Ekki í forgangi að fækka sjálfsvígum Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 22. febrúar 2022 21:31 Svar barst í dag við skriflegri fyrirspurn minni til heilbrigðisráðherra um aðgerðir til að fækka sjálfsvígum. Í aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum sem að lögð var fram árið 2018 eru tilgreind sex markmið og 54 aðgerðir. Það er skemmst frá því að segja að af 54 aðgerðum eru einungis fimm aðgerðir komnar til framkvæmda eða lokið. Fimm aðgerðir á fjórum árum og þá eru 49 aðgerðir eftir, 28 eru tilgreindar í vinnslu, 19 í bið og stöðu tveggja vantar. Það væri forvitnilegt að vita hvað er átt við með því að aðgerðir séu í vinnslu og hvenær mætti búast við framkvæmdum en þessi áætlun inniheldur metnaðarfull og mikilvæg markmið. https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=77110b10-4f85-11e8-942b-005056bc530c Það virðist ekki vera mjög brýnt að vinna að því fækka sjálfsvígum innan heilbrigðisráðuneytisins og með þessu áframhaldi klárast framkvæmdin eftir tæp 40 ár. Þrátt fyrir að sjálfsvíg sé algeng dánarorsök ungs fólks. Vonbrigði var það fyrsta sem að ég hugsaði þegar ég sá svarið. Tíminn skiptir máli Árið 2020 féllu að minnsta kosti 47 einstaklingar hér á landi fyrir eigin hendi flestir á aldursbilinu 18-29 ára en einnig þrjú börn. Í svari frá heilbrigðisráðherra, sem ég þakka fyrir, kom fram að árið 2018 fékk verkefnið 25 milljónir. Árið 2019 ekkert og árið 2020 var varið 5 milljónum í það. Árið 2021 fékk framkvæmdin 12 milljónir á meðan að milljörðum var varið í að berjast við heimsfaraldur. Það skiptir máli hvernig veikindin eru virðist vera. Það er þyngra en tárum taki að sjá að ekki sé verið að setja mun meira fjármagn í að framkvæma umrædda aðgerðaráætlun þrátt fyrir augljósa þörf í samfélaginu. Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á að það verður að leggja mun meira fjármagn, kraft og metnað í þessa framkvæmd ef að markmiðið er í raun og veru að fækka sjálfsvígum. Hægt var að bjarga lífum vegna heimsfaraldurs og það er einnig hægt að bjarga lífum vegna vanlíðan og vonleysis. Höfundur er varaþingkona Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Geðheilbrigði Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Svar barst í dag við skriflegri fyrirspurn minni til heilbrigðisráðherra um aðgerðir til að fækka sjálfsvígum. Í aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum sem að lögð var fram árið 2018 eru tilgreind sex markmið og 54 aðgerðir. Það er skemmst frá því að segja að af 54 aðgerðum eru einungis fimm aðgerðir komnar til framkvæmda eða lokið. Fimm aðgerðir á fjórum árum og þá eru 49 aðgerðir eftir, 28 eru tilgreindar í vinnslu, 19 í bið og stöðu tveggja vantar. Það væri forvitnilegt að vita hvað er átt við með því að aðgerðir séu í vinnslu og hvenær mætti búast við framkvæmdum en þessi áætlun inniheldur metnaðarfull og mikilvæg markmið. https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=77110b10-4f85-11e8-942b-005056bc530c Það virðist ekki vera mjög brýnt að vinna að því fækka sjálfsvígum innan heilbrigðisráðuneytisins og með þessu áframhaldi klárast framkvæmdin eftir tæp 40 ár. Þrátt fyrir að sjálfsvíg sé algeng dánarorsök ungs fólks. Vonbrigði var það fyrsta sem að ég hugsaði þegar ég sá svarið. Tíminn skiptir máli Árið 2020 féllu að minnsta kosti 47 einstaklingar hér á landi fyrir eigin hendi flestir á aldursbilinu 18-29 ára en einnig þrjú börn. Í svari frá heilbrigðisráðherra, sem ég þakka fyrir, kom fram að árið 2018 fékk verkefnið 25 milljónir. Árið 2019 ekkert og árið 2020 var varið 5 milljónum í það. Árið 2021 fékk framkvæmdin 12 milljónir á meðan að milljörðum var varið í að berjast við heimsfaraldur. Það skiptir máli hvernig veikindin eru virðist vera. Það er þyngra en tárum taki að sjá að ekki sé verið að setja mun meira fjármagn í að framkvæma umrædda aðgerðaráætlun þrátt fyrir augljósa þörf í samfélaginu. Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á að það verður að leggja mun meira fjármagn, kraft og metnað í þessa framkvæmd ef að markmiðið er í raun og veru að fækka sjálfsvígum. Hægt var að bjarga lífum vegna heimsfaraldurs og það er einnig hægt að bjarga lífum vegna vanlíðan og vonleysis. Höfundur er varaþingkona Pírata.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun