Tuttugasta brúðkaupið í dag klukkan 22:00 þann 22.02 2022 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 22:02 Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur Grafarvogskirkju hafði í nógu að snúast í dag við að gefa saman pör, Vísir/Arnar Þrátt fyrir leiðindaveður nýttu sér margir daginn til að láta gefa sig saman. Í Grafarvogskirkju var haldið hálfgert brúðkaupsmaraþon sem hófst á hádegi og stendur þar til í kvöld. Prestur segir dagsetninguna einstaka. Tuttugu pör nýttu sér dagsetninguna í dag eða 22. 02 2022 til að láta gefa sig saman í Grafavogskirkju en athafnirnar hófust í hádeginu og stóðu til kl. 22 í kvöld. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í kirkjunni hafði því í nógu að snúast í dag. „Við vorum áðan með par sem kom með dóttur sína með sér sem á 22 ára afmæli í dag. Hún hélt að þau væru bara að fara út að borða þannig að gifting foreldranna í dag kom henni mjög ánægjulega á óvart,“ segir Arna. Arna segir að kirkjan hafi byrjað að bjóða upp á slíkt fyrirkomulag í kirkjunni í sumar eftir að fólk hafði þurft að fresta brúðkaupum hvað eftir annað vegna kórónuveirufaraldursins. Hún auglýsir eftir nafni á fyrirkomulagið. „Við erum búin að skoða alls konar útfærslur á nafni, hraðbrúðkaup, hnappheldan eða skiptimiðabrúðkaup því hugmyndin var að koma með strætó, fá skiptimiða og fara svo aftur heim á sama miðanum,“ segir Arna sem auglýsir eftir hugmyndum að nafni. Hún segir daginn minnistæðan fyrir margra hluta sakir. „Það er ekki svo oft sem ég er í fullum skrúða klukkustundum saman eða langt fram á kvöld þannig að kannski má segja að þetta sé brúðkaupsmaraþon,“ segir hún. Arna segir sjaldgæft að dagsetning sem þessi komi upp og því eðlilegt að hún sé vinsæl. „Þetta er einstök dagsetning, það er hægt að lesa hana aftur á bak og áfram. Þá er þetta dagsetning sem gott er að muna og fólk velur stundum dagsetningu sem gott er að muna,“ segir Arna að lokum. Trúmál Brúðkaup Tímamót Þjóðkirkjan Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Tuttugu pör nýttu sér dagsetninguna í dag eða 22. 02 2022 til að láta gefa sig saman í Grafavogskirkju en athafnirnar hófust í hádeginu og stóðu til kl. 22 í kvöld. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í kirkjunni hafði því í nógu að snúast í dag. „Við vorum áðan með par sem kom með dóttur sína með sér sem á 22 ára afmæli í dag. Hún hélt að þau væru bara að fara út að borða þannig að gifting foreldranna í dag kom henni mjög ánægjulega á óvart,“ segir Arna. Arna segir að kirkjan hafi byrjað að bjóða upp á slíkt fyrirkomulag í kirkjunni í sumar eftir að fólk hafði þurft að fresta brúðkaupum hvað eftir annað vegna kórónuveirufaraldursins. Hún auglýsir eftir nafni á fyrirkomulagið. „Við erum búin að skoða alls konar útfærslur á nafni, hraðbrúðkaup, hnappheldan eða skiptimiðabrúðkaup því hugmyndin var að koma með strætó, fá skiptimiða og fara svo aftur heim á sama miðanum,“ segir Arna sem auglýsir eftir hugmyndum að nafni. Hún segir daginn minnistæðan fyrir margra hluta sakir. „Það er ekki svo oft sem ég er í fullum skrúða klukkustundum saman eða langt fram á kvöld þannig að kannski má segja að þetta sé brúðkaupsmaraþon,“ segir hún. Arna segir sjaldgæft að dagsetning sem þessi komi upp og því eðlilegt að hún sé vinsæl. „Þetta er einstök dagsetning, það er hægt að lesa hana aftur á bak og áfram. Þá er þetta dagsetning sem gott er að muna og fólk velur stundum dagsetningu sem gott er að muna,“ segir Arna að lokum.
Trúmál Brúðkaup Tímamót Þjóðkirkjan Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira