Annar var stöðvaður á fimmta tímanum í nótt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var gerð húsleit laust fyrir klukkan sex í gærkvöldi á heimili manns í Hlíðunum og hald lagt á ætluð fíkniefni.
Þá voru höfð afskipti af ungum karlmanni í Hlíðunum á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna neyslu og vörslu fíkniefna. Lagt var hald á fíkniefnin og vettvangsskýrsla rituð.
Tilkynnt var um rúðubrot í Hlíðunum rétt fyrir ellefu í gærkvöld en þar hafði maður brotið rúðu á útihurð gistiheimilis og farið inn. Sá var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.
Umferðaróhapp varð í Kópavogi rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi en engin slys urðu á fólki. Ökumaður missti stjórn á bílnum sínum í hálku og ók í veg fyrir annan bíl sem valt á hliðina. Báðar bifreiðar voru óökufærar eftir slysið en þær fjarlægðar.
Kona slasaðist á sjöunda tímanum þegar hún féll af hesti í Mosfellsbæ og öklabrotnaði líklega. Þá var tilkynnt um innbrot í geymslur í Mosfellsbæ á áttunda tímanum. Talið er að engu hafi verið stolið en eignarspjöll urðu þó.
Þá var tilkynnt um innbrot í aðstöðu Kayakfélaganna í Grafarvogi þar sem skemmdir urðu á hurð og verðmætum stolið.
Ungur karlmaður var handtekinn laust fyrir klukkan tólf í Árbæ en sá var í annarlegu ástandi við handtökuna. Hann er grunaður um hótanir og fleiri brot og var vistaður í fangageymslu lögreglu í nótt.