Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Eiður Þór Árnason skrifar 23. febrúar 2022 11:05 Ekki þarf lengur að staðfesta jákvæða niðurstöðu hraðprófs með PCR. Vísir/Vilhelm Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. Jákvætt hraðgreiningapróf mun því nægja til greiningar á Covid-19 og ekki verður þörf á staðfestingu á greiningunni með PCR-prófi, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Notkun á PCR-prófum verður framvegis bundin við ábendingar lækna og þá sem eru með alvarleg einkenni eða alvarlega undirliggjandi sjúkdóma. Einnig verða PCR-próf áfram í boði fyrir fólk sem þarf á neikvæðum niðurstöðum slíkra prófa að halda vegna ferðalaga erlendis en þá gegn gjaldi. Allt að þriggja daga bið eftir niðurstöðu úr PCR Hámarki PCR-greiningargetu vegna Covid-19 var náð fyrir nokkru síðan og hefur leitt til þess að bið eftir niðurstöðu er orðin allt að tveir til þrír sólarhringar. Er þetta óásættanlegur tími að mati sóttvarnalæknis. „Þeim sem nú greinast með COVID-19 á hraðgreiningaprófi er ekki skylt að dvelja í einangrun en engu að síður eru tilmæli sóttvarnayfirvalda þau, að fólk dvelji í einangrun í 5 daga. Ef fólk er einkennalítið eða einkennalaust þá getur það mætt til vinnu en fari þá eftir leiðbeiningum um smitgát í 5 daga. Samkvæmt núgildandi reglugerð um einangrun þá er þeim sem greinast með PCR-prófi hins vegar skylt að dvelja í einangrun í a.m.k. 5 daga,“ segir í tilkynningunni. Áfram verður hægt að panta tíma í hraðpróf hjá heilsugæslunni á Heilsuveru og hjá einkafyrirtækjum sem bjóða upp á slík hraðgreiningarpróf. Sýnatakan er almenningi áfram að kostnaðarlausu. Um vika er síðan sóttvarnalæknir ákvað að hætt yrði að raðgreina öll jákvæð PCR-sýni eftir að fjöldi sýna fór fram úr raðgreiningargetu Íslenskrar erfðagreiningar og ómíkron afbrigði kórónuveirunnar varð allsráðandi hér á landi. Fyrirtækið mun áfram raðgreina ákveðið úrtak í samvinnu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans til að fylgjast með hvaða afbrigði berast til landsins og breiðast hér út. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR. 16. febrúar 2022 15:30 Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52 Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 10. febrúar 2022 15:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Jákvætt hraðgreiningapróf mun því nægja til greiningar á Covid-19 og ekki verður þörf á staðfestingu á greiningunni með PCR-prófi, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Notkun á PCR-prófum verður framvegis bundin við ábendingar lækna og þá sem eru með alvarleg einkenni eða alvarlega undirliggjandi sjúkdóma. Einnig verða PCR-próf áfram í boði fyrir fólk sem þarf á neikvæðum niðurstöðum slíkra prófa að halda vegna ferðalaga erlendis en þá gegn gjaldi. Allt að þriggja daga bið eftir niðurstöðu úr PCR Hámarki PCR-greiningargetu vegna Covid-19 var náð fyrir nokkru síðan og hefur leitt til þess að bið eftir niðurstöðu er orðin allt að tveir til þrír sólarhringar. Er þetta óásættanlegur tími að mati sóttvarnalæknis. „Þeim sem nú greinast með COVID-19 á hraðgreiningaprófi er ekki skylt að dvelja í einangrun en engu að síður eru tilmæli sóttvarnayfirvalda þau, að fólk dvelji í einangrun í 5 daga. Ef fólk er einkennalítið eða einkennalaust þá getur það mætt til vinnu en fari þá eftir leiðbeiningum um smitgát í 5 daga. Samkvæmt núgildandi reglugerð um einangrun þá er þeim sem greinast með PCR-prófi hins vegar skylt að dvelja í einangrun í a.m.k. 5 daga,“ segir í tilkynningunni. Áfram verður hægt að panta tíma í hraðpróf hjá heilsugæslunni á Heilsuveru og hjá einkafyrirtækjum sem bjóða upp á slík hraðgreiningarpróf. Sýnatakan er almenningi áfram að kostnaðarlausu. Um vika er síðan sóttvarnalæknir ákvað að hætt yrði að raðgreina öll jákvæð PCR-sýni eftir að fjöldi sýna fór fram úr raðgreiningargetu Íslenskrar erfðagreiningar og ómíkron afbrigði kórónuveirunnar varð allsráðandi hér á landi. Fyrirtækið mun áfram raðgreina ákveðið úrtak í samvinnu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans til að fylgjast með hvaða afbrigði berast til landsins og breiðast hér út. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR. 16. febrúar 2022 15:30 Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52 Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 10. febrúar 2022 15:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR. 16. febrúar 2022 15:30
Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52
Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 10. febrúar 2022 15:00