Hlutverk hönnunar í grænu byltingunni Ragna Sara Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 16:01 Það er sannarlega jákvætt að sjá fjárfesta og fyrirtæki uppgvöta nauðsyn þess að hrinda verði af stað tafarlaust svokallaðri grænni umbyltingu. Nú nýverið spáði Larry Fink, forstjóri BlackRock eignastýringar því að einhyrningar (vaxtarmestu sprotafyrirtækin) næsta áratugar muni vera á sviði tækni í þágu loftslagsins. Hann spáir gríðarlegri aukningu á fjárfestingum í þessum málaflokki. Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa sömuleiðis nýverið skrifað undir viljayfirlýsingu um að fjárfesta fyrir um 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030. Nýverið ákváðu Samtök iðnaðarins jafnframt að tileinka árið 2022 grænni iðnbyltingu til þess að vekja athygli á mikilvægi grænna umskipta. Við þessi tíðindi er áhugavert að kafa dýpra og spyrja sig hvað þarf til að ná árangri í grænni umbreytingu. Til að byrja með er mikilvægt að átta sig á að þessi græna umbylting mun ekki eingöngu gerast með tæknilegri nýsköpun nokkura einhyrninga eins og stundum má skilja af fyrirsögnum og umræðu. Það væri frábært ef tæknibreytingar gætu bjargað heiminum, en umbreytingin sem þarf að eiga sér stað þarf að vera mun breiðari. Við höfum búið yfir umhverfisvænni tækni á mörgum sviðum í langan tíma en samt hefur lítið gerst í því hvernig við tileinkum okkur þá tækni. Til að ná árangri þurfa tæknibreytingar, hönnun, lífsstíll og sameiginlegt átak allrar hlekkja í virðiskeðjunni allt frá hönnun til áhuga og vals neytenda að koma saman. 80% af umhverfisáhrifum vöru eru ákvörðuð í hönnunarferlinu Ef við skoðum vöruþróun og tækifærin þar til að stuðla að grænni umbreytingu þá sýna rannsóknir að um 80% af umhverfisfótspori vöru er ákvarðað í hönnunarferlinu. Snjöll vöruhönnun þar sem sóun hráefna er lágmörkuð, ending hámörkuð og hugsað er fyrir auðveldri endurvinnslu getur nú þegar haft mjög mikil áhrif á kolefnisfótspor og orkunýtingu. Hringrásarvæn hráefni sem endurnýta úrgang á virðisaukandi hátt eru þegar farin að koma fram í auknum mæli. Það er jákvætt, ekki nóg að skapa hringrásarvæn hráefni með nýrri tækni, mikilvægt er að finna nýjum hráefnum réttan farveg í umhverfisvænni lausnum sem standast samkeppni og eru valin af neytendum. Þar kemur hönnunarferlið sterkt til sögunnar þar sem hráefnin er prófuð og hönnuð til að fara í réttan framtíðarfarveg sem hefur jákvæð áhrif. Ekki má heldur gleyma mikilvægi ákvarðana neytenda og stjórnenda fyrirtækja þegar kemur að því að breyta hegðun sinni og velja umhverfisvænar lausnir í stað þeirra sem hafa hátt umhverfis- eða kolefnisfótspor. Sameiginlegt verkefni allra aðila er að skipta út gamalli hönnun og framleiðsluferlum í umhverfisvænni vörur með markmið um kolefnishlutleysi að leiðarljósi. Fjárfestingar eru mjög mikilvægar til að hafa áhrif á þróun framtíðarinnar. Val á fjáfestingum mun miklu máli skipta bæði fyrir áhrif fjárfestinganna og ávöxtun fjármagnseigenda. Mikilvægt er að átta sig á að ekki er nóg að breyta einum hluta keðjunnar til að ná árangri í grænu byltingunni, til þess þurfa margir samverkandi þættir og vilji að koma saman. Um er að ræða endurhönnun á ferli heimsins sem verður gerð með hjálp tækni og vali okkar allra um breytingar. Höfundur er frumkvöðull og stofnandi FÓLK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er sannarlega jákvætt að sjá fjárfesta og fyrirtæki uppgvöta nauðsyn þess að hrinda verði af stað tafarlaust svokallaðri grænni umbyltingu. Nú nýverið spáði Larry Fink, forstjóri BlackRock eignastýringar því að einhyrningar (vaxtarmestu sprotafyrirtækin) næsta áratugar muni vera á sviði tækni í þágu loftslagsins. Hann spáir gríðarlegri aukningu á fjárfestingum í þessum málaflokki. Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa sömuleiðis nýverið skrifað undir viljayfirlýsingu um að fjárfesta fyrir um 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030. Nýverið ákváðu Samtök iðnaðarins jafnframt að tileinka árið 2022 grænni iðnbyltingu til þess að vekja athygli á mikilvægi grænna umskipta. Við þessi tíðindi er áhugavert að kafa dýpra og spyrja sig hvað þarf til að ná árangri í grænni umbreytingu. Til að byrja með er mikilvægt að átta sig á að þessi græna umbylting mun ekki eingöngu gerast með tæknilegri nýsköpun nokkura einhyrninga eins og stundum má skilja af fyrirsögnum og umræðu. Það væri frábært ef tæknibreytingar gætu bjargað heiminum, en umbreytingin sem þarf að eiga sér stað þarf að vera mun breiðari. Við höfum búið yfir umhverfisvænni tækni á mörgum sviðum í langan tíma en samt hefur lítið gerst í því hvernig við tileinkum okkur þá tækni. Til að ná árangri þurfa tæknibreytingar, hönnun, lífsstíll og sameiginlegt átak allrar hlekkja í virðiskeðjunni allt frá hönnun til áhuga og vals neytenda að koma saman. 80% af umhverfisáhrifum vöru eru ákvörðuð í hönnunarferlinu Ef við skoðum vöruþróun og tækifærin þar til að stuðla að grænni umbreytingu þá sýna rannsóknir að um 80% af umhverfisfótspori vöru er ákvarðað í hönnunarferlinu. Snjöll vöruhönnun þar sem sóun hráefna er lágmörkuð, ending hámörkuð og hugsað er fyrir auðveldri endurvinnslu getur nú þegar haft mjög mikil áhrif á kolefnisfótspor og orkunýtingu. Hringrásarvæn hráefni sem endurnýta úrgang á virðisaukandi hátt eru þegar farin að koma fram í auknum mæli. Það er jákvætt, ekki nóg að skapa hringrásarvæn hráefni með nýrri tækni, mikilvægt er að finna nýjum hráefnum réttan farveg í umhverfisvænni lausnum sem standast samkeppni og eru valin af neytendum. Þar kemur hönnunarferlið sterkt til sögunnar þar sem hráefnin er prófuð og hönnuð til að fara í réttan framtíðarfarveg sem hefur jákvæð áhrif. Ekki má heldur gleyma mikilvægi ákvarðana neytenda og stjórnenda fyrirtækja þegar kemur að því að breyta hegðun sinni og velja umhverfisvænar lausnir í stað þeirra sem hafa hátt umhverfis- eða kolefnisfótspor. Sameiginlegt verkefni allra aðila er að skipta út gamalli hönnun og framleiðsluferlum í umhverfisvænni vörur með markmið um kolefnishlutleysi að leiðarljósi. Fjárfestingar eru mjög mikilvægar til að hafa áhrif á þróun framtíðarinnar. Val á fjáfestingum mun miklu máli skipta bæði fyrir áhrif fjárfestinganna og ávöxtun fjármagnseigenda. Mikilvægt er að átta sig á að ekki er nóg að breyta einum hluta keðjunnar til að ná árangri í grænu byltingunni, til þess þurfa margir samverkandi þættir og vilji að koma saman. Um er að ræða endurhönnun á ferli heimsins sem verður gerð með hjálp tækni og vali okkar allra um breytingar. Höfundur er frumkvöðull og stofnandi FÓLK.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun