. Þá var hann framkvæmdastjóri lögfræðiaðstoðar Orators 2020-2021,“ segir í tilkynningunni.
Ásamt Gunnari skipa eftirfarandi aðilar framboðslistann:
- Brynja Kristín Magnúsdóttir, 26 ára, lögfræðingur.
- Arent Orri Jónsson, 19 ára, laganemi við Háskóla Íslands.
- Halldís Hrund Guðmundsdóttir, 29 ára, fyrirtækjaeigandi.
- Alfreð Ari Chiarolanzio, 30 ára, tæknimaður.
- Silja Ísberg, 29 ára, sérfræðingur hjá ársreikningaskrá.
- Guðmundur Skarphéðinsson, 22 ára, laganemi við Háskóla Íslands og formaður Orators, félags laganema í HÍ.
- Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir, 20 ára, stúdent úr Verslunarskóla Íslands og vaktstjóri í Hreyfingu.
- Logi Stefánsson, 20 ára, viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands.
- Sædís Jónsdóttir, 26 ára, verkfræðinemi.
- Daníel Hjörvar Guðmundsson, 23 ára, laganemi við Háskóla Íslands.
- Anna Lára Orlowska, 27 ára, sálfræðinemi við Háskólann í Reykjavík.
- Garðar Árni Garðarsson, 21 árs, laganemi við Háskóla Íslands.
- Nína Rún Óladóttir, 27 ára, viðskiptafræðingur.
- Gísli Garðar Bergsson, 18 ára, nemi í Menntaskólanum í Reykjavík.
- Sigríður Birna Róbertsdóttir, 30 ára, meistaranemi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík.
- Eiður Atli Axelsson, 17 ára, nemi í Menntaskólanum í Reykjavík.
- Margrét Björk Grétarsdóttir, 24 ára, íþróttafræðinemi við Háskólann í Reykjavík.