„Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 14:01 Lyubomyra Petruk segir íbúa Úkraínu búa sig undir stríð. Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni og úkraínsk kona búsett á Íslandi segir landa sína búa sig undir stríð. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í nótt vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti í gær yfir stuðningi við sjálfstæðisyfirlýsingu héraðanna Luhansk og Donetsk og fyrirskipaði að herlið yrði sent inn til að sinna friðargæslu. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í yfirlýsingu við þjóð sína í gær að fólk ætti að halda ró sinni. Fólk þyrfti ekki að vera hrætt við neitt en heldur ekki gefast upp. Fordæma framferði Rússa Íslenskir ráðamenn hafa fordæmt framferði Rússa í málinu og í gær kom fram hjá utanríkisráðherra að Ísland muni taka þátt í aðgerðum til þess að bregðast við ákvörðun Pútíns. Bretar hafa boðað að þeir vilji beita Rússa refsiaðgerðum og þá ætlar Evrópusambandið að tilkynna um refsiaðgerðir gagnvart landinu eftir hádegi í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að Rússar séu að brjóta alþjóðalög. Hún hefur miklar áhyggjur af stöðunni enda verði á endanum almennir borgarar sem verði fórnarlömbin. Ísland taki þátt í aðgerðum í gegnum Evrópusambandið og NATO. Lyubomyra Petruk er frá Úkraínu en búsett hér á landi. Fyrir fimm árum, í febrúar 2014, hófst stríð Rússa og Úkraínu. Rússneska sambandsríkið, í bága við viðmið og meginreglur þjóðaréttar, innlimaði sjálfstjórnarlýðveldið Krímskaga og Sevastopol.og hernumdu ákveðin svæði í Donetsk og Luhansk svæðum. Lyubomyra segir að rússneski herinn sé hins vegar að fjölmenna þar og íbúar landsins búi sig undir stríð. „Þau eru að undirbúa sig undir stríð og þeir segja að rússneskir hermenn séu að koma frá Austur-Úkraínu,“ segir Lyubomyra. „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin.“ Þá séu sjálfstæðissinnar byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína. Bróðir vinkonu sinnar hafi fengið herkvaðningu. „Hann mun berjast gegn bróður sínum í liði Úkraínu,“ sagði Lyubomyra Petruk. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira
Forsætisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni og úkraínsk kona búsett á Íslandi segir landa sína búa sig undir stríð. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í nótt vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti í gær yfir stuðningi við sjálfstæðisyfirlýsingu héraðanna Luhansk og Donetsk og fyrirskipaði að herlið yrði sent inn til að sinna friðargæslu. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í yfirlýsingu við þjóð sína í gær að fólk ætti að halda ró sinni. Fólk þyrfti ekki að vera hrætt við neitt en heldur ekki gefast upp. Fordæma framferði Rússa Íslenskir ráðamenn hafa fordæmt framferði Rússa í málinu og í gær kom fram hjá utanríkisráðherra að Ísland muni taka þátt í aðgerðum til þess að bregðast við ákvörðun Pútíns. Bretar hafa boðað að þeir vilji beita Rússa refsiaðgerðum og þá ætlar Evrópusambandið að tilkynna um refsiaðgerðir gagnvart landinu eftir hádegi í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að Rússar séu að brjóta alþjóðalög. Hún hefur miklar áhyggjur af stöðunni enda verði á endanum almennir borgarar sem verði fórnarlömbin. Ísland taki þátt í aðgerðum í gegnum Evrópusambandið og NATO. Lyubomyra Petruk er frá Úkraínu en búsett hér á landi. Fyrir fimm árum, í febrúar 2014, hófst stríð Rússa og Úkraínu. Rússneska sambandsríkið, í bága við viðmið og meginreglur þjóðaréttar, innlimaði sjálfstjórnarlýðveldið Krímskaga og Sevastopol.og hernumdu ákveðin svæði í Donetsk og Luhansk svæðum. Lyubomyra segir að rússneski herinn sé hins vegar að fjölmenna þar og íbúar landsins búi sig undir stríð. „Þau eru að undirbúa sig undir stríð og þeir segja að rússneskir hermenn séu að koma frá Austur-Úkraínu,“ segir Lyubomyra. „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin.“ Þá séu sjálfstæðissinnar byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína. Bróðir vinkonu sinnar hafi fengið herkvaðningu. „Hann mun berjast gegn bróður sínum í liði Úkraínu,“ sagði Lyubomyra Petruk.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira
Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39