Jáeindaskanninn bilaði á einkar óheppilegum tíma Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2022 15:29 Jáeindaskanninn var tekinn í notkun í desember 2018. Landspítali Bilun kom upp í jáeindaskanna Landspítalans 15. febrúar og er von á því að hann komist aftur í notkun á föstudag. Þurft hefur að fresta rannsóknum á rúmlega tuttugu sjúklingum vegna þessa. Bilunin sjálf stóð yfir í þrjá daga, eða þar til til varahlutur kom til landsins, en hlé á framleiðslu geislavirkra sporefna sem kom beint í kjölfarið tafði gangsetningu. Framleiðslustöðvunin hafði verið skipulögð með miklum fyrirvara til að viðhalda ströngu gæðaeftirliti. Steinunn Erla Thorlacius, deildarstjóri röntgendeildar Landspítalans, segir að bilunin hafi komið á einstaklega óheppilegum tíma. „Þetta þarf að haldast í hendur við þessa lyfjaframleiðslu sem fylgir jáeindaskannanum. Við framleiðum geislavirkt sporefni sem er sprautað í sjúklinginn í gegnum æðakerfið. Lyfið hefur ákveðinn helmingunartíma svo við höfum bara vissan ramma til að keyra rannsóknirnar með þessu geislavirka lyfi þar sem virknin dugar bara í vissan tíma,“ segir Steinunn. Gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu Steinunn segir til skoðunar hvort hægt sé að bæta við rannsóknum og keyra tækið lengur yfir daginn til að vinna á biðlistanum. Í ljósi þess hvað bilunin varði í stuttan tíma er ekki talið að stöðvunin hafi mikil áhrif á meðferð sjúklinga. „Við viljum veita þessum sjúklingahópi sem besta þjónustu og erum að forgangsraða beiðnunum eftir bráðleika,“ bætir hún við. Jáeindaskanninn var tekinn í notkun í desember 2018 og var gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. Skanninn gefur til dæmis mjög nákvæmar upplýsingar um staðsetningu og dreifingu krabbameina. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfsemi jáeindaskannans loks komin á skrið Vonast er til að hægt verði að rannsaka um 1.700 til tvö þúsund sjúklinga á ári í jáeindaskannanum á Landspítalanum. 12. desember 2018 17:24 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Bilunin sjálf stóð yfir í þrjá daga, eða þar til til varahlutur kom til landsins, en hlé á framleiðslu geislavirkra sporefna sem kom beint í kjölfarið tafði gangsetningu. Framleiðslustöðvunin hafði verið skipulögð með miklum fyrirvara til að viðhalda ströngu gæðaeftirliti. Steinunn Erla Thorlacius, deildarstjóri röntgendeildar Landspítalans, segir að bilunin hafi komið á einstaklega óheppilegum tíma. „Þetta þarf að haldast í hendur við þessa lyfjaframleiðslu sem fylgir jáeindaskannanum. Við framleiðum geislavirkt sporefni sem er sprautað í sjúklinginn í gegnum æðakerfið. Lyfið hefur ákveðinn helmingunartíma svo við höfum bara vissan ramma til að keyra rannsóknirnar með þessu geislavirka lyfi þar sem virknin dugar bara í vissan tíma,“ segir Steinunn. Gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu Steinunn segir til skoðunar hvort hægt sé að bæta við rannsóknum og keyra tækið lengur yfir daginn til að vinna á biðlistanum. Í ljósi þess hvað bilunin varði í stuttan tíma er ekki talið að stöðvunin hafi mikil áhrif á meðferð sjúklinga. „Við viljum veita þessum sjúklingahópi sem besta þjónustu og erum að forgangsraða beiðnunum eftir bráðleika,“ bætir hún við. Jáeindaskanninn var tekinn í notkun í desember 2018 og var gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. Skanninn gefur til dæmis mjög nákvæmar upplýsingar um staðsetningu og dreifingu krabbameina.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfsemi jáeindaskannans loks komin á skrið Vonast er til að hægt verði að rannsaka um 1.700 til tvö þúsund sjúklinga á ári í jáeindaskannanum á Landspítalanum. 12. desember 2018 17:24 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Starfsemi jáeindaskannans loks komin á skrið Vonast er til að hægt verði að rannsaka um 1.700 til tvö þúsund sjúklinga á ári í jáeindaskannanum á Landspítalanum. 12. desember 2018 17:24